Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Nokkuð er nú um liðið síðan fjallað var síðast um Heimafóðurverkefnið á síðum Bændablaðsins. - Þar sem nokkur tímamót eru að renna upp hjá kjölfestunni í verkefninu, nánar til tekið hinni færanlegu kögglunarsamstæðu í eigu Stefáns Þórðarsonar (Fóðurvinnslunni ehf), Teigi í Eyjafjarðarsveit, þykir rétt að upplýsa um þau í stuttu máli. Tímamótin eru fólgin í því að Stefán og áhugasamur aðstoðar- maður hans, Hlynur Þórsson á Akri í í sömu sveit, hafa nú afrekað það að koma tækjakosti þeim, sem samstæðan samanstendur af, upp á einn allstóran dráttarvagn. Dýrmæt reynsla á tækjakostinn fékkst af því að köggla um 30 tonn á Akri og rúm 102 tonn hjá 20 bændum á Austurlandi í heyköggla meira og minna íblandaða heimaræktuðu byggi, ásamt fiskimjöli, steinefnum og ýmsu öðru, alls 6% að meðaltali eða frá 0 til15%. - Þessi prufukeyrsla á uppgerðum og endurbættum vélakosti samstæðunnar fór fram í fyrravor og stóð ögn fram í júní, eða þar til fyrirliggjandi hráefni þá þraut. Á vinnslutímanum gerði undir- ritaður ýmsar athuganir eftir efnum og aðstæðum á nokkrum þáttum í framleiðsluferlinu, svo sem eins og mælingu á rúmþyngd kögglanna, olíueyðslu og hitamyndun við kögglunina eftir heygerðum, svo að eitthvað sé nefnt. Góð reynsla Reynslan af þessari keyrslu við mjög mismunandi aðstæður og heygerðir, var það góð að fljótlega var tekin sú ákvörðun að freista þess að koma tækjakosti samstæðunnar á einn dráttarvagn, þó svo að stofnfé til þess væri vægast sagt af skornum skammti. Þessi aðgerð er óhjákvæmileg ef samstæðan á fyllilega að geta staðið sómasamlega undir því nafni að teljast færanleg, án tejandi tafa í milliferðum og án þess að eyða þurfi tíma og fyrirhöfn í að komast í og úr vinnslustöðu. Til að gera langa sögu stutta, eru þeir félagar byrjaðir að prufukeyra samstæðuna, eins og henni hefur verið fyrir komið á dráttarvagninum, þó svo að verkinu sé ekki alveg að fullu lokið (sjá meðfylgjandi myndir m. a. fyrir og eftir aðgerðina). Aðallega er eftir að festa og tengja innmötunartromlu aftast á vagninn og endurbæta og koma íblöndunar- tækjum fyrir bygg og annað við- bótarfóður á sinn stað. Þá var gerð sú breyting að skipta á fínsaxara og meðfylgjandi færibandi út fyrir viðbótar hamrakvörn, sem auk þess að spara pláss, gefur meiri mölun og að því er virðist, með nokkrum olíusparnaði og þéttari kögglum, sem gaf þó svipuð eða jafnvel meiri afköst. - Þegar þetta er ritað hafa 22 tonn af heyi verið köggluð, þessu til nokkurrar staðfestu. Þegar heykögglunarprófun lýkur innan skamms tekur við prófun á við- arkögglun samkvæmt samkomulagi við starfsstöð Skógræktar ríkisins í Eyjafirði, með það fyrir augum að nota viðarköggla sem eldsneyti á köldum svæðum. Á meðan á þessu stendur, ásamt því að koma samstæðunni endanlega fyrir á undirstöðu sinni, dráttarvagn- inum, eins og best verður á kosið miðað við efni og aðstæður, er meiningin að nota tímann bæði til 1) að afla samstæðunni verkefna og 2) vinna að aðkallandi fjármögnun í leiðinni. Þetta getur í mörgum tilfellum mæta vel farið saman, en hug- myndin er sú að æskja þess að bændur og aðrir, sem hafa í hyggju að láta köggla fyrir sig hráefni, t.d. hey með meiri eða minni íblöndun af t.d. kolvetna-, prótein- og /eða steinefnafóðri, skoði í fullri alvöru þann möguleika að greiða kögglun, fyrirfram. Þetta er hugsað þannig að við- komandi greiði að lágmarki helming kögglunarkostnaðar á móti endur- greiðslu, í fyrstu umferð af tveim eða fleiri, allt eftir því hve upphæðin er há, en um allt þetta verður gerður samningur við hvern og einn, þegar og ef til kemur. Á móti kemur að þessir ágætu viðskiptamenn munu að öðru jöfnu sitja fyrir kögglun, auk þess, sem þeim verður boðinn allt að 10% afsláttur fyrir vikið. Þá er stefnt að því að veita slíkum lánveitendum forgang varðandi ráðgjöf um sam- setningu, fóðrun og annað, sem fram- leiðslunni við kemur. Síðast en ekki síst má telja líklegt að góð viðbrögð við þessu fyrirkomulagi flýti fyrir endurkomu samstæðunnar og að hún verði betur úr garði gerð en ella, sem hvort tveggja kemur öllum vel og nærir heimaaflahugsjónina, sem að baki býr. Samkvæmt núverandi forsendum, eins og reynt er að útfæra í meðfylgj- andi töflu, er fullt framleiðsluverð á lítt eða ekki blönduðum heykögglum um 20 krónur á kg og18 kr/kg með fyrrnefndum afslætti) og er miðað við að það