Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 20128 Sigurður Guðjónsson, formaður Æðarræktarfélags Skagafjarðar (ÆS), segist hafa áhyggjur af því að ýmsa sé farið að klæja í gikkfingurinn við tilhugsunina um að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Ástæðan er sú að æðarfugl, sem hefur verið friðaður á Íslandi síðan um miðja nítjándu öld, er réttdræpur í ríkj- um Evrópusambandsins. „Ef farið verður að leyfa veiðar á æðarfugli eins og í Evrópusambandinu, hvert erum við þá komin? Þá finnst mér firringin vera ansi langt gengin. Þetta er mesti nytjafugl Íslendinga og á það höfum við verið að benda. Svo virðist sem sumir séu tilbúnir að ganga ansi langt í að gefa eftir ýmis hlunn- indi, eins og dúntekju, í skiptum fyrir aðild að Evrópusambandinu.“ Refur og minkur til stórvandræða Sigurður segir að minkar og refir séu miklir skaðvaldar í æðarvarpi. Mikið hafi dregið úr opinberum stuðningi við veiðar á þessum dýrum og alvarlegt skilningsleysi virðist ríkja meðal ráðamanna hjá sveitarfélögum og ríki. Í síðustu viku var t.d. kominn refur í varp- landið hjá Merete Rabölle á Hrauni á Skaga. Viðvera hans olli því að enginn fugl þorði að fara þar upp í varpið. „Nú er hætt að greiða mönnum tímakaup og aksturspeninga fyrir veiðar á ref og mink, þess í stað fá veiðimenn kvóta fyrir ákveðnum fjölda dýra. Það gerir það að verkum að veiðimaður, sem þarf kannski að aka 56 km frá Sauðárkróki út á Hraun á Skaga og nær engu dýri, fær ekkert upp í kostnað.“ Það er á valdi sveitarstjórna hvernig staðið er að veiðum á ref og mink. Þær geta síðan sótt um framlag frá ríkinu. Skilningsleysi er stærsti vandinn Sigurður segir að vandinn í dag snúist ekki síst um skilnings- leysi ráðamanna á verkefninu. Sveitarstjórnarfólk sé æ minna tengt sveitum og atvinnulífi og þekki vandann oft ekki af eigin raun. „Þetta er stórvandamál um allt land. Ég get nefnt sem dæmi að hér í Skagafirði er mikið og stórt frið- land rétt hjá Sauðárkróki sem nefnist Borgarskógar milli Héraðsvatna frá suðurenda Miklavatns og langleiðina fram í sjó. Það hefur verið kjörlendi fyrir mófugla og vaðfugla en refur hefur gengið þar óáreittur í um þrjú ár.“ Refurinn drepur allan fugl, engin úrræði og hver vísar á annan „Nú er svo komið að nær allur fugla- söngur er þagnaður í friðlandinu, refurinn drepur allan fugl. Sama má segja um allt land. Hann skokkar bara um sveitirnar alls óhræddur við mannfólkið enda fær hann að vera óáreittur. Ég hef gengið á milli þeirra stofnana sem um þessi mál eiga að fjalla til að fá menn til að taka á málinu, en þar vísar hver á annan.“ Sigurður segir að þó refur eigi fullan rétt á sér í landinu verði menn að hafa skilning á því að það verði að hemja viðgang hans. Hann sé stór skaðvaldur fyrir allt fuglalíf landsins og þá sé til lítils að friða hinar og þessar fuglategundir fyrir veiðum manna. Þetta ættu þeir sem nú vilja ólmir ganga í Evrópusambandið að hafa í huga, þar sem því fylgi friðun á refnum. Tók þátt í atvinnulífssýningu í Skagafirði Æðarræktarfélag Skagafjarðar kynnti starfsemi sína á atvinnulífssýning- unni „Skagafjörður-lífsins gæði og gleði” sem haldin var á Sauðárkróki dagana 27. og 28. apríl sl. Merete Rabölle á Hrauni á Skaga og Helga Ingimarsdóttir í Höfnum áttu veg og vanda af þátttöku ÆS í sýningunni ásamt Sigurði, þó fleiri hafi komið þar að málum. Sigurður segir að þrátt fyrir nafnið Æðarræktarfélag Skagafjarðar teygi félagið anga sína nokkuð inn í Austur-Húnavatnssýslu. Reyndar nær félagssvæðið frá Fljótum að austan inn að ósum Héraðsvatna beggja vegna, út Reykjaströnd, um Hraun á Skaga og í Hafnir og inn með vestanverðum Skaga, sem tilheyrir reyndar Austur-Húnavatnssýslu. Vestasti félaginn er svo skráður á Þingeyrum. Ekki eru þó allir félags- menn virkir æðarbændur en hafa samt einhver tengsl við greinina. Þá segir Sigurður að áhugafólk sé velkomið í félagið. Það hafi upphaflega heitið Æðarverndarfélag Norðurlands vestra en Vestur-Húnvetningar hafi dregið sig út úr því og þá hafi nafninu verið breytt. Félagar eru nú um 20 talsins. „Við vorum með 10 fermetra bás og kynntum æðarrækt bæði í héraði og á landsvísu, svo kynntu þrjár konur úr félaginu framleiðslu sína. Viðtökur fóru fram úr björtustu vonum.