Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Ármann Elísson er fjórði ætt- liður frá 1908 sem býr í Dölum. Ármann og Jóna Óskarsdóttir tóku við búskap þar árið 1990. Býli? Dalir. Staðsett í sveit? Dalir eru innsti bær í Fáskrúðsfirði. Ábúendur? Ármann Elísson og Jóna Óskarsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Ármann og Jóna, Daníel Ármannsson og Elís Ármannsson, Arnar Ármannsson og Guðrún Sigurðardóttir, Linda Hrönn Ármanndsóttir, Ingimar Guðmundsson og Emilía Rós Ingimarsdóttir. Stærð jarðar? Ræktað land er um 44 ha og heildarstærð er um 5.000 ha. Tegund býlis? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 600 fjár, 4 hestar og 1 folald, 2 kýr og 2 kálfar, 5 hundar og nokkrar hænur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fénu er gefið tvisvar á dag yfir vet- urinn. Á sumrin er svo heyskapur og á haustin eru smalamennskur. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru sauðburður, heyskapur og smala- mennskur. Leiðinlegast er að skafa grindur í fjárhúsunum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðu sniði og nú. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Þau eru í ágætis horfi. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Ágætlega ef við göngum ekki í ESB. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í lambakjöti og mjólkurafurðum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, skyr, sulta, egg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það sem er í matinn hverju sinni, okkur finnst allt gott. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ekkert eitt sérstakt, en það var skemmtilegt þegar þeir Stefán í Teigi og Þórarinn Lárusson komu með heyköggla- verksmiðjuna og köggluðu þurrhey. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Stúlkan á myndunum heitir Emilía Rós Ingimarsdóttir. Dalir Finnskir berjasaftpottar vekja lukku: Spara berjatínslufólki mikla hreinsun á berjum – Pottarnir gefa kost á að búa til fyrirtaks hrásaft á fljótlegan hátt Þó sumarið sé varla hafið og enn sé langt í berjatímann, þá er for- sjált berjatínslufólk þegar farið að undirbúa sig. Þorsteinn F. Þráinsson matreiðslumeistari og S. Eva Friðþjófsdóttir danskennari á Ísafirði flytja inn og selja Muurikka og Opa vörur frá Finnlandi gegnum netverslun sína, muurikka.is. Meðal þess sem þau bjóða upp á er for- láta berjasaftpottur til að framleiða hrásaft úr berjum, rabarbara eða ávöxtum. Þorsteinn segir að í kringum berjatínslu, söftun og jafnvel víngerð í framhaldinu geti skapast skemmtileg stemming. Því sé tilvalið fyrir fjöl- skyldur eða saumaklúbba að slá saman í svona pott, þar sem ekki sé verið að nota hann dags daglega. Þarf ekki að hreinsa berin Þorsteinn segir að svipaðir pottar hafi svo sem áður verið fluttir til landins. Einn helsti kostur þeirra er að ekki þarf að hreinsa berin til að búa til hrásaft og það einfaldar söftun til mikilla muna. Ef þau eru rykug, dugar að skola þau undir rennandi vatni. Vinsælt í Finnlandi „Við kynntumst þessum vörum í Finnlandi árið 2004 og heilluðumst af gæðum og kostum þeirra. Systir mín býr úti í Finnlandi og ég var að leita mér að pönnum til að nota yfir opnum eldi. Þá benti hún mér á Muurikka-vörurnar. Eins benti hún mér á þessa saftpotta og sagði að allar ömmur í Finnlandi ættu svona potta. Fjölskyldurnar færu svo út í skóg seinni partinn í ágúst og tíndu ber til að safta. Þannig myndast skemmtileg fjölskyldustemming og því hef ég hvatt fólk hér á landi til að sameinast um pottakaup, því auðvitað er ekki verið að nota þetta á hverjum degi. Þá má hæglega gufusjóða í pottunum ýmislegt annað, eins og grænmeti eða kjúkling.“ Opa og Muurikka runnu saman í eitt „Ég hef boðið þessar vörur til sölu hér á landi síðan 2007. Þarna er um að ræða tvö vörumerki sem sameinast hafa í eitt fyrirtæki. Ég fékk upphaf- lega umboð fyrir Muurikka, það fyrir- tæki keypti síðan fyrirtækið Opa og heitir Opa Muurikka í dag. Fyrirtækin voru með sitt hvora vörulínuna og eru þær enn framleiddar hvort undir sínu merkinu. Opa var eingöngu að fram- leiða potta og aðar vörur fyrir útieldun, eins og hlóðapotta. Því miður hætti fyrirtækið þó framleiðslu á hlóðapott- unum, en þeir voru orðnir vinsælir hér á landi. Vörur frá Muurikka hafa verið á boðstólum síðan 1970 en Opa-vörur allar götur síðan 1930. Fyrirtækið á í dag í harðri samkeppni við Iittala og er mjög virt í Finnlandi.