haldist a .m. k. út árið, nema að aðstæður breytist verulega. Kögglun á fullmöluðum íblöndunar- hluta kostar 10 kr/kg, sem þar með hefur áhrif á vinnslukostnað á kg til lækkunar í hlutfalli við magn íblöndunarefnanna. Margir bændur muna vafalaust enn eftir hey- og/eða graskögglum frá fyrri tíð, eða kannast við slíkt fóður af afspurn og nokkrir, einkum Austfirðingar, af og til allt til þessa dags. - Þó þykir rétt að leggja áherslu á að að fóður unnið úr heyi að öllu eða verulegu leyti, hefur bæði í sér fólgna eiginleika gróffóðurs og kjarnfóðurs, sem skapar og viðheldur jöfnu og hagstæðu vambarumhverfi, sem er mjög mikilvægt, ekki síst um burð hjá mjólkurkúm fyrir betra heilsufari góðri lyst og fóðurnýtingu. Þetta tvígildi heyköggla, gerir það að verkum að hættulaust er að nýta kjarnfóðureiginleika þeirra samfara frjálsu áti á þeim ef svo ber undir, eins og fyrir ær á sauðburði, jafnvel með þó nokkurri íblöndun. Nýtist bæði jórturdýrum og hrossum Kögglað hey nýtist því einnig vel bæði jórturdýrum og hrossum með auknu fóðrunarvirði á sama heyi óköggluðu, oft með stóraukinni átgetu, ekki síst hjá ungviði og/eða orkunýtingu, sem t.d. jókst um 36% að meðaltali í mörgum bandarískum eldistilraunum með holdanaut. Raunveruleg hagkvæmni hey- kögglagerðar og þar með verðlagn- ingu hennar má reikna á ærið mis- jafnan máta eftir aðstæðum, svo sem á milli ára og búa, eftir magni og gæðum uppskerunnar, hvernig til tekst að þurrka heyið, sem köggla á, magni og gæðum heyfyrninga, hver eftirspurnin er á landsvísu og þar með verð það árið, hvaða búfé er ætlað fóðrið, auk þess, sem kjarnfóðurverð og vinnslukostnaður getur skipt miklu máli og vafalaust má tína fleira til. Tökum sem dæmi gott heyskap- arár á búi, þar sem einnig hefur tekist vel til með að fullþurrka hey á velli (eða, það sem enn betra væri, með súgþurrkun, sem óvíða finnst nú orðið). Bóndi er því vel heyjaður eftir sumarið, án þess að kosta meiru til heyskapar en í meðalári og á all- miklar fyrningar í ofanálag. Setjum einnig svo að heyforði á landsvísu sé með meira móti og eftirspurn eftir heyi þvó óvenju lítil og markaðsverð lágt eftir því. Við slíkar aðstæður er alveg eðlilegt að líta svo á að framleiðslu- kostnaður á heyi umfram hæfilegar fyrningar á búinu fari í rauninni varla fram úr föstum kostnaði við heyskap. Samkvæmt tölum frá Hagþjónustu landbúnaðarins reyndist breyti- legur kostnaður af hverri FEm vera tæp 30% að meðaltali í þau þrjú ár (2003-2005), sem slíkur úteikningur var gerður á stofnuninni. Miðað við heygæði heppileg til kögglunar (ca 0,76-0,80 FEm/kg þe) og framleiðslu- kostnað í meðalári upp á einar 22-23 kr á kg þurrefnis (ca 29 kr FEm/kg þe.) gæti breytilegur kostnaður á kg umfram eðlilegar fyrningar verið um 7-8 kr., en til að hafa vaðið vel fyrir neðan sig má helminga meðalverðið, þ. e. upp í 11-12 kr. Með kögglunarkostnaði upp á 20 kr/kg., gæti bóndinn því verið ánægður með 33 kr/kg (90%þe.) og því um 43 kr. hver FEm og er þá reiknað með um 5% aukinni orkunýt- ingu án 10% afsláttar, um 36 kr með þessum afslætti, sem skilgreindur er sem arður í útreikningi á framleiðslu- kostnaði. Eins og sjá má á Línuritum 1 og 2 er í þessu dæmi reiknað með 30 lítra olíueyðslu á tonn (enda heyið allgott), en afköst miðuð við 1000 tonna ársframleiðslu til að byrja með. Þá má líta á dæmið út frá hærri verðlagningu á heyi í slöku heyskap- arári og/eða ef heyforði er bágborinn, sem hvort tveggja hækkar gjarna framleiðslukostnað og/eða markaðs- verð. Á móti getur komið hækkun orkunýtingarhlutfalls við kögglun, t.d. um 20% (sjá Línurit 2), þegar eldi á holdanautum er annars vegar, í samræmi við tilvitnun hér að framan, auk þess, sem kögglunarkostnaður lækkar með auknum afköstum. Klókindin eru hins vegar gjarna í því fólgin að nota góðærin duglega Núverandi staða kögglunarsamstæðu Fóðurvinnslunnar ehf. Öll tæki komin upp á pall dráttarvagnsins nema innmötunartromlan lengst til vinstri. Félagarnir Stefán Þórðarson í Teigi og Hlynur Þórsson á Akri við stórsekk fullan af heykögglum nýrunnum úr öðru kælisílói samstæðunnar á hlaðinu á Akri. Framleiðslan í Dölum fyrir bóndann í Laufási. Um er að ræða há með 13,2% Íblöndun var aðallega bygg, ásamt góðviðrinu vorið 2011 (sem reyndist þó bara lognið á undan storminum). Færanleg kögglunarsamstæða: Heimafóðurverkefnið heldur áfram

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.