“ Sigurður segist hafa átt mikið og gott samstarf um sýninguna við Guðbjörgu H. Jóhannesdóttur, hlunn- indaráðgjafa Bændasamtaka Íslands, sem m.a. hafi útvegað ýmislegt efni til sýningarinnar. Áhugi á að efla vinnslu á dúni Umtalsverð dúntekja og fram- leiðsla henni tengd er á svæði ÆS. Má þar t.d. nefna fyrirtækið Hrauna Æðardún í Fljótum, þar sem Björk Pétursdóttir hefur rekið gallerý og sýnt þar margvíslegar framleiðslu- vörur sem æðardúnn er notaður í. Segir Sigurður vaxandi áhuga fyrir því að nýta dúninn meira hér heima í margvíslegar framleiðsluvörur í stað þess að selja hann að mestu lítt eða ekki unninn úr landi. Með því ætti að vera hægt að ná meiri virðisauka í greininni, auk þess sem kringum það skapist afleidd atvinnutækifæri. /HKr. Gríðarlegur fjöldi fólks mætti á Sunnlenska sveitadaginn laugar- daginn 5. maí á Selfossi og tókst dagurinn í alla staði frábærlega. Jötunn Vélar og Vélaverkstæði Þóris eiga heiður skilinn fyrir daginn og hversu vel var staðið að honum. Sú nýjung að halda Íslands- meistarakeppni í baggakasti í kvenna- og karlaflokki vakti hvað mesta athygli, en fjölmargir reyndu sig í kastinu. Það fór þannig að lokum að Emil Ingi Haraldsson á Eyrarbakka varð Íslandsmeistari í karlaflokki og Jóna Þórunn Ragnarsdóttir á Selfossi Íslandsmeistari í kvenna- flokki . Þau eru hér á einni mynd- inni með verðlaunin sín og hinar myndirnar voru teknar í keppninni, sem var æsispennandi, enda sáust þar mörg glæsileg tilþrif. Myndirnar tók Magnús Hlynur Hreiðarsson. Úrslitin í keppninni voru annars þessi: Karlar 1. Emil Ingi Haraldsson 7,98 - Íslandsmet 2. Guðlaugur Björgvinsson 7,86 3. Haraldur Einarsson 7,73 Konur 1. Jóna Þórunn Ragnarsdóttir 4,66 - Íslandsmet 2. Silja Rún Kjartansdóttir 4,40 3. Gunnhildur Jónsdóttir 3,89 Fréttir Í grein um Íslenska hönnun, bls.. 52 í Bændablaðinu dags. 3. maí sl. var ranglega getið um heimabæ bátasmiðjunnar Ikan, sem sögð var vera á Akranesi. Hið rétt er að hún er í Borgarnesi og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Í greininni var fjallað um fyrir- tækið Sólhúsgögn sem er að miklu leyti þjónustuaðili og hönnunarstofa fyrir íslenska hönnnuði. Þar sagði m.a. „Þetta er samstarfsverkefni Sólóhúsgagna og G.Á húsgagna, þar sem Sólóhúsgögn framleiða stellið, gæran kemur frá Loðskinni á Sauðárkróki, og plastskelin, sem unnin er úr trefjaplasti, er framleidd af bátasmiðjunni Ikan.“ Það skal áréttað að þessi smiðja er í frumkvöðlasetri og bátasmiðju í Brákarey við Borgarnes. Hér eru Þorsteinn Máni Árnason og María Sigurjónsdóttir að vinna plast- skeljar í stólana frá Sólhúsgögnum, hjá Ikan í Borgarnesi Leiðrétting - Bátasmiðjan Ikan: Er staðsett í Borgarnesi Emil og Jóna Íslandsmeistarar í baggakasti 2012 Jóna Þórunn Ragnarsdóttir Íslandsmeistarai í baggakasti kvenna kastaði heybagganum 4,66 metra og setti um leið Íslandsmet. Emil Ingi Haraldsson varð Íslandsmeistari í baggakasti karla og kastaði bagganum 7,98 metra sem einnig er Íslandsmet. Myndir /MHH Formaður Æðarræktarfélags Skagafjarðar: Óttast um afdrif æðarræktar ef Ísland gengur í Evrópusambandið - Félagið tók þátt í vel heppnaðri atvinnuvegasýningu í Skagafirði nýverið Sigurður Guðjónsson. - maður ÆS, Helga Ingimarsdóttir í Höfnum, Merete Rabölle á Hrauni á Skaga og Sólveig Olga Sigurðardóttir, dóttir formannsins, sem hafði umsjón með tölvu- og prentmálum fyrir sýningu hópsins. Björk Pétursdóttir rekur gallerý á Hraunum í Fljótum og Helga Ingimarsdóttir í Höfnum selur vottaða framleiðslu undir vörumerkinu „Úr hreiðri í sæng“. Merete Rabölle á Hrauni á Skaga í bás ÆS á atvinnulífssýningunni á Sauðárkróki. Hún selur dúnsængur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.