Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Gamanleikurinn „Í gegnum tíð- ina“ hefur verið sýndur við góðar undirtekir hjá Leikdeild Eflingar í Reykjadal undanfarnar vikur, en sýningum lauk nú í vikunni og höfðu þá vel á annað þúsund manns séð leikritið. Verkið er fjöl- skyldusaga með gamansömu ívafi sem spannar tímbilið frá 1950- 1980 og inn í söguþráðinn fléttast þekkt dægurlög frá þessu tímabili. Höfundur verksins er Hörður Þór Benónýsson, sem fléttar bráð- skemmtilegum texta saman við 17 vinsæl lög frá þessum tíma, en tónlistarstjóri í sýningunni er Pétur Ingólfsson tónlistarkennari á Laugum. Alls tóku 34 leikarar þátt í sýningunni, þar af þriggja manna hljómsveit og þá voru um 20 manns við ýmis störf að tjaldabaki. Nemendur setja svip sinn á sýningar Nemendur við Framhaldsskólann á Laugum hafa undanfarin ár sett sterkan svip á sýningar Leikdeildar Eflingar, en þeir hafa átt þess kost að taka þátt í leiklistarstarfinu og fá námseiningar fyrir, enda mikill og góður skóli að taka þátt í leiklistar- starfi. Eldri og reyndari leikarar eru svo til taks að leiðbeina þeim yngri, hvetja og hrósa. Ákveðnar fjölskyldur í Reykjadal hafa í nokkra ættliði sett mark sitt á starfsemi félagsins, úr þeirra röðum hafa komið leikstjórar, leikarar, höf- undar, söngvarar og dansarar sem glatt hafa heimamenn og gesti þeirra í áraraðir. Í seinni tíð hafa svo konur úr Kvenfélagi Reykdæla selt kaffi og vöfflur með rjóma fyrir sýningar og í hléi og hefur það komið sér vel fyrir fjáröflun þess. Aðalbjörg Pálsdóttir í Vallakoti hefur starfað með Leikdeild ung- mennafélagsins Eflingar í hálfa öld og segir að saga leiklistar í Reykjadal í Þingeyjarsýslu eigi sér langa sögu, en félagið sýnir jafnan í Breiðumýri, félagsheimili Reykdælinga. Þar var fyrst sett upp eiginlegt leiksvið árið 1935, þegar byggt var við húsið. Framtakið hleypti nýju blóði í ungmennafélaga, sem árið eftir settu upp gamanleik- inn Frænku Charleys eftir Brandon Thomas. Fleiri létu til sín taka á leiksviðinu, settar voru upp sýningar hjá Héraðsskólanum á Laugum, Karlakór Reykdæla, Lestrarfélaginu, Kirkjukór Einarsstaðasóknar og Kvenfélaginu. Leiklistarstarf skaut því snemma rótum í frjósaman jarð- veg í Reykjadal. /MÞÞ Merkileg og löng saga leiklistar í Reykjadal: Leiklist skaut snemma rótum í frjóan jarðveg Þáttaskil urðu í starfsemi Leikdeildar Eflingar þegar Ingibjörg Steinsdóttir var ráðin til starfa og setti upp þrjá einþáttunga árið 1952; Á Bessastöðum skulda ég ekki neitt eftir Pál H. Jónsson, Kvennabúrið og Vekjaraklukkuna. Árið eftir setti hún upp verkið Landabrugg og ást. Frá þeim tíma hefur leikdeildin sett upp leikrit nánast árlega. Hér verða nokkur nefnd: Aðalbjörg Pálsdóttir leik- stýrði Aumingja Hönnu árið 1960, Ingunn Jensdóttir leik- stýrði verki Jökuls Jakobssonar, Kertalogi árið 1976, Deleríum Búbónis eftir Jónas og Jón Múla var sýnt í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur árið 1993, Fiðlarinn á þakinu var sýndur í leikstjórn Arnórs Benónýssonar, Reykdælings sem tekið hefur saman og leikstýrt fjölda verka fyrir félagið. Tvívegis hafa verkefni Leikdeildar Eflingar verið valin til sýninga i Þjóðleikhúsinu sem besta áhugaleiksýningin, fyrst Síldin kemur og Síldin fer eftir systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur sem var sett upp árið 2001 og árið 2004 var það frumsamið verk eftir heima- manninn Hörð Þór Benónýsson og Jóhannes Sigurjónsson, Húsvíking. Sú sýning gekk mjög vel, var sýnd 35 sinnum og hlaut góðar viðtökur. Þáttaskil 1952 Úr gamanleiknum „Í gegnum tíðina“. Hér eru síldarstúlkur í síld á Sigló klárar í slaginn. Myndir / Aðalheiður Kjartansdóttir. Bítlastrákar (hljómsveitin Hljómar) og hrifnar bítlagellur. Guðríður (sú elsta) er kona Gísla bónda í Gröf, þarna er hún að fara í heyskap með vinnukonunum. Triowrap, 75cm breitt, 1.500m langt kr. 11.650 ATH. Ofangreind verð eru án

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.