Bændablaðið - 16.05.2012, Síða 30

Bændablaðið - 16.05.2012, Síða 30
30 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Markaðsbásinn Breyttar aðstæður á eggjamarkaði innan ESB Síðast liðna sex mánuði, frá mán- aðmótum október og nóvember 2011 til aprílloka 2012 nemur hækkunin 47% í 25 löndum ESB (án Búlgaríu og Rúmeníu). Í febrúar var meðlaverð eggja 20% hærra en meðalverð næstu 5 ára á undan. Ein helsta ástæðan er sú að þann 1. janúar sl. gengu í gildi hertar reglur innan ESB um aðbúnað varphænsna sem m.a. banna að varp- hænur séu hafðar í búrum. Hæst var verð á eggjum síðstu vikurnar fyrir páskahátíðina en hefur nú lækkað á ný sem mun vera í samræmi við árstíðabundnar verðsveiflur. COPA samtök bænda Í Evrópu spá vaxandi innflutningi á eggjum frá löndum utan ESB sem ekki uppfylla kröfur ESB til aðbúnaðar varphænsna til að fylla upp í eftir- spurn á markaði. Framkvæmdastjóri COPA segir það hlægilegt að ESB hafi lagt bann á sína eigin fram- leiðendur sem hafi kostað þá yfir 5 milljarða Evra, og bætir við að sömu kröfur og gerðar eru til fram- leiðenda innan ESB eigi að gera til innfluttra afurða. Hann undirstrikar að verð hafi hækkað vegna þess að framleiðendur hafi orðið að fækka varphænum tímabundið vegna banns við notkun búra og það taki þá tíma að aðlagst nýjum kröfum eða þá að hætta framleiðslu. Embættismenn hafa staðfest að innflutningur hafi aukist en halda því fram að það sé tímabundið ástand sem muni líða hjá. /EB 0 50 100 150 200 250 Ev ru r/ 10 0 kg Þróun eggjaverðs í ESB frá viku 44/2011 til viku 18/2012 Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Dýralæknaþjónusta Staðan í viðræðum Íslands um aðild að ESB –Landbúnaður, matvælaöryggi og dýraheilbrigði Þann 17. júní n.k. eru liðin 2 ár frá því að leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti að hefja viðræður við Ísland um aðild þess að ESB. Viðræðunum er skipt niður í 33 kafla. Ísland hefur þegar leitt í lög mikið af löggjöf ESB vegna aðildar að EES og er talið að þar sé um að ræða, laus- lega áætlað, um 2/3 af löggjöf ESB. Á þessum hartnær tveimur árum sem nú eru liðin frá upphafi við- ræðna hefur ESB samþykkt að opna viðræður um 15 samningskafla og hefur 10 þeirra verið lokað í bili en 5 standa enn opnir. Stefnt er að því að opna viðræður um 5 kafla til viðbótar í lok júní og hefur samn- ingsafstaða Íslands í þeim þegar verið send ESB. Þetta kom fram í máli Stefáns Hauks Jóhannessonar á fundi samninganefndar um land- búnað þann 7. maí sl. Í máli hans kom einnig fram að unnið er að gerð samningsafstöðu um matvælaöryggi og dýraheilbrigði í þeim samnings- kafla. Þetta kom fulltrúum BÍ á fund- inum á óvart, þar sem samtökin eiga einn fulltrúa í samningahópi sem um þau mál fjallar. Í erindsbréfi fulltrúa í þeim samningahópi segir orðrétt (sjá: http://www.vidraedur.is/media/ ees_i/EES_I.pdf): „Hlutverk samningahópsins er að annast undirbúning aðildarvið- ræðna við ESB að því er varðar eftirfarandi kafla þar sem reglur ESB hafa að miklu leyti verið inn- leiddar í íslenska löggjöf í gegnum EES-samninginn: kafla 1 (Frjálst vöruflæði), kafla 5 (Opinber útboð), kafla 7 (Hugverkaréttur), kafla 8 (Samkeppnismál), kafla 12 (Matvælaöryggi), kafla 15 (Orka), kafla 18 (Hagtölur) og kafla 20 (Atvinnu- og iðnstefna). Í því felst einkum innri greining regluverks ESB af Íslands hálfu, svo og sam- eiginleg greining með ESB, undir- búningur tillagna um samningsaf- stöðu Íslands, viðræður við ESB um samningsafstöðuna og nánari mótun hennar eftir því sem viðræð- unum vindur fram og tilefni er til. Hópurinn skal vera samninganefnd og aðalsamningamanni til ráðgjafar meðan á aðildarviðræðum stendur.