Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 17
17Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Dælir allt að 7 metra lóðrétt eða 70 metra lárétt Ein dæla dugar fyrir allt að 20 kýr/hross Dýrin eru fljót að læra á dæluna Lynghálsi 3 og Lónsbakka Akureyri sími: 540 1100 www.lifland.is                      !"#$$$%&% | A k u r e y r i | S : 4 6 5 - 1 3 3 2 | b u v i s @ b u v i s . i s | w w w . b u v i s . i s 2ára Mótorvarrofar og spólurofar TRAUSTAR VÖRUR... ...sem þola álagið! Hraðabreytar Öryggisliðar Skynjarar Töfluskápar E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Raftæknivörur www.falkinn.is Aflrofar Iðntölvur Félag skógareigenda á Suðurlandi (FsS) mótmælti frumvörpum um umhverfismat og loftlagsmál á aðalfundi sínum sem haldinn var á Hótel Geysi laugardaginn 5. maí., en fundinn sátu 55 félags- menn FsS. Hörð mótmæli við frumvarpi um mat á umhverfisáhrifum Fundarmenn mótmæltu harð- lega frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum sem nú liggur fyrir Alþingi. Telur fundurinn að þar séu mjög íþyngjandi ákvæði um mats- skyldu á umhverfisáhrifum skóg- ræktar fyrir verðandi skógarbændur sem ekki sé í samræmi við kvaðir á annan landbúnað. Sá kostnaðaruki sem frumvarpið hafi muni hafa för með sér geti hæglega valdið því að aðeins sterkefnaðir aðilar hafi tök á að hefja skógrækt. Mótmælti framkomnu frumvarpi um loftlagsmál Fundurinn mótmælti einnig fram- komnu frumvarpi um loftlagsmál en María E. Ingvadóttir formaður FsS flutti ályktunina sem var eftirfarandi: „Aðalfundur Félags skógareig- enda á Suðurlandi haldinn að Geysi 5. maí 2012 mótmælir framkomnu frumvarpi um loftslagsmál (heildar- lög, EES-reglur), 751. mál., en sam- kvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að kolefnisbinding í gróðri verði eign ríkisins. Skógareigendur telja að þar sé vegið nærri eignarréttinum og ekki gefið að það standist stjórnarskrá. FsS beinir því til Alþingis að ákvæði um eignarhald á kolefnis- bindingu í skógi verði endurskoðað með tilliti til framangreinds og ákvæði sett inn í frumvarpið sem kveður skýrt á um eign landeigenda á kolefnisbindingu í gróðri." Fögnuðu orðum ráðherra á Búnaðarþingi um mikilvægi nytjaskógræktar Þrátt fyrir mótmæli við fram komn- um stjórnarfrumvörpum fögnuðu undarmenn þó góðum skilningi sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, Steingríms J. Sigfússonar, á mikilvægi nytjaskógræktar í landinu. Sá skilningur kom glöggt fram í ræðu ráðherra á Búnaðarþingi 2012, en þar sagði hann meðal annars: „Landshlutaverkefnin í skógrækt hafa nú starfað samkvæmt núverandi skipulagi í einn og hálfan áratug. Skógrækt hefur að mínu mati þegar sannað gildi sitt sem búgrein til við- bótar við allt annað gildi sem hún hefur, þar með talið sem viðbrögðum við loftslagsvandanum. Þessi starf- semi hefur óhjákvæmilega orðið fyrir skerðingu á síðustu árum en með batanadi fjárhag ríkisins verður vonandi vilji til að efla hana á ný." Fundarmenn leggja ríka áherslu á að stuðningur við landshlutaverk- efnin í skógrækt verði aftur færður í það horf sem samið var um í upphafi, þannig verði unnt að efla nytjaskóg- rækt og auka framboð skógarafurða og auðga þannig atvinnulíf lands- manna og bæta hag þjóðarinnar, til dæmis með gjaldeyrissparandi framleiðslu. Aukin skógrækt endur- heimtir einnig gróðurþekju landsins og auðgar umhverfið. Fundarmenn undirstrikluðu af gefnu tilefni að það er lykilatriði að kolefnisbinding skóga er ekki auð- lind, heldur afurð og allar afurðir skóga séu eign skógareigenda. Aðalfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi: Mótmælir harðlega frumvörpum um umhverfismat og loftlagsmál

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.