Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Hugsjónaeldhús hjóna – varð að heilli bók Í lok síðasta árs kom út Góður matur, gott líf í takt við árstíð- irnar, afar vönduð og glæsileg uppskriftabók eftir hjónin Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egil Hrafnsson. Hún er grafískur hönnuður og hann ljósmyndari en saman hafa þau í gegnum tíðina unnið að fjölmörgum verkefnum sem tengjast mat. Því lá beinast við að nýta sameiginlega reynslu og sanna ástríðu fyrir tilrauna- eldhúsinu og fersku hráefni í yfir- gripsmikla bók þar sem hver og ein árstíð fær notið sín. „Við ákváðum í þetta sinn að gera bók sem væri okkar að öllu leyti. Við höfum hin síðari ár unnið svo mikið að matarverkefnum í nafni annarra og höfum komið að vinnslu fjölmargra matreiðslubóka, tíma- rita og auglýsinga. Það er pínulítið hugsjónaeldhús sem býr að baki og við vildum gera bók sem gæti innblástur. Einnig hugsuðum við þetta sem hvatningu fyrir fólk til að stunda útivist með fjölskyldunni og kynna matargerð fyrir börnum, leyfa þeim að vera með og njóta,“ útskýrir Inga Elsa. Matur í nýju samhengi Að auki leggja hjónin áherslu á lands- byggðina og náttúruna í bókinni og að sjálfsögðu prýða hana margar fal- legar ljósmyndir eftir húsbóndann. „Við vorum mjög heppin með það að starfsfólkið hjá Forlaginu kveikti strax á hugmyndinni og við feng- um frjálsar hendur með bókina, sem við bjuggum til frá a til ö. Hún hefur f e n g i ð mjög góðar v ið tökur og fyrsta u p p l a g s e l d i s t upp fyrir j ó l i n . O k k u r fannst stórt skref að koma fram, en það eru nokkrar myndir af okkur og dætrunum tveimur í bókinni. Við hugsuðum að með þessu móti gæti fólk samsam- að sig betur innihaldi bókarinnar og hún yrði meira lifandi. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð við þessu og það er greinilegt að hugmyndin hefur snortið marga,“ segir Inga Elsa en bókin fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - bóka á síðasta ári. Það var á n á m s á r- um þeirra hjóna í Frakklandi á níunda áratug síð- ustu aldar sem mat- aráhuginn k v i k n a ð i fyrir alvöru. „Háskólinn okkar í þessu var námsárin í Frakklandi. Þar kynnt- umst við þess- ari menningu matar og hrá- efnis. Þar er einnig borin mikil virðing fyrir mat og uppruna og þarna kynntumst við heimavinnslu í fyrsta sinn. Það var ótrúleg upplifun að smakka besta geitaost sem við höfðum fengið, sem aldin bónda- kona hafði búið til við afar einfaldar aðstæður. Við sáum matinn í nýju samhengi og hvað matur er í raun stór hluti af menningunni,“ útskýrir Gísli Egill. Svæðisbundið með sérstöðu „Þessi mikla auðlegð sem Frakkar hafa í matarmenningu er ekki síst sprottin í héruðunum sjálfum vegna landfræðilegra aðstæðna í veður- fari eða gróðri. Síðan höfum við séð í gegnum árin að það eru miklir möguleikar hér heima, en höfum líka lært að meta það sem hér er til. Oft er ríkari menning í sveitum á Íslandi en við teljum, eins og með skyrinu og taðreykta silungnum, sem eru í raun matar-fenómen í al- þjóðlegu samhengi. Þó að landið okkar sé kostarýrt að mörgu leyti eru einnig margir möguleikar. Ef maður ferðast um ólífuhéruð Ít- alíu, þá smakkar maður ólífurnar. Á Spáni smakkar maður tapas - aníuskaga. Allt er þetta stór hluti ferðamannaupplifunar, kannski sá stærsti. Slík tækifæri mætti nýta betur hér heima,“ segir Gísli Egill. Inga Elsa og Gísli Egill hafa um árabil verið leiðsögumenn og