Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 20122 Á dögunum gáfu Bændasamtök Íslands út bækling með nafninu Tollar og íslenskur landbúnaður. Eins og nafnið gefur til kynna er í bæklingnum fjallað um það tollaumhverfi sem íslenskur land- búnaður býr við en einnig dregin upp sú sviðsmynd sem skapast myndi, væru tollar afnumdir. Í ljósi umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu (ESB) er sú spurning gríðarlega mikilvæg en ein meginstoða Evrópusamstarfsins er frjálst flæði vöru milli aðildarlanda ESB, án tolla. Ísland áskilur sér rétt til að taka upp tollverndarmál í samningum Samráðshópur um utanríkisvið- skipti/utanríkistengsl og tolla- mál vegna aðildarumsóknarinnar hefur fjallað um athugasemdir Bændasamtakanna. Í bréfi frá formanni samráðshóps um utanríkisviðskipti/utanríkistengsl og tollamál, þar sem athugasemdum við drög að samningsafstöðu er svarað, kemur fram að í drögum að samningsafstöðu í umræddum köflum sé lögð skýr áhersla á mikil- vægi tollverndar í íslenskri landbún- aðarstefnu. Bent er á að í samningsafstöðu Íslands í 11. kafla, sem fjallar um landbúnaðarmál, sé gerður fyrirvari sem tengi viðræður um þann kafla við viðræður um utanríkisviðskipti og tollamál. Með því áskilji Ísland sér rétt til að taka upp tollverndarmál í landbúnaði áður en viðræður um utanríkisviðskipti og tollamál verði til lykta leidd. Af svarinu að dæma má því ætla að samninganefnd Íslands gagnvart ESB ætli sér að fylgja varnarlínum Bændasamtakanna í þessum efnum og gera kröfu um að Ísland geti, ef af aðild verður, eftir sem áður lagt tolla á innfluttar búvörur. Tollaumhverfi og landbúnaðarstefna Í bæklingi Bændasamtakanna er, auk tollaumhverfis, fjallað um land- búnaðarstefnu stjórnvalda og dregin upp mynd af þeim alþjóðasamn- ingum sem Ísland er aðili að hvað varðar viðskipti með landbúnaðar- vörur. Einkum er þar horft til ESB og Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO. Afnám tolla myndi ryðja innlendri framleiðslu út Í bæklingnum er það rakið að ef af afnámi tolla á búvörur yrði myndi fjársterkum aðilum reynast auðvelt að ryðja innlendri framleiðslu af markaði í ýmsum vöruflokkum. Fyrst myndi verða vart við slíka samkeppni í vöruflokkum þar sem afurðir hafa stuttan framleiðslutíma, hátt hlutfall breytilegs kostnaðar við framleiðslu og gott geymsluþol. Þar má nefna egg, osta, kartöflur og ýmsar garðyrkjuafurðir. Fleiri vöru- flokkar myndu svo fylgja í kjölfarið. Sú innlenda framleiðsla sem myndi standa eftir yrði takmörkuð og mjög erfitt yrði að halda úti stoð- þjónustu fyrir landbúnaðinn undir þeim kringumstæðum. Þá myndi reynast erfitt að reka ýmsar afurða- stöðvar vegna þess hversu veikar greinar stæðu að þeim. Krafist heimildar til álagningar tolla Bændasamtökin hafa lagt áherslu á það í varnarlínum þeim er þau hafa sett fram vegna aðildarumsóknar- innar að í samningum við ESB verði sú krafa gerð að áfram verði heimild til að leggja tolla á búvörur frá löndum ESB. Nú er unnið að drögum að samningsafstöðu í köflum 29 og 30 í löggjöf ESB í aðildarviðræð- unum, en þeir kaflar fjalla um utan- ríkisviðskipti/utanríkistengsl og um tollamál. Bændasamtökin hafa gert athugasemdir við þau drög sem liggja fyrir, m.a. hvað varðar tolla. Meðal annars er bent á að skýra fyrirvara skorti varðandi sjálfstæðar heimildir Íslands í tollamálum land- búnaðarins. Samtökin krefjast þess að í samningaviðræðunum verði krafist heimildar fyrir Ísland til að leggja tolla á allar innfluttar búvörur frá ESB og frá þriðju ríkjum. Fimmtudagurinn 14. júní er alþjóðlegur prjónadagur og af því tilefni ætlar prjónakonan Hafdís Bára Steinarsdóttir frá Stokkseyri að halda daginn hátíðlegan á Selfossi. „Mig langar að fá konur til að hittast og prjóna saman