“ Engir fundir hafa verið haldnir í þessum samningahópi um mótun samningsafstöðu í kafla 12, eins og sjá má í fundafrásögnum hópsins (http://www.vidraedur.is/samninga- nefnd-islands-og-samningahopar/ samningahopar/ees1/), þrátt fyrir að í erindisbréfinu komi skýrt fram að samingahópurinn eigi að undirbúa tillögur um samningsafstöðu Íslands. Bændasamtökin hafa nú ritað for- manni samningahópsins bréf og óskað eftir skýringum á þessu. Á áðurnefndum fundi samninga- hóps um landbúnað þann 7. maí sl. var kynnt skýrsla með drögum að viðbrögðum stjórnvalda við opn- unarskilyrðum ESB frá því í haust þar sem þess var krafist að sýnt yrði fram á getu Íslands til að innleiða löggjöf um sameiginlega landbún- aðarstefnu ESB. Eins og fram kom í Bændablaðinu þann 18. apríl sl. var búið að senda drög að þessu svari án alls samráðs við samningahópinn til embættismanna ESB, fyrir apríl- byrjun. Næstu skref verða síðan að hefja vinnu við gerð samningsaf- stöðu. Verður öllum fulltrúum í samningahópi um landbúnað gefinn kostur á að taka þátt í þeirri vinnu í þremur vinnuhópum. Formaður aðal- samninganefndar hafði áður greint frá því að stefnan væri sú að ljúka vinnu við gerð samningsafstöðu í öllum samningsköflum fyrir lok árs 2012. Áður en samningaviðræður hefjast um landbúnað verður ESB hins vegar að fara yfir og fallast á viðbrögð Íslands við áðurnefndum opnunarskilyrðum. /EB Kallar sjálfvirkni á verri dýravelferð? Fyrir nokkru síðan kom fram að sett hefði verið nýtt heimsmet á Íslandi á síðasta ári, þegar hlutfall mjólkur sem kom frá mjaltaþjó- nabúum nam 28,2% af heildar- magni þeirrar mjólkur sem send var til afurðastöðva á árinu. Í kjölfarið tóku fjölmiðlar landsins málið upp enda eru þetta mikil tíðindi. Einhverra hluta vegna kom þó sá misskilningur fram að hættara væri við að kúnum liði verr í fjósum þar sem mjólkað er með mjaltaþjónum, en í fjósum þar sem svo er ekki. Þetta er nokkuð algengur mis- skilningur og hefur komið upp víða um heim, sérstaklega fyrir nokkrum árum þegar sjálfvirk mjaltatæki voru fyrst að koma fram. Nú orðið líta hinsvegar vonandi flestir svo á að í raun sé ekki hægt að ganga miklu lengra í átt að góðri dýravelferð við mjaltir en einmitt með því að nota mjaltaþjón. Eru stærri en meðalbúið Mjaltaþjónabú eru vissulega stærri en meðalbúið hér á landi og að jafnaði nærri því tvöfalt stærri. Bústærðin er þó hvergi slík að hægt sé að tala um stórbú. Þar sem hins vegar eru fleiri gripir kemur það nokkuð af sjálfu sér að eftirlitsþörfin verður meiri. Þar léttir sjálfvirknin verulega slíkt eftirlit og raunar má hæglega sýna fram á að mun auð- veldara sé að koma auga á gripi sem þarfnast aðhlynningar í sjálfvirkum fjósum en í öðrum. Skýringin felst í hinni miklu gagnasöfnun sem á sér stað á hverjum tíma þegar upplýsingum um atferli og lífeðlisfræðilega þætti er safnað saman með skipulögðum hætti. Bændur geta fengið sendar upplýsingar í GSM-síma sína um leið og eitthvað er að og tæknin verður sífellt betri. Á hverju ári koma fram nýjungar sem létta kúa- bændum lífið og gera þeim mögu- legt að bregðast við fyrr en áður, sé ástæða til, s.s. vegna sjúkdóma, óeðlilegs