Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Það ætti að leyfa náttúrunni sjálfri að sjá um burðinn og ekki að grípa inn í ef allt virðist hafa eðlilegan gang. Ef eitthvað er að og vísbendingar um að burðurinn gangi ekki eðlilega athugið þá eftirfarandi: A. Þrýstingshríðir í meira en 2-3 klst. án þess að belgurinn komi. B. Það líður meira en hálf klukku- stund frá því að belgurinn kemur án að sjáist í fóstrið. C. Ekki sjást tvær klaufir koma fyrst. D. Það líður meira en ein klst. í næsta lamb. Hildirnar losna eðlilega eftir 1–3 klst. Taki það lengri tíma getur það verið vísbending um fleiri lömb. Grundvallaratriði við burðarhjálp Þegar ljóst er að burðurinn mun ekki ganga eðlilega og nauðsynlegt er að grípa inn í og finna út hvað er að. Hreinlæti skiptir þá öllu máli. Þungaðar konur og konur með ungabörn á brjósti ættu að forðast að veita ám burðarhjálp, einkum ef vart hefur orðið fósturláts í hjörðinni, en í umhverfi kinda geta leynst bog- frymlar (Toxoplasma gondii) eða list eríusýklar. Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir Mikið að gera hjá Stefáni Friðrikssyni dýralækni á Sauðárkróki: Kind frá Hofi í keisaraskurð - Dýralæknirinn hefur staðið í allt að fimm slíkum aðgerðum á einum degi Þrátt fyrir að sauðburður gengi ágætlega á Hofi í Vatnsdal þá þurfti samt að fara með eina kind í „keisaraskurð“ til dýralæknis í fyrri viku. Gat kindin ekki átt lambið sitt eðlilega og var hún sett í hundabúr og flutt í því á Blönduós. Stefán Friðriksson dýralæknir á Sauðárkróki hefur litla aðstöðu á Blönduósi, en 1. nóvember síð- astliðinn hætti dýralæknirinn á Blönduósi og til skamms tíma var enginn starfandi dýralæknir búsettur í Húnavatnssýslunum, en Ingunn Reynisdóttir, búsett á Syðri-Völlum, skammt frá Hvammstanga hefur hafið störf að nýju eftir hlé. Stór hluti Húnvetninga má ekki fara með kindur í aðgerð til hennar, þar sem hún er staðsett í öðru sauðfjárveikiv- arnahólfi. Stefán Friðriksson sjálf- stætt starfandi dýralæknir hefur þjón- ustað bændur í Húnavatnssýslum frá Sauðárkróki samkvæmt samningi við MAST. Þegar á Blönduós var komið var kindin tekin út úr hundabúrinu og henni gefið róandi lyf og hún deyfð, þar sem skera átti. Aðgerðin tók stuttan tíma, stuttur skurður skorinn á hliðina á kindinni og síðan lítið gat á legið. Svo lítið að það var rétt nógu stórt til að ná lambinu út, en því miður var lambið dautt. Ekki virtist kindin finna mikið fyrir þessu því að hún stóð grafkyrr allan tímann. Þegar Stefán var búin að sauma saman legið var kindin fyrst lögð á hliðina svo að þægilegra væri að sauma skurðinn á húðinni saman. Í spjalli við Stefán sagði hann að hann hefði gert allt að fimm svona aðgerð- ir á einum degi, en starf dýralæknis væri annasamt á þessum tíma árs og mikið væri um afgreiðslu á lyfjum til bænda og ýmis önnur verk. Nefndi hann sem dæmi að fyrr um daginn hefði hann verið að hjálpa kind sem hefði verið snúið upp á legið í eins og í þessari kind sem hann hefði verið að skera upp. Næsta verkefni væri að fara að vana (gelda) fola. Að lokinni aðgerð var kindinni hjálpað á fætur og hún sett aftur inn í hundabúrið og upp á pallbíl og ekið heim að Hofi. /HLJ Þó sauðburður sé langt komin á flestum bæjum landsins, þá eru vandamálin alltaf hin sömu og leiðbeiningar því vel þegnar. Þorsteinn Ólafsson dýralæknir sauðfjársjúkdóma hjá MAST var t.d. með haldgóðar upplýsingar í Bændablaðinu í fyrravor og vísaði þá m.a. í skýringarnar hér að neðan. Hvatti hann menn einnig til þess að búa vel í haginn tímanlega fyrir sauðburð. „Útbúið góða vinnuaðstöðu með góðu, stóru vinnuborði þar sem aðeins eru þeir hlutir sem þarf við sauðburðinn. Góður vaskur með köldu og heitu vatni og hitaketill og pottur til þess að geta soðið vatn og fæðingasnúrur. Tiltæk skal vera fata undir þvottavatn og sótthreinsandi handsápa til að þvo hendur og ytri fæðingarveg áður en vitjað er um. Eigið svo nóg af sleipiefni til að nota við burðarhjálp og munið að sótthreinsa naflastrenginn með joði. Lömbin eru viðkvæm fyrstu sólar- hringana og það er mikilvægt að þau fái brodd á fyrstu þrem klukkutímun- um eftir fæðingu, því hann gefur nær- ingu sem heldur uppi líkamshitanum og mótefni gegn sjúkdómum, m.a. pestarsjúkdómunum lambablóðsótt og flosnýrnaveiki, sem flestar ær eru bólusettar fyrir. Gott er að tryggja að spenarnir séu hreinir, það minnkar líkur á kólísýkingum." Góð ráð á sauðburði Myndir / HLJ - - Burðarhjálp

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.