Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Góð verð - Persónuleg þjónusta Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit útvegar varahluti í allar gerðir traktora td. New Holland, CASE, John Deere, Fiat, Zetor, McCormik, Deutz, Landini, Valtra o.fl. Hafið samband og látið okkur aðstoða við að útvega réttu varahlutina ! Ford og New Holland síur á lager ! Til sölu dekk á álfelgum undir Pajero, árg. ́ 02, 255/70x16". Einnig hedd og túrbína í 2,5 dísel, árg. ´92. Uppl. í síma 898-6111. Til sölu 39" dekk og krossari. 3 stk. dekk 39x15x15,5 og Husquarna TC450, árg. 2006, ekið 50 tíma. Verð kr. 300 þús. Sendi myndir í tölvupósti. Uppl. í síma 845-6894. Margt sniðugt til sölu. Varahlutir í Mengel 360 heyvagn, árg. '85. Varahl. í Bens 1620, Pajero árg. 96 dísel, í niðurrif. Gömul Grimme kartöfluupp- tökuvél. Felgur undan JCB3d, gamalli gröfu. Fella 187 sláttuvél. Fahr snún- ingsvélar, gamlar. Uppl. í síma 894- 4890. Til sölu Musso, árg '98. 2,9 l dísel. Ekinn 203 þús. km, 33" dekk. Skoðaður til 2013. Verð 500 þúsund. Uppl. í síma 869-6860 eftir kl. 16:00. Til sölu 4 jeppadekk notuð. Wild Country, 35x12,50 - RI5LT - 11.30. Verð kr. 45.000. Uppl. gefur Sigurður í síma 892-5016. Til sölu Ford F350, árg. 1992. Ekinn 180.000 þús. km. Með föstum álpalli. Einnig vélsleði, Lynx Extreme Rave, árg. 2008, ekinn 2.500 km með negldu 144" belti. Verð. kr. 1.100.000. Uppl. í síma 863-9764. Til sölu Chevrolet 2500, 6,6 Duramax. Með öllu, krókur á palli, prófílkrókur, 20“ dekk, nýleg. Fallegur og góður bíll, ekinn 112 þús. km. Uppl. í síma 893-0564. Til sölu Pöttinger sáðvél, árg. 2007. Landini Legend 145 TDI, árg. 2006. Volvo FL10, árg. ´88, 6 hjóla með álpalli. Uppl. í síma 893-9610 eða ulfsstadir@emax.is Flísar - klæðning. Til sölu hágæða granítsteypuflísar í stærð 30 x 60 cm, sem henta bæði til gólf- eða veggjaklæðningar innanhúss sem og til utanhússklæðningar. Tveir litir, millibrúnn og ljós. Uppl. í síma 845- 7396. Til sölu 8 m hvítar, hefðbundnar fánastangir. Uppl. í síma 663-4455. Til sölu JCB-3C, árg. 2006. Notuð 4.500 vst. Vel með farin og í góðu lagi. Verð kr. 6.000.000. Uppl. í síma 863-5390. Til sölu Volvo FM-12, 8 hjóla, árg. 2001. Með 20 tonn/m krana og krókheysi. Verð kr. 4.000.000 án vsk. Uppl. í síma 863-0529. Til sölu 18 skrifstofu veggeiningar með hertu gleri. Sogkerfi fyrir afgas. Gott í vélaskemmuna eða bílaverk- stæðið. Dekkjaglennari og bílskúrs- hurðaopnari fyrir allt að 3 m hurð. Uppl. í síma 893-3475. Díselrafstöð til sölu. Yanmar 4 cyl. díselrafstöð, árg. 2006, 3 fasa 22 kW, eins fasa 14 kW, í hljóðeinangruðum kassa. Notuð 2.600 tíma. Nýyfirfarin. Verð kr. 650 þús. Uppl. í síma 864- 0695. Til sölu JCB traktorsgrafa, árg. 1984, með bilaða skiptingu (vara- hlutir fylgja). Vinnuvélaskoðuð 2012. Verð kr. 750 þús. eins og hún er en 1 milljón ef í lagi. Áhugasamir leiti upp- lýsinga í netfangið einirsb@simnet.is Til sölu skóflur og hraðtengi á JCB 8018, 30 cm skófla, 100 cm skófla, hraðtengi, 2 x stækkun á tönn. Tilboð óskast! Uppl. gefur Þórir í síma 698- 0098. Til sölu Hilux Double Cap pickup, dísil, árg. 2000. Ekinn 360 þúsund km. Ásett verð kr. 960 þúsund. Fæst á kr. 700.000. Einnig vörubílsgrind á tveimur hásingum, fín í rúlluvagn. Uppl. í síma 893-9190. Flísar - klæðning. Til sölu hágæða slitsterkar granítsteypuflísar 30 x 60 cm. sem henta jafnt til gólf- eða veggjaklæðningar innanhúss, eða sem utanhúsklæðning. Tveir litir, brúnt og ljósdrappað. Uppl. í síma 845-7396. Pöttinger fjórskera vendiplógur m. öllum búnaði. Hnífatætari 285 cm með þjöppunarvalsi. Nýleg hreinsis- kófla á beltagröfu, 2,4 m. Volvo FL10 vörubíll, árg. ´88, fastur pallur 8 m langur. Fjárkarfa, tveggja hæða, 9 m löng. Sláttuvél í varahluti, Pöttinger cat 29. Sími 894-9360. Til sölu einstök rúllusamstæða Gewitech 930, árg. ´07. Netbúnaður og söxun. Aflþörf 60-80 hö. Rúllar 90x90 og eru þessar rúllur nokkuð þekktar á Reykjavíkursvæðinu. Verð kr. 4.300.000 án vsk. Uppl. gefur Óli í síma 861-7429. Til sölu rafmagnstöfluskápar. 120x80 og 145x120. Verð tilboð. Uppl. í síma 898-6111. Gólfflísar - utanhúsklæðning. Til sölu hágæða granítsteypuflísar 30 x 