Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 7 þessum þætti verða birtar vísur Hjálmars Freysteinssonar læknis frá Akureyri, hverjar hann flutti á hagyrðingakvöldi Karlakórs Eyjafjarðar 4. apríl sl. Birgir spyr hvað Hjálmar hafi til dæmis eldað konu sinni á konu- daginn. Sjálfur kveðst Birgir hafa eldað Rósu sinni lambakótelettur sl. 40 ár. Hjálmar forðast að upp- lýsa neitt um eldhúsverk sín þennan dag: Fyrst kótelettur í tískunni tolldu á tyllidögum um árabil, og ennþá er Rósa ofar moldu er ástæðulaust að breyta til. Ein af spurningum Birgis gekk efnislega út á nýafstaðinn megr- unarkúr Jónínu Leósdóttur maka forsætisráðherrans okkar. Í nýút- kominni bók Jónínu er nokkuð fjallað um þetta ferli. Því spyr Birgir: Hvað finnst þér Hjálmar um þetta efni?: Átakanlega er soltin sú, og svipurinn orðinn grettur. Heimsækja‘ana þyrftir þú með þínar kótelettur. Birgir og Rósa eiga sér sumarhús í Krossavík við Þistilfjörð. Dvelja þar löngum yfir sumarið, en halda heim er haustar. Einmitt sl. haust gegndi Hjálmar heilsugæslu þar austurfrá í afleysingum. Birgir spyr því hvernig hafi gengið? : Norðausturhornið ég heimsótti enn, þeir haustdagar voru ei leiðigjarnir. Þar sá ég eintóma sómamenn, -sumargestirnir voru farnir. Hjálmar tjáði sig eins og hinir hag- yrðingarnir um hina miklu augn- aðgerð sem Birgir var nýkominn úr: Að Birgir komist meir til manns margur trúi ég voni, því nú er annað auga hans úr iðnaðarsílikoni. Þegar svo Birgir spyr Hjálmar hvað hann haldi að Petra, kona Árna ,sé að bardúsa úti í Vínarborg, svarar hann: Petra fær að vera í Vín í vellystingum daga og nætur, meðan karlakórinn grætur. Ákaft flytur söngverk sín og suma daga þannig lætur, að henni þyki Árni bara sætur. Að endingu spyr Birgir út í kvik- myndina um Bakka-Baldur: Minna Ármann ætti að flakka ekki er vafi á því. Í fyrra elti hann Baldur frá Bakka burt til Hawaii. Hawaii er stórfínn staður en stundum er svo heitt að eiginlega enginn maður ætti að klæðast neitt. Í heila viku þeir horfðu bara á háfætt meyja val, sem var langtum léttklæddara en líðst í Svarfaðardal. Er Ármann beitt sig hafði hörðu og hulið part af sér, Hawaiidætur hrifnar störðu á hestinn sem var ber. Í sínum eigin svitamekki, seinast fréttist að, hrossið drapst- en Ármann ekki; ergilegt var það. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@gmail.com Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Í Mikill fjöldi ungra og efnilegra knapa tók þátt í sýningunni Æskan og hesturinn sem fram fór í Top Reiter reiðhöllinni á Akureyri nýverið. Sýningin er haldin árlega norðan heiða, til skiptis á Akureyri og í Skagafirði. Fjöldi barna og ungmenna frá hestamannafélögum víða að af Norðurlandi tók þátt í sýn- ingunni. Börn og ungmenni úr Létti á Akureyri, Þyt í Vestur- Húnavatnssýslu, Hring á Dalvík, Funa í Eyjafirði, Léttfeta, Stíganda og Svaða í Skagafirði, Glæsi á Siglufirði og Grana á Húsavík og Þjálfa í Suður Þingeyjarsýslu tóku þátt í sýningunni og var mikið í hana lagt. Teymt er undir yngstu þátttak- endunum, enda eru þeir ekki háir í loftinu, en elstu þátttakendurnir eru á unglingsaldri, 16 til 17 ára. Fjölmörg atriði voru á dagskránni, hvert öðru skemmtilegra og var mikið í þau lagt, vandað til búninga og hestar voru skreyttir. Andrea Margrét Þorvaldsdóttir for- maður hestamanna- félagsins Léttis á Akureyri segir að börnin hafi gaman af og þau leggi mikinn metnað í sýningar- atriðin. „Þau stóðu sig mjög vel og þetta var góð sýning. Þetta verkefni, Æskan og hesturinn snýst einmitt um það að bjóða upp á áhugavert og skemmti- legt starf fyrir krakkana og lofa þeim að njóta sín,“ segir Andrea. /MÞÞ Sýningin Æskan og hesturinn í Top Reiter reiðhöllinni á Akureyri: Mikill metnaður hjá unga fólkinu Glæsileg ungmenni á sýningunni Æskan og hesturinn á Akureyri. Myndir/ Elfa Ágústsdóttir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.