Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Íslensk hönnun S ú nýbreytni var tekin upp í byrjun maí að halda sýninguna Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur í sumar- byrjun, en hún hefur fram að þessu ávallt verið haldin að hausti. Vel þótti til takast og lagði margt gesta leið sína í Ráðhúsið til að líta á brot af því besta sem íslenskir hönnuðir og handverksfólk hafa fram að færa nú um mundir. Voru sýnendur sem blaðamaður Bændablaðsins ræddi við ánægðir með helgina og sögðu að aðsóknin hefði farið fram úr þeirra björtustu vonum, þannig að greinilega er grundvöllur fyrir því að halda sýninguna tvisvar á ári. /ehg Handverk og hönnun að sumri Guðmundur Örn Ólafsson kynnti vörur sínar undir merkinu Horny Viking, en hann fæst meðal annars við hnífasmíði og vinnur með horn. Hugrún Ívarsdóttir frá Akureyri kynnti vörur sínar en hún sækir innblástur í laufabrauð og rekur Laufabrauðssetrið. Katrín Jóna Grétarsdóttir úr Mos- fellsbæ sýndi muni sem hún vinnur kyns fígúrur sem vöktu athygli. Ása Tryggvadóttir keramiker sýndi stilkana sína sem hún mótar eftir hvönn.Þórdís Jóhannsdóttir Wathne hannar þetta glæsilega hálsskraut undir merkinu Spunadís. Myndlistarkonan Sigurborg Stefánsdóttir sýndi fallega púða. Ragga Ólafs sýndi töskur, klúta og púða sem hún útbýr en í púðana notar hún gömul útsaumsverk og endurnýtir í nýjan nytjamun.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.