Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Í baráttunni gegn útbreiðslu sauð- fjársjúkdóma sem bárust til lands- ins með innfluttu fé árið 1933 var landinu skipt upp í sauðfjársjúk- dómavarnarhólf. Víða um land voru reistar mæðiveikigirðingar sem oft voru ótrúlega mikil mann- virki, tvöfaldar girðingar jafn vel margra tuga km langar. Það voru einnig dæmi þess að girt var með- fram stórum vatnsföllum eins og Hvítá í Árnessýslu. Til þess að auð- velda aðskilnað kinda fékk hvert varnarhólf sinn lit og voru horn og krúna kinda máluð með þeim lit. Seinna þegar farið var að nota plasteyrnamerki í kindur voru þau með mismunandi liti. Þegar endanlega hafði tekist að útrýma lungnasjúkdómunum mæðiveiki og votamæði um miðjan 7. áratug síðustu aldar héldu varnar- hólfin gildi sínu í baráttu við aðra sauðfjársjúkdóma eins og garnaveiki sem barst til landsins með sama inn- flutningi og mæðisjúkdómarnir, riðu sem barst til landsins á 8. áratug nítj- ándu aldar og fjárkláða sem tókst að útrýma í lok aldarinnar. Jafnframt hafa hólfin verið gagnleg til að hindra útbreiðslu annarra sjúkdóma eins og kýlapestar, tannloss, lungna- pestar og kregðu. Með auglýsingu nr. 793/2009 um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma voru allmargar varnarlínur felldar niður. Þeirri auglýsingu var svo breytt með auglýsingu nr. 867/2010. Í þeirri auglýsingu sem hægt er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar koma fram nöfnin á varnarhólfunum 26 og varnarlínunum sem aðskilja þau. Við ákvörðun um niðurfellingu varnarlínanna var fyrst og fremst horft til þess að leggja niður línur þar sem sjúkdómastaða varðandi riðu og garnaveiki væri sambærileg í samliggjandi hólfum. Ákveðið var að láta litamerking- arnar halda sér þrátt fyrir að strangt til tekið væri ekki lengur bannað að fara með kindur um þessi stóru varnarhólf nema þar sem ákvæði riðureglugerðar og garnaveiki- reglugerðar bönnuðu það. Talið er að litirnir gagnist við smalamennskur og sundurdrátt fjár í réttum. Innan hólfanna er nefnilega misjafnt heilsu- far sauðfjár, bæði svæðisbundið og milli bæja. Þess vegna er mikilvægt að draga aðkomufé sem fyrst úr safninu í smalamennskum. Innan varnarhólfa ættu menn alls ekki að selja fullorðnar ær milli hjarða. Breyting og leiðrétting á litum sauðfjármerkja Í reglugerð nr. 289/2005 um merk- ingar búfjár með breytingu 868/2010 segir í 3. mgr. 6. gr.: Litir forprent- aðra plötumerkja í sauðfé og geitfé skulu vera í samræmi við skráningu Matvælastofnunar í tölvuskráningar- kerfinu MARK. Matvælastofnun hefur nú ákveðið eftirfarandi breytingar á litamerk- ingum sauðfjár og geita frá og með næstu áramótum. Í Húnahólfi verður notaður gulur litur, var áður brúnn. Í Suðausturlandshólfi austan Hornafjarðarfljóts verður not- aður gulur litur, var áður blár. Í Eyjafjalla- og Vestur-Skaftafells- sýsluhólfi verður hvítur litur milli Markarfljóts og Jökulsár á Sólheimasandi, var áður grænn. Í Grímsnes- og Laugardalshólfi verður fjólublár litur var áður blár. Í Biskupstungnahólfi verður grænn litur var áður blár. Syðst í Norðausturlandshólfi í Jökulsárhlíð og Jökuldal norð- an Jökulsár að undanskildum Möðrudal verður gulur litur, en þar var fjólublár litur. Rökin fyrir þessum breytingum eru þau að bændur í Húnahólfi hafa óskað eftir því að fá að hætta að nota brúnan lit vegna þess hve erfitt er að lesa af brúnum merkjum. Í austurhluta Suðausturlandshólfs er ennþá sami litur og er í Austfjarðahólfi, en Hamarsfjarðarlína skilur þessi hólf að. Þó er talið hag- ræði að því að hafa annan lit austan Hornafjarðarfljóts en er vestan fljóts- ins, þar sem liturinn er grár. Undir Eyjafjöllum er ennþá grænn litur eins og er í Rangárvallahólfi, en Markarfljót er varnalína þar á milli. Talið er hagræði að því að hafa annan lít á þessu svæði en er í Mýrdal. Ekki er talið eðlilegt að Grímsnes- og Laugardalshólf annars vegar og Biskupstungnahólf hins vegar séu með sama lit og Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf, vegna þess að öll þessi hólf eru aðskilin með aðalvarnarlínum. Jökulsárhlíð og Jökuldalur eru aðskilin frá Vopnafirði með aukavarnarlínu svokallaðri Smjörfjallalínu. Sunnan þeirrar línu hefur verið garnaveiki og riðuveiki þannig að þar er eðlilegt að hafa annan lit en er norðan hennar. Framkvæmdin á þessari breytingu verður þannig að ætlast verður til þess að lambamerkin verði í nýjum lit vorið 2013 og fullorðinsmerkin að hausti. Ekki verður ætlast til þess að skipt verði um merki í kindum sem nú þegar eru komnar með fullorðins- merki en mönnum verður í sjálfsvald sett hvort þeir gera það. Þorsteinn Ólafsson sérgreinadýralæknir Breyting á litum á sauðfjármerkjum Jón og Eline á Hofi í Vatnsdal samtvinna skógrækt og sauðfjárbúskap: Gera fjárhelda girðingu úr lifandi Alaskavíði Stundum hefur verið sagt að sauð- fjárbúskapur og skógrækt eigi enga samleið, en þau Jón og Eline á Hofi í Vatnsdal hafa lengi stundað skógrækt með fjárbúskapnum og hefur hvort tveggja gengið vel. Fyrir um 10 árum gerðu þau tvö rúmlega 100 metra skjólbelti rétt austur frá fjárhúsunum með því að gróðursetja þar Alaskavíði. Á þessum 10 árum hefur Alaskavíðirinn náð allt að fjögurra metra hæð og er vel þéttur, þrátt fyrir að í Vatnsdal sé stundum mikill kuldi á nóttunni töluvert fram eftir vori, svona innarlega í dalnum, en til jafn- vægis við kuldann koma oft margir mjög heitir dagar á sumrin. Í frétt á vef Norðurlandsskóga, www.nls.is, frá 30.apríl er greint frá tilraunum þeirra á Hofi og Norðurlandsskóga til að gera fjár- helda girðingu úr skjólbeltinu með því að saga í stofnana og skekkja skjólbeltið. Aðferð þessi er vel þekkt í Englandi, kallast þar „hedge laying“ og er notuð í stað girðinga í miklum mæli. Gaman verður að fylgjast með því hvernig þessu reiðir af hér á Íslandi. Meira er hægt að lesa um tilraunina á vef Norðurlandsskóga á vefsíðunni www.nls.is. /HLJ Eline Manon Schrijver að setja plastmerki og örmerki í nýfædd lömb og dót- tirin Lara Margret Jónsdóttir sá um allar færslur inn í fjárbókina. Á nokkrum bæjum er verið að taka upp örmerki sem sett eru með plastmerkjatönginni í annað eyru lambanna, en fyrst var farið að setja örmerki í eyri á sauðfé í kring um 2007 og er enn verið að vinna í að fullkomna forritið. Mynd/ HLJ Íslenska pönnukökupannan .... eins og amma notar - síðan 1950 www.beggubud.is Auðvelt að panta! - á netinu, með tölvupósti eða í síma 571 9797 Íslenskur lopi í miklu úrvali Aðall frá Nýja-Bæ IS1999135519 Dómur. Bygging 8,13 . Hæfileikar 8,97. Aðaleinkun 8,64. Verður í húsnotkun á Vindheimum í skagafirði. Uppl. hjá Róbert Loga í síma 898-8117. Síðan heima í Nýja-Bæ eftir 20. júní. Verð á folatolli kr. 70.000,- með öllu án vsk. Uppl. í síma 435-1233 Ólöf, 893-7616 Kristinn og kr@vesturland.is Nokkur pláss laus.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.