Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012
til kögglagerðar, sem þá er hagstæð
og forðar í leiðinni yfirdrifnum fyrn-
ingum, undan skemmdum.
Verður að innihalda yfir
83 % þurrefni
Það verður hins vegar seint nóg-
samlega fram tekið að hey það, sem
köggla skal verður að innihalda yfir
83 % þurrefni og helst upp undir
eða um 85%. Að öðrum kosti verður
vinnslan of orkufrek, erfið og óhag-
stæð. Þá er mikilvægt að heyið fari
helst ekki undir 0,75 FEm/kg þe.(of
lítið kjarnfóðurígildi), en óþarfi að
fara yfir 80 FEm/kg þe. þar sem mjög
gott hey (líklega yfir 0,83 FEm/kg
þe) batnar varla nógu mikið við
kögglun til að hún borgi sig.
Vafalaust eru ýmsir þættir ekki
með svo sem hugsanleg fyrirhöfn
við að þurrka hey nógsamlega, til-
flutningur heys og vinna bænda við
kögglunins sjálfa en bent á að með
því að vinna saman að slíku þroskast
félagsauðurinn sem aldrei fyrr.
Bændur hvattir til aukinnar
þátttöku
Félagssvæði Heimafóðurs nær frá
og með Eyjafirði, austur og suður
um til og með A-Skaftafellssýslu
og eru bændur á því svæði enn
einu sinni hvattir til aukinnar þátt-
töku í þessari starfsemi, m.a. með
því að skoða bréfið frá í haust, um
fyrirframgreiðslukerfið betur með
hliðsjón af því, sem hér hefur fram
komið. Þá eru áhugasamir bændur
úr öðrum landshlutum eindregið
hvattir til að hafa samband hafi þeir
áhuga á málinu og verður reynt eftir
bestu getu að sinna þeim eftir því,
sem framast er unnt.
Sími undirritaðs er 897 2358 og
netfangið toti1940@gmail.com og
sími Stefáns er 8937426, netfang
stebbithordar@gmail.com
Að lokum þetta
Finnist ykkur Heimafóðurverkefnið
flókið fyrirbæri, þá eruð þið á réttri
braut, en ef þið hafið einnig áttað
ykkur á þeim möguleikum sem hið
forvitnilega flækjustig verkefnis-
ins býður upp á, þá eruð þið svo
sannarlega á grænni grein.
Í ágætum bréfaviðskiptum, sem
undirritaður átti í vetur við Harald
Benediktsson, formann BÍ, m.a. um
Heimafóðurverkefnið og hversu
þunglega hefur gengið að fá opinber
framlög til þess, ekki síst úr sjóðum
landbúnaðar, er forvitnilegt að vitna,
með góðfúslegu leyfi Haraldar, í
eftirfarandi ummæli hans:
,,Það er með þetta verkefni, sem
mörg önnur, að ekki virðist vera
hægt að hafa skilning á að aðgerðir
innan hins þekkta og hefðbundna
landbúnaðar eigi uppá pallborðið.
Til skamms tíma hefur einfaldlega
ekki þótt við hæfi að horfa inná
við í það sem þó eru undirsstöður
fyrir landbúnaðinn. Heykögglar,
kornrækt og úrvinnsla á korni er
sannarlega er eitt af þeim.
Aðaláhersla mín er þessi:
Við eigum að gefa gaum að tæki-
færum, sem eru innan hefðbundinnar
landnotkunar og búskapar. Nýsköpun
er ágæt, en hún er ekki bara eitthvað
glænýtt. Vinnsla á heykögglum er
hluti af því að nýta jörðina betur,
spara innflutt aðföng og auka sjálf-
bærni.”
Egilsstöðum 10. maí 2012/
Þórarinn Lárusson
Samstæða Fóðurvinnslunnar ehf við þróunarvinnslu á Héraði vorið 2011. Kögglun á lausu heyi í Dölum í Hjaltastaðaþinghá á Héraði. Inmötunartunnan tekur við öllu þurru heyi án tillits til forms
(laust, rúllur, baggar af öllum stærðum o.s. frv.)
Kælisíló
Íblöndun
Kögglun
Mölun
Innmötun
Heimafóður- Áætlaður framleiðslukostnaður heyköggla Fóðurvinnslunnar ehf 2012
Frumviðmiðun: - Afköst fullbúinnar samstæðu miðað við þurrhey eingöngu er um 10 tonn á dag (ca 1 t/klst)
- Framleiðslukostaður á ári m.v. 10% arð, reiknaður sem hlutfall af 2000 t framleiðslu (Upphæðir í þús kr):
Framleiðslumagn á ári (viðmiðið er 10 tonn á dag í 200 daga á ári) 500 1.000 1.500 2.000 2.500
Rekstrarkostnaður á ári miðað við hlutfall af 2.000 t framleiðslu 12.184 19.913 25.646 30.380 35.447
Kostnaðarliðir og aðrar forsendur:
Hráolía l/tonn 30 Kr./l 150 (án vsk m/afsl.) Kr/ári 2.250 4.500 6.750 9.000 11.250
Viðhaldskostnaður:
Varahlutir í kögglspressu (rúllur, matrixur, legur o. fl.) 313 625 938 1.250 1.563
Varahlutir í malara og annan tækjabúnað 125 250 375 500 625
Smurningsolíur og koppafeiti 125 250 375 500 625
Afskriftir: Stofnkostn 20.000 Ár 7 Kr/ári 2.857 2.857 2.857 2.857 2.857
Breytistuðull launa- og umsýslukostn miðað við framleiðslumagn*) 1,6 1,45 1,2 1 0,9
Launakostnaður vegna vinnslu*) 2 mannár @ 5.000 4.000 7.250 9.000 10.000 11.250
Umsýsla (bókhald, samskipti, skipulag) *) 20% árslaun @ 5.000 400 725 900 1.000 1.125
Ófyrirséður kostn. 10% 1.007 1.646 2.119 2.511 2.929
Arður 10% 1.108 1.810 2.331 2.762 3.222
Framleiðslukostnaður kr./kg 24,37 19,91 17,10 15,19 14,18
*) Hér er um að ræða reiknistuðul sem tekur tillit til innbyggðra áhrifa á launa- og umsýslukostnað við starfsemina í hlutfalli
við breytilegt framleiðslumagn (hlutfallslega meiri meiri eltingaleikur á allan hátt við minna framleiðslumagn)
Aukaársfundur 2012
Aukaársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn
föstudaginn 8. júní nk. kl. 14:00
í Norðursal á 3. hæð Bændahallarinnar við Hagatorg, Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Kynning tillögu til breytinga á samþykktum sjóðsins.
2. Kynning tillögu um lækkun réttinda.
3. Önnur mál.
Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á
www.lsb.is og munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins tveimur
vikum fyrir aukaársfundinn.
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda
Glerverksmiðjan Samverk ehf
Eyjasandi 2, 850 Hella
Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi
Gasfyllt gler, aukin einangrun.
TOP N+ ... betra gler