og þannig deila áhugamáli sínu. Ég hef stað- ið fyrir prjónakaffi á Stokkseyri á fimmtudagskvöldum ásamt vinkonu minni. Þar hefur verið fín mæting, um 15 konur sem koma reglulega og mikill áhugi er fyrir prjónaskapnum. Sjálf er ég mikil áhugamanneskja um að prjóna og búin að fara á nokkur námskeið. Ég er búin að fá for- svarsmenn prjónablaðsins Lopa og Bands til að koma á alþjóðlega prjónadaginn og vonast einnig til að fá kynningu frá Ístex og prjónablaðinu Tinnu,“ segir Hafdís Bára en haldið verður upp á daginn í Bæjargarðinum á Selfossi við ráðhúsið. /ehg Heldur alþjóðlegan prjónadag á Selfossi Fréttir Tollvernd í landbúnaði verður tekin upp í samningaviðræðum við ESB - Samkvæmt bréfi formanns samráðshóps um utanríkisviðskipti/utanríkistengsl og tollamál Fyrirhugað er að halda þrjú námskeið á þremur stöðum um miðjan júní, Stóra Ármóti, Hvanneyri og á Akureyri. Námskeiðin hefjast kl. 10.00 fyrir hádegi og þeim lýkur kl. 18.00. Skráning: Þeir sem óska eftir að sækja fyrirhuguð námskeið eru vin- samlegast beðnir að skrá þátt- töku til Bændasamtaka Íslands fyrir 1. júní. Unnt er að skrá þátttöku í síma 563 0300 eða með tölvupósti til bella@bondi. is Bændasamtök Íslands. Námskeið: Gæðastýring í sauðfjárrækt Sérgreinadýralækni Matvæla- stofnunar (MAST) blöskrar sá mikli fjöldi dýraverndarmála sem upp hefur komið í vetur og segist ekki hafa vitað verra ástand frá því hann tók við stöðunni árið 2009. Þá sé mikið áhyggjuefni hversu seint mál berist inn á borð stofnunar- innar en oft sé komið í algjört óefni þegar tilkynnt sé um slæma með- ferð dýra. Hann leggur áherslu á að það sé skylda allra sem viti af brotum af þessu tagi að láta þar til bær yfirvöld vita. Í lok aprílmánaðar var tæplega 50 kindum af tveimur bæjum á Austurlandi lógað vegna vanfóðr- unar. Áður hafði viðlíka fjölda verið lógað á bæjunum af sömu ástæðu. Þá kom upp slæmt mál á bæ á Vesturlandi, auk fleiri mála sem ekki hafa verið talin jafn alvarleg. Kært í 22 málum á árunum 2007 til 2010 Í frétt sem birtist í Bændablaðinu í febrúar á síðasta ári var greint frá því að MAST hefði á árabilinu 2007 til og með 2010 lagt fram 22 kærur vegna brota á dýraverndarlögum, lögum um búfjárhald og aðbúnaðar- reglugerðum. Miklum mun fleiri mál hafa hins vegar komið upp á umræddu tímabili. Meðal annars er tekið dæmi um að á árinu 2009 hafi verið lagðar fram tvær kærur, en þau dýraverndarmál sem hafi komið til kasta héraðsdýralækna sama ár hafi að minnsta kosti verið 72 talsins. Í ársskýrslu MAST fyrir árið 2011, sem nýlega er komin út, er til- tekið að 26 mál er varða dýravelferð hafi komið upp hjá héraðsdýralækn- um á síðasta ári. Er listinn þó ekki tæmandi, enda er málafjöldinn það ekki hjá sumum embættunum. Til að mynda er tekið svo til orða þegar farið er yfir málin í Suðurumdæmi: „Nokkur afskipti voru höfð vegna útigangs búsmala, einkum hrossa.“ Þá eru ótalin þau mál sem komu upp varðandi aðbúnað gæludýra í umdæmum héraðsdýralæknanna. „Ótrúlegt ástand“ Þorsteinn Ólafsson sérgreinadýra- læknir MAST, sem hefur umsjón með heilbrigði, velferð og aðbúnaði nautgripa, sauðfjár og geita, segir að sér blöskri þau horfóðrunarmál sem hafi komið upp síðasta vetur. „Þetta er bara ótrúlegt ástand. Það hafa komið upp tvö ljót mál á Austurlandi, mjög svæsið mál á Vesturlandi og svo höfum við fengið ábendingar um fleiri mál. Þar hefur ekki verið um að ræða að nauðsyn- legt hafi verið að skera fé en bændum hefur verið veitt tiltal. Þetta á ekki bara við um sauðfé, við höfum séð grindhoraðar folaldsmerar sem eru vanfóðraðar, aðbúnaður hrossa hefur víða ekki verið í lagi og við höfum jafnvel séð dæmi um þetta hjá naut- gripum.