“ Gefur nýja vídd í matreiðslu „Einföld hönnun og notagildi eru í fyrirrúmi, ásamt þeim markmiðum að nýta hitagjafann og spara orku. Muurikka gefur útieldun nýja vídd í matreiðslu og engin veisla eða sam- koma er of stór eða flókin fyrir hana. Einkunnarorð Opa eru „Arjen sankari“ eða Hversdaghetjan og eru þau orð að sönnu.“ Þorsteinn segir að pottarnir, sem eru í þremur einingum, taki um 10 lítra af berjum í einu eða 5 kg af rabarbara. Hann segist setja í pottinn þrjá lítra af vatni sem síðan sé soðið á hellu eða gasi. Þannig fáist t.d. um 5-6 lítrar af saft úr 5 kg af rabarbara. Heilnæm hrásaft Berin koma ekki í beina snertingu við vatnið en gufan sem stígur upp sprengir þau og safinn streymir niður í pottinn. Að sögn Þorsteins segja sér- fræðingar hjá MATÍS að með þessari aðferð fáist hrein hrásaft. Vegna þess að berin séu ekki soðin fáist úr þeim öll andoxunarefni, næringarefni og litur sem í berjunum er. Fólk ræður því síðan hvort það notar hrásaftina ómengaða eða blandar sykri út í pottinn. Sjálfur segist Þorsteinn setja um 500 grömm af hrásykri í pottinn, þar sem hann gefi saftinni mun skemmtilegra bragð en hvítur sykur. Líka sé hægt að nota púðursykur. Segir hann að miklu betri árangur náist við að safta með þessum hætti heldur en að kaldpressa ber, eins og oft sé gert, og meiri safi og nær- ingarefni náist úr berjunum. Ein suða tekur rétt rúman klukkutíma. Betra að frysta rabarbarann fyrst Það eru þó ekki bara ber sem hægt er að safta í pottunum. Í þeim er t.d. hægt að gera rabarbarasaft, en Þorsteinn segir mikilvægt að frysta rabarbarann fyrst. Ástæðan er sú að við frystinguna verður efnabreyting í rabarbaranum og sýra, sem óæskileg er fyrir fólk, umbreytist í mjólkursýru. (Stilkur rabarbarans inniheldur talsvert magn af oxalsýru sem gerir hann súran. Oxalsýran í rabarbara er í það miklum styrk að hún getur haft óæskileg áhrif á nýrnastarfsemi og ætti að minnsta kosti ekki að neyta mikils af honum. Mikil neysla rabarbara getur einnig eytt glerungi tanna.) Hafa ber í huga að rabarbari úr fyrstu uppskeru á sumri gefur mun meiri saft en úr seinni upp- skerum. Reyndar segir Þorsteinn að ber sem notuð eru þurfi ekki að vera ný, ekkert síðra sé að nota frosin ber til söftunar. Það eigi ekki síst við um krækiberin og þá náist safinn betur úr hratinu. Síðan geti fólk prófað sig áfram og blandað saman ólíkum tegundum til að fá mismunandi saft. Jafnvel mel- ónum, ananas eða öðru – tilvalið fyrir fólk sem hefur gaman af tilraunum í matargerð. Þá þykir kjörið að nota slíka saft til að búa til léttvín. Lánaði pottinn um allt land „Ég er búinn að eiga minn pott í um fjögur ár og það er búið að safta í honum mörg hundruð lítra. Í hitteð- fyrra seldust pottarnir upp í Finnlandi og erfiðlega gekk að fá sendingu hingað. Ég greip þá til þess að lána pottinn minn til fólks þvers og kruss um landið. Ég fékk sendingu síðast- liðið haust og önnur sending er að koma nú um næstu mánaðamót. Við fylgjum að sjálfsögðu öllum almennum reglum um ábyrgðir og vöruskil sem gilda um seljendur á vörum og þjónustu. Hikið ekki við að hafa samband við okkur í gegnum muurikka.is, komi upp einhver vanda- mál eða bara sökum forvitni.“ Þorsteinn starfar dagsdaglega hjá Gúmmíbátaþjónustunni ehf. á Ísafirði en tekur þó að sér þar fyrir utan að sjá um veislur og annað þegar færi gefst. Salan á vörum Opa Muurikka tekur þó æ meiri tíma vegna aukinnar sölu. Hér eru svo dæmi um uppskriftir af vefsíðu muurikka.is: Rabarbarasaft Einfalt er að laga góða rabarbarasaft í saftpottinum frá Opa. 5 kg gróft skorinn rabarbari. 500 gr hrásykur. Setjið ca 3 lítra af vatni í pottinn, látið rabarbarann í sigtið og hellið úr einum pakka af hrásykri (500 gr) yfir. Setjið pottinn á eldavél og kveikið undir. Þegar suðan kemur upp er gott að lækka aðeins undir og eftir ca 1 klst. ættuð þið að vera komin með ca 5 lítra af rabarbarasaft. Rabarbara- og eplasaft 2,5 kg rabarbari. 2,5 kg epli (gul eða rauð eftir smekk hvers og eins, ég nota frekar gul). 250 gr hrásykur. Skolið rabarbarann og skerið í 3-4 cm langa bita. Skolið eplin og skerið í báta (hýðið má vera á). Setjið ca 3 lítra af vatni í pottinn, látið rabarbarann og eplin í sigtið og hellið hrásykri yfir. Setjið pottinn á eldavél og kveikið undir. Þegar suðan kemur upp er gott að lækka aðeins undir og eftir ca 1 klst. ættuð þið að vera komin með ca 5 lítra af rabarbara- og eplasaft. /HKr. Þorsteinn F. Þráinsson matreiðslu- meistari með saftpottinn góða.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.