atferlis eða annars þess sem krefst athygli bændanna. Líkja eftir náttúrunni Í raun líkja mjaltaþjónar nokkuð vel eftir náttúrunni. Þannig eru nytmiklar kýr mjólkaðar oft og nytlitlar sjaldan, rétt eins og þegar kálfar ganga undir kúnum. Þess utan stjórna kýrnar því mikið til sjálfar hvenær þær eru mjólkaðar, nokkuð sem þær hafa lítil sem engin áhrif á þar sem ekki eru mjaltaþjónar. Því má segja að mjalt- irnar fari oftast fram á forsendum kúnna sjálfra og af þeim sökum ættu sjálfvirkar mjaltir að flokkast í hæsta flokk þegar talið berst að dýravelferð. Auk þess safna mjaltaþjónarnir upp- lýsingum um gæði mjólkurinnar á hverjum tíma, flæði hennar og fleiri þætti sem gefa til kynna ástand mjólkurinnar sjálfrar en ekki síður ástand kýrinnar. Ef til þess kemur að gripur er veikur víkja þessi gildi frá fyrri mældum gildum sama grips og þá sendir tölvukerfið upplýsingar um það um leið til bóndans. Kýr eru vanadýr Kosturinn við sjálfvirkni í nær- umhverfi kúa er ekki síður það að mjaltaþjónar gera hlutina alltaf eins og það líkar kúm vel. Stöðluð vinnu- brögð eru nokkuð sem leggja þarf áherslu á þegar kýr eru annarsvegar og þá fá þær síður streitueinkenni, sem algengt er ella að komi fram, auk þess sem líkaminn bregst betur við mjöltunum. Þannig hjálpa stöðluð vinnubrögð við að viðhalda góðu júgurheilbrigði þar sem meðferðin á spenum og spenaendum er ekki háð duttlungum mjaltamannsins. Úti eða inni Þegar rætt er um mjaltaþjónafjós er ekki hægt að komast hjá því að ræða um útivist kúa, enda margir sem telja að notkun mjaltaþjóna kalli á að kýrnar séu hafðar inni. Þetta er ekki rétt. Sumir bændur kjósa að hafa kýrnar inni allt árið í löndunum í kringum okkur, hvort sem þeir eru með mjaltaþjóna eða ekki og aðrir setja kýrnar sínar alltaf út, hvort sem þeir eru með mjaltaþjóna eða ekki. Fyrir því færa bændur misjöfn rök eins og gengur en oftast er þó ákvörð- un um inniveru kúa bundin við hag- fræðina, þar sem það getur verið dýrt að hafa kýrnar úti. Þá lenda sumir bændur í því að frumutalan stígur við útivist vegna fóðurbreytinga og þess álags sem fóðurbreytingarnar valda og er kúnum því haldið inni við til þess að forða þeim frá því að veikjast. Aðrir bændur upplifa að frumut- alan lækkar, sem bendir reyndar til þess að smitálagið í fjósinu sé hátt og gefur tilefni til þess að skoða hvort bæta megi nærumhverfi kúnna á innistöðunni. Hver svo sem ástæðan er fyrir ákvörðun bændanna, þá er mikil- vægt að gera greinarmun á því hvernig skepnum líður í mismun- andi umhverfi. Þannig er trúlegt að þar sem kýr eru bundnar á bása svo mánuðum skiptir hafi þær meiri upp- safnaða þörf fyrir hreyfingu en þar sem þær eru lausar í fjósi. Því er ill- mögulegt að bera saman velferð kúa án þess að skoða og taka tillit til þess við hvaða aðbúnað og nærumhverfi þær eru haldnar allt árið um kring og kemur þar bústærð málinu ekkert við í raun. Lokaorð Auðvitað sýnist sitt hverjum um notkun á sjálfvirkni yfirhöfuð. Hinsvegar er ekki samhengi á milli sjálfvirkni og hættu á að kúnum líði verr, síður en svo, eins og fram hefur komið hér að framan. Á hinn bóginn er alltaf vandasamt að hirða nautgripi og til þess þarf elju, nákvæmni og vinnusemi, óháð því hvort sjálfvirk tækni er notuð til þess að auðvelda verkið eða ekki og hvort kýrnar eru fáar eða margar. Snorri Sigurðsson nautgriparæktardeild Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.