miðla einnig reynslu þaðan í bók sína. „Með matnum komast ferðamenn- irnir eins nálægt menningunni og dæmis merkilegt að fá að bragða mjólkurafurðum, jurtunum, sil- ungnum og villisveppunum. Ein af hugmyndum okkar útfrá reynsl- unni sem leiðsögumenn er hversu ótrúlegir möguleikar liggja hjá ferðaþjónustubændum með svæðis- bundin matvæli sem hafa sérstöðu,“ útskýrir Inga Elsa. Berjaplöntur og reykofn bókina og sjá fjölbreytileikann, skyrgerð til reykingar matvæla og pylsugerðar. „Matur og matargerð er okkar stóra áhugamál. Ég hef haft mikinn áhuga á ræktun frá því að ég var krakki. Þegar ég var strákur bjó ég við þegar ég var tíu ára gamall og var að vappa þar um, þá fundust mér litríku fræpakkarnir mjög spenn- andi og ég lét mig dreyma um hina ýmsu ræktun. Því var það æðisleg upplifun fyrir mig þegar ég fékk að fara í skólagarðana,“ útskýrir Gísli Egill og segir jafnframt: „Fyrir 12 árum fengum við síðan okkar eigin garð, höfum ræktað á hverju ári síðan og það eykst með að hafa allar kryddjurtirnar og salat fram á haust. Síðan erum við með berjaplöntur, tómata og tvo kart- - stæðum reykofni og þar reykjum við okkar eigið beikon og pylsur og bragðið er ekki sambærilegt við það sem maður fær í verslunum. til sitt eigið beikon en við gefum uppskrift að því í bókinni og það er mjög skemmtilegt að prófa sig áfram með að reykja með mismun- andi viðartegundum og fá þannig ólíkt bragð í kjötið.“ Gildar tómstundir með börnunum Það liggur beinast við að spyrja þau hjónin hvort þau séu mjög með- vitaðir og kröfuharðir neytendur. „Við erum alls ekki fanatísk. En við höfum tekið mikið út, eins og það einfaldlega miklu betra sem við gerum sjálf frá grunni. Þá vitum við líka nákvæmlega hvað er í vörunni. Við höfum prófað margt varðandi matargerð eins og osta og pylsur - lýsinga, lærum og fræðumst og sníðum uppskriftina að okkar eigin smekk. Það er toppurinn að borða það sem maður gerir sjálfur, það er ekki spurning,“ segir Inga Elsa brosandi og Gísli Egill tekur undir orð konu sinnar: „Við viljum alls ekki standa fyrir sjálfsþurftarbúskap, það er löngu liðin tíð en ef við getum auðgað okk- ar matarlíf og gert líf okkar þannig betra, þá er það frábært. Smátt og smátt hafa komið inn önnur sjónar- mið þegar maður hugsar um hvað er að gerast í heiminum varðandi á salati frá fjarlægum löndum úti í - alla þessa vegalengd og að við Ís- lendingar ættum frekar að líta okkur og það má ekki gleyma því að vinna við matvæli og matargerð er góð og gild tómstund með börnunum. Ein af hugmyndunum með bókinni er að gera okkur að betri neytendum og að við gerum kröfur til framleiðenda um að gera betur, ef við náum því þá erum við sátt.“ /ehg Hjónin Gísli Egill Hrafnsson og Inga Elsa Bergþórsdóttir gáfu út veglega upp- skriftabók á síðasta ári þar sem hverri árstíð eru gerð góð skil. Ilmríkar rósir Rósir eru mikið notaðar sem krydd í eru líka duglegir að nýta sér þær til tína rósirnar snemma að morgni, þá eru þær ilmríkastar. Til þess að ná sem mestu bragði úr rósunum er gott að matreiða úr þeim strax. Það er um að gera að nýta ilmríkustu rósirnar með þessum hætti og eiga nota við mjög svo sparileg tilefni. Rósasíróp Dásamlegt síróp til að nota t.d. út í hvítvín eða freyðivín þegar maður ætlar að vera sérstaklega góður við sjálfan sig. Um 800 ml 225 g rósablöð, þau ilmríkustu sem þú finnur 100 ml vatn 700 g sykur 2 msk. sítrónusafi Aðferð: Losið rósablöðin af knúppunum og hristið þau lauslega svo að það leynist ekki skordýr í þeim. Látið þau í pott með 100 ml af köldu vatni og látið þau malla í 20–30 mínútur í lokuðum potti. Sigtið blöðin frá, látið rósasafann aftur í pottinn og bætið sykri og sítrónusafa saman við. Látið suðuna koma upp og hrærið í þar til sykurinn er bráðnaður. Ef sírópið er of þykkt má þynna það með meira vatni. Hellið heitu svölum og skuggsælum stað. Mozzarella Það er hægt að búa til gæða-mozz a - rella ost heima í eldhúsi ef vel er gætt að því að halda réttu hitastigi á öllum stigum framleiðsl- unnar. Upp- runalega var sökum vöntunar á þeirri dýrategund hér notum við kúamjólkina. 2 l nýmjólk 2 dropar ostahleypir (fæst stundum í ostabúðum) 4 msk. borðedik 120 ml rjómi ½ tsk. salt Aðferð: edikinu og ostahleypinum út í og hrærið rólega í stutta stund. Setjið lok á pottinn og hleypið ostinn í 30–60 mínútur. Notið spaða eða sleif til að veiða ostamassann upp úr mysunni Látið mestu mysuna leka frá, veltið sigtinu til og frá. Setjið svo ostinn í skál og veltið honum til með spaða og hellið jafnóðum burt mysunni sem skilur sig frá. Setjið ostinn í plast- eða glerílát og hitið í örbylgjuofni í eina mínútu. Takið hann svo úr skálinni og mótið í kúlu í höndunum, hnoðið hann og brjótið saman líkt og brauðdeig. Með þessu skilur mysan sig smátt og smátt frá. Úr þessu fer áferðin að breytast og líkjast osti. Notið gúmmí- eða la- texhanska því osturinn er svo heitur. Hitið ostinn aftur í örbylgjuofni í 30 sek. og hnoðið enn. Þetta gætuð þið þurft að gera oftar. Þegar þið eruð orðin ánægð með áferðina og þétt- leikann er ostinum dýft beint í ískalt vatn með ísmolum. Hann er tilbúinn til neyslu eftir klukkutíma en geymist er hann sem ferskastur. Athugið að líka má dýfa ostinum í heitt vatn í stað þess að hita hann í örbylgjuofni. Pylsugerð Ef þú átt réttu græjurnar, þ.e. hakka- vél með pylsustút og pylsugarnir, þá er ekkert því til fyrirstöðu að prófa að búa til sínar eigin pylsur. Í allri matar- gerð þarf að gæta hreinlætis en við pylsugerðina þarf að gæta sérstaklega vel að hreinlætinu og þvo öll áhöld og hendur vel bæði á undan og eftir til að koma ekki af stað óæskilegum örverugróðri. Góð regla er að taka hráefnið ískalt úr kælinum og hakka strax, blanda kryddi saman við og kæla síðan aftur í tæpan klukkutíma áður en farsið er sett í pylsugarnirnar. Þegar búið er að fylla þær þarf að ganga strax frá pylsunum í kælingu, hvort sem á að elda þær ferskar og/eða kaldreykja. Þegar maður kemst á lagið með pylsugerðina er hún aldeilis frábær viðbót við þessa daglegu matargerð. Ekki skemmir fyrir að oft er hægt að fá svínabóg, sem við notum mikið sem uppistöðu í pylsugerðinni á góðu verði. Ítalskar grillpylsur Þessar pylsur eru góðar grillaðar eða steiktar á pönnu. Gott er að pikka göt á pylsuna með nál til að borðaðar eins og þessar venjulegu vínarpylsur en líka er tilvalið að setja þær t.d. í baguette-brauð. Um 1,4 kg svínakjöt í bitum, t.d. af bóg 340 g spekk eða bakfita af svíni 5 msk. fennelfræ, léttsteytt 1 msk. hvítlaukur, saxaður 1 msk. þurrkað og malað rautt chili-aldin 4 tsk. salt 2 tsk. svartur pipar, malaður 1 tsk. cayenne-pipar 100 ml vatn, ef þarf til að þynna kjötdeigið meðalstór pylsugörn Aðferð: - þarf. Fyllið garnirnar og búið til um 15 cm langar pylsur. Þær geymast í 3 daga í kæli en í 2–3 mánuði í frysti.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.