Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 201214 Fréttir Fyrst ekkert er hægt að stóla á íslenskt veðurfar og verður sennilega seint, þá verður stundum að treysta á hyggjuvit og útsjónarsemi. Jón Gíslason á Hofi í Vatnsdal í Húnavatnssýslu gerði tilraun með að sá vetrarrúgi í rúmlega hektara lands í ágúst á síðasta ári og virðist hafa gefist vel. Oft hafa bændur verið í vandræð- um með að hleypa búfénaði út vegna þess hversu seint tún taka við sér og beit nánast engin á köldum vorum eins og virðist vera að gerast nú í ár. Strax á síðastliðnu hausti kom ágætlega upp af þéttum rúgi sem náði allt að 30 cm hæð. Í allan vetur var bletturinn grænn og í vor var hann tilbúinn til beitar, sem kom sér vel þar sem tún voru sein að taka við sér. Þegar þessi mynd var tekin (7. maí) höfðu á milli 20 og 30 kindur verið á beit í hólfinu í um vikutíma og ekki annað að sjá en að töluvert væri eftir af rúgi fyrir svipaða beit í einhverja daga eða vikur. /HLJ. Vetrarrúgur kemur í góðar þarfir fyrir fé í Vatnsdal Mynd / HLJ. Sáðmenn útskrifast frá Endurmenntun LbhÍ - Mynd / Ásdís Helga Bjarnadóttir Laugardaginn 21. apríl útskrif- uðust nemar í námskeiðaröðinni Sáðmanninum frá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands. Þátttakendur voru alls 22 og hófu þeir námið í janúar árið 2011. Sáðmaðurinn er námskeiðaröð með áherslu á jarðrækt og fóður- öflun. Þessi fyrsti námshópur einkenndist fyrst og fremst af kúabændum, verktökum í land- búnaði og ráðunautum er komu að Hvanneyri allt frá Vopnafirði suður fyrir land að Hornafirði. Námskeiðaröðin byggði á tveggja daga námskeiðum sem fóru fram á föstudegi og laugardegi í ein átta skipti. Sem dæmi um þema vinnu- helganna má nefna: 1) Almenn náms- kynning og búvélafræði, 2) Umhverfi jarðræktar, 3) Áburðarfræði- og plöntuvernd, 4) Nytjajurtir – eigin- leikar og ræktun, 5) Fóðurverkun og fóðurfræðilegir þættir auk þess sem farið var í skoðunarferðir, s.s. að Helgavatni í Borgarfirði, í Birtingaholt IV, Móeiðarhvol og Ólafsvelli. Fengin var kynning frá Jötunn vélum og fyrirtækið heimsótt á Selfossi. Útskriftarhelgin einkenndist af verklegri þjálfun úti í flagi þar sem farið var yfir stillingar, vinnsluhraða og – dýpt í tengslum við plægingar og notkun á herfum og flagjafna. Seinni daginn fóru fram verkefna- kynningar, en sáðmenn unnu á tíma- bilinu verkefni sem tengdust fyrst og fremst eigin jarðrækt og þáttum sem vert var að draga út og skoða frekar. tveir nemanna fengu sérstaka viðurkenningu frá LbhÍ, annars vegar Arnþór Pálsson frá Signýjarstöðum fyrir verkefnið; Þýðing sáðskipta í kornrækt og Þorleifur Halldórsson frá Þverá fyrir verkefnið; Slor, við- bjóður eða nothæft áburðarefni? /ÁHBj Nú standa framkvæmdirnar á 3. hæð Bændahallarinnar sem hæst og eitt af því sem tímabært var að gera var að aftengja gömlu símstöðina sem verið hefur á sínum stað frá því að húsið var byggt. Nú tekur nýi tíminn við því sett verður upp ip-símstöð eða tölvusím- stöð. /ehg Klippt á streng upphaflegu símstöðvarinnar - Mynd / ehg K Ä R C H E R S Ö L U M E N N Iðnaðarryksugur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.