“ Þorsteinn segir að erfitt árferði síðasta sumar og minni eða lakari hey séu ekki skýringin í þessum til- fellum sem hafi komið inn á borð Matvælastofnunar. „Það hafa verið til nægjanleg hey á þessum stöðum og þegar þau hafa verið tekin til rannsóknar hefur það verið staðfest. Væntanlega er skýringanna að leita í öðrum þáttum, svo sem óreglu, þung- lyndi eða einhvers konar verkkvíða hjá fólki.“ Hugsanlega verið að fara betur ofan í málin Þorsteinn segir að síðasti vetur sé sá versti í þessum efnum frá því hann tók við sem dýralæknir sauðfjár- sjúkdóma árið 2009. „Ein skýring sem ég get látið mér detta í hug er að eftir að dýralæknakerfinu var breytt og héraðsdýralæknar fóru eingöngu að sinna eftirlitshlutverki, þá hafi þeir meiri tíma og betri tök á því að sinna þessum málum og eftirfylgni við þau. Ég vil meina að nú sé verið að fara betur ofan í þessi mál, eftir þessa breytingu.“ Skylda allra að tilkynna Þorsteinn segir það mikið áhyggju- efni að tilkynningar um illa meðferð húsdýra berist seint til yfirvalda. „Þrátt fyrir að fólk ætti að vita af þessu, nágrannar, ættingjar eða aðrir, þá eru þessi mál iðulega komin í algjört óefni þegar við fáum tilkynn- ingar um þau. Búfjáreftirlitsmenn uppgötva þetta oft í vorskoðunum en þá er staða mála oft orðin svo slæm að of seint er að bæta ærnar fyrir burð. Þetta er samfélagslegt mein og bændur sjálfir verða að standa vakt- ina í þessum efnum. Við hjá stofnun- inni gefum ekki upp nein nöfn ef okkur berast tilkynningar um svona mál. Það er skylda allra að tilkynna svona til héraðsdýralækna eða til Matvælastofnunar.“ /fr Dýralækni blöskrar mikill fjöldi dýraverndarmála – Síðasti vetur sá versti í mörg ár og áhyggjuefni hversu seint mál eru tilkynnt til yfirvalda Þorsteinn Ólafsson. Hafdís Bára Steinarsdóttir. Á dögunum var skýrsla gefin út sem sýnir fram á að ekki er hag- kvæmt að lýsa á kvöldin og yfir nótt í vetrarræktun tómata – þegar raforkukostnaður bænda er lægri – samanborið við hefð- bundinn lýsingartíma að degi til. Í rannsókninni, sem skýrslan lýsir, eru áhrif ferns konar lýsingar könnuð á vöxt, uppskeru og gæði vetrarræktaðra tómata. Afar lítið náttúrulegt ljós á veturna er einn helsti vandinn við vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi og því þörf á tilbúinni lýsingu. Rannsóknin fór þannig fram að tómatar voru ræktaðir undir svoköll- uðum háþrýstum natríumlömpum í fjórum klefum með mismunandi meðferð í hverjum klefa. Könnuð voru áhrif þess að lýsa yfir nótt, auka lýsingu eftir því sem leið á vaxtartím- ann, taka mið af birtustigi utanhúss og svo var einn klefinn með þeirri lýsingaraðferð sem tíðkast alla jafna. Söluhæf uppskera af tómötum reyndist um 15% minni af plöntum sem fengu lýsingu á kvöldin og um nætur miðað við hefðbundinn lýs- ingartíma. Að nota minna ljós á fyrri stigum ræktunarinnar – eftir útplönt- un – leiddi til sambærilegrar upp- skeru og með hefðbundinni lýsingu, og sömuleiðis sú aðferð að draga úr lýsingu í samræmi við sólargeislun. Niðurstöður skýrslunnar leiða í ljós að raforkukostnaður myndi lækka lítillega með nætur- og kvöldlýsingu og skila um 18% minni framlegð en við hefðbundna lýsingu. En lýsing þar sem tillit er tekið til fjölda klasa og sólargeislun sparar um 6% og skilar sá sparnaður um 9% meiri framlegð miðað við hefðbundna lýsingu. Það var Landbúnaðarháskóli Íslands sem hafði umsjón með rann- sókninni, sem var gerð í tilrauna- gróðurhúsinu á Reykjum og unnin í samvinnu við garðyrkjuráðunauta Bændasamtaka Íslands, ylræktar- bændur, Martens Trädgårdsstiftelse og HAMK University of Applied Sciences í Finnlandi. Skýrslan er aðgengileg á slóðinni www.lbhi.is/lisalib/getfile.aspx?ite- mid=5457. /smh Rannsóknarverkefni um vetrarræktun tómata: Lýsing á kvöldin og yfir nótt er óhagkvæm

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.