Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Vélabásinn Can-Am Outlander T3 Max 650 dráttarvél: Hvenær er fjórhjól fjórhjól og hvenær er fjórhjól dráttarvél? Í síðustu viku kom til landsins fjór- hjól af gerðinni Can-Am, skráð sem dráttarvél. Fyrir vikið er það á mun lægra verði en hefðbundin fjórhjól og er ekki skoðunarskylt eins og venjuleg ökutæki. Því má 16 ára unglingur með dráttarvél- arökuréttindi keyra það Fjórhjólið/dráttarvélin heitir Can- Am Outlander T3 Max 650 og er með 649,6 rúmsentimetra vél sem á að skila 61 hestafli (45kW). Mér bauðst að prófa hjólið hjá Ellingsen og þar sem hjólið er skráð sem traktor og kemst ekki nema upp í 40 km hraða setti ég það á kerru, ók upp undir Vífilfell og prófaði í gömlu moto- crossbrautinni sem þar er. Hentar ekki sem leiktæki Dráttarvél er ekki skemmtilegasta leikfang til leiks í motocrossbraut, en ég náði að skemmta mér ágæt- lega í þessum þrem hringjum sem ég ók í brautinni (úthaldið leyfði ekki meira). Miðað við önnur fjór- hjól sem ég hef keyrt er fjöðrunin mýkri á þeim venjulegu, en þar sem þetta fjórhjól er aðallega ætlað til vinnu er svo sem eðlilegt að það sé ekki það hentugasta í svona braut. Hámarkshraði er eins og áður segir aðeins 40 km á klukkustund og sé reynt að fara hraðar kokar mótorinn og vart verður við gangtruflanir. Þær hætta strax og komið er aftur niður í 40. Upplagt í girðingarvinnu Gott spil er framan á hjólinu sem bæði er hægt að stjórna með takka á stýrinu og einnig handstýringu með tveggja metra kapli, sé maður að vinna með spilið við hliðina á hjólinu – upplagt til að strekkja girðingarstrengi í girðingarvinnu. Geymsluhólf eru tvö undir böggla- bera að aftan og er annað þeirra vatnshelt. Bögglaberar eru bæði að aftan og framan og má setja 45 kg á þann fremri og 90 kg á hinn aftari. Mikil dráttargeta Sökum mikils burðarþols að aftan er hægt að panta pall á hjólið/ traktorinn sem aukabúnað. Can- Am getur dregið 500 kg kerru án bremsubúnaðar, en 750 kg kerru með bremsubúnaði. Hjólið kemur með hlífum fyrir framan hendurnar, sem er mjög gott til að verja mann fyrir kulda, bleytu og grjótkasti. Í stýrinu er takki til að stilla stýristjakkinn (3 stillingar), en ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir prufuaksturinn þegar starfsmenn Ellingsen sögðu mér frá þessum munaði. Það þýddi að sjálfsögðu einn aukahring í nágrenni Ellingsen og ég vandaði mig sérstaklega við að keyra á töluverðri ferð á kantstein- ana. Þessi búnaður er klár snilld, engin högg upp í hendurnar og stýrið fislétt. Hefði ég áttað mig á þessum búnaði í motocrossbrautinni hefði úthaldið sennilega gefið mér þrjá aukahringi í brautinni. Ósáttur við sæti og hraðatakmörk en verðið er hagstætt Tvennt var ég ósáttur við. Annars vegar sætið, en ég tel betra að vera með venjulegt sæti eins og er á flestum fjórhjólum; þó svo að tækið sé skráð sem traktor er engin skylda að vera með traktors- sæti. Hámarkshraðinn mætti vera meiri en 40 km. (Hugsanlega hægt að auka hann eitthvað með því að stækka dekkin um þrjú númer, nægt er plássið, en ekki segja nokkrum manni frá því.) Hafa ber þó í huga að þetta tæki er nú einu sinni drátt- arvél og kostar um 700.000 krónum minna en sambærilegt fjórhjól á fjór- hjólatollum. Dráttarvélin Can-Am Outlander T3 MAX 650 EFI kostar 2.490.000 krónur, en sambærilegt fjórhjól frá Can-am á fjórhjólagjöld- um er á bilinu 3.100.000-3.200.000 krónur. Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Ný bætiefni fyrir eldsneyti, PD-5, voru í fyrsta sinn kynnt með formlegum hætti utan Bretlands, á fréttamannafundi sem Kemi ehf. boðaði til á Hilton Reykjavík Nordica 3. maí sl. Er efnið sagt byltingarkennt og ólíkt öðrum bætiefnum. Það byggi ekki á olíu- grunni eins og þúsundir annarra eldsneytisbætiefna sem fyrir eru á markaðnum, heldur sé uppistaðan vatn, ensím og örverur. Um er að ræða þrjár mismunandi gerðir af PD-5 en þessi umhverfis- vænu bætiefni eru sögð draga veru- lega úr útblástursmengun og jafn- framt úr notkun eldsneytis. Prófanir sem gerðar hafa verið hér á landi staðfesta 6-13% eldsneytissparnað. Efnið er nú komið í sölu á Íslandi og er m.a. verið að gera tilraunir með PD-5 á dráttarvélar. Umhverfisvænt og dregur úr eyðslu „Reynslan sem fengist hefur á Íslandi eykur okkur bjartsýni á að PD-5 verði fyrr en seinna jafn sjálfsagt og elds- neyti á allar vélar og tæki sem brenna jarðefnaeldsneyti. Sparnaðurinn er mikill en minni mengun er enn mikil- vægari,“ segir Jón Viðar Óskarsson, framkvæmdastjóri Kemi ehf. Hann lýsti á fundinum þeim fjölda tilrauna sem Kemi hafi látið gera hérlendis áður en ákveðið var að semja við Fuel-Tec um að taka PD-5 bætiefnið í sölu. Fyrirfram hafi menn verið fullir efasemda í ljósi fjölda vafa- samra bætiefna sem hafa komið fram á sjónarsviðið á liðnum áratugum. Mjög nákvæm úttekt hafi því verið gerð á vélum varðandi eyðslu og annað áður en tilraunir hófust með efnið. 20 millilítrar í 40 lítra tank Hlutfall íblöndunarefnis í eldsneyti er mjög lágt eða 0,05%. Á venjuleg- an fólksbíl (bensín eða dísil) með 40 lítra tank er aðeins ráðlagt að blanda 20 millilítrum af PD-5. Efnið fæst í 200 millilítra umbúðum og eins í 5 lítra umbúðum. Kostnaður við meðhöndlun á hverjum lítra af elds- neyti með PD-5 er frá 6,5-7 krónum á lítra með virðisaukaskatti. Segir Jón Viðar að á móti sparist, miðað við eldsneytisverð í dag, um 20-30 krónur á hvern lítra. Hrifinn af fagmennsku í Véltækniskólanum Egill Guðmundsson, skólastjóri Véltækniskóla Íslands, staðfesti í samtali við Bændablaðið að nem- endur skólans hafi gert tilraunir með áhrif bruna á vélar sem keyrðar voru á dísilolíu blandaðri þessu efni. Niðurstöður úr þeim tilraunum hafi verið verið mjög jákvæðar. Aaron McVitty, framkvæmda- stjóri tæknisviðs Fuel-Tec, lýsti á kynningunni í fyrri viku yfir mikilli hrifningu sinni af þætti Véltækniskólans í þessum tilraunum. Sagði hann niðurstöður allra tilrauna hérlendis og erlendis sýna svipaðar niðurstöður. Íblöndun PD-5 yki skil- virkni eldsneytis um allt að 21%, þó aðeins mismunandi eftir vélagerðum. Bruni yrði hreinni, mengun minni og sót hyrfi úr vélum. Dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda Karl Devlin, framkvæmdastjóri Fuel-Tec Ltd., segist binda miklar vonir við árangur af notkun PD-5 á Íslandi. „Við teljum að með bætiefn- unum megi draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda við fiskveiðar og -vinnslu, flutningaþjónustu og hvarvetna á Íslandi þar sem notuð eru tæki knúin jarðefnaeldsneyti.“ 6% sparnaður, segir útgerðarstjóri hjá Þorbirni Andrés Guðmundsson, útgerðar- stjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík, er ekki í nokkrum vafa um ágæti PD-5 bætiefnisins, sem prófað hefur verið á Wickman-vél í línubátnum Ágústi GK 95. „Olíusparnaður hjá okkur hefur verið 6% með PD-5 og sótvandamál eru úr sögunni. Miðað við ársnotkun er þetta sparnaður upp á 2-3 milljónir króna. Við vonumst hins vegar eftir enn stærri tölum í sparnaði í viðhaldi því bætiefnið hreinsar óhreinindi úr olíunni, sem leiðir til tærari og betri bruna.“ Fleiri dæmi um sparnað Tilraunir með PD-5 í fiskimjölsverk- smiðju Ísfélagsins í Vestmannaeyjum benda til þess að með notkun þess hafi náðst umtalsverður olíusparn- aður. Fyrirtækið hefur ákveðið að nota PD-5 bætiefnið áfram. Tilraunir Malbikunarstöðvarinnar Höfða á „payloader“-gröfu sýndu 8% sparnað í eldsneytisnotkun tækisins með notkun PD-5. Tilraunir leigubílstjóra í borginni hafa sýnt 9% minni notkun eldsneytis á ekinn kílómetra með notkun PD-5. Tilraunir verktaka með beltagröfu og jarðýtu sýna 13% sparnað elds- neytis á hvort tæki með notkun PD-5. Fuel-Tec Ltd. stofnað 2010 Fuel-Tec var stofnað árið 2010 á Norður-Írlandi til að annast fram- leiðslu og dreifingu á umhverfis- vænum bætiefnum fyrir jarðefna- eldsneyti, PD-5. Bætiefnin draga úr eldsneytisnotkun og minnka verulega útblástur gróðurhúsalofttegunda. Ísland er í hópi fyrstu Evrópulanda, þar sem PD-5 er til sölu. Kemi ehf. hóf starfsemi 1991 Kemi ehf. hóf starfsemi árið 1991 sem eins manns fyrirtæki en í dag starfa þar níu manns. Kemi er innflutningsfyrir- tæki sem selur hreinsiefni, smurefni, öryggisvörur og aðrar rekstrarvörur til fyrirtækja og einstaklinga. Aðsetur fyrirtækisins er að Tunguhálsi 10 í Reykjavík. /HKr. Kemi og Fuel-Tec kynna „byltingarkennd“ bætiefni í olíu og bensín: Íslenskar tilraunir sýna PD-5 skila 6–13% eldsneytissparnaði Samstarf um sölu og kynningu Kemi ehf. á PD-5 efnunum frá Fuel-Tec Ltd. í höfn. Frá vinstri: Haraldur E. Jónsson, sölumaður hjá Kemi, Aaron McVitty, framkvæmdastjóri tæknisviðs Fuel-Tec, Karl Devlin, framkvæmdastjóri Fuel- Tec og Jón Viðar Óskarsson, framkvæmdastjóri Kemi. Can-Am Outlander T3 Max 650 dráttarvél eða fjórhjól. Myndir / HLJ Risastór bögglaberinn að aftan þolir 90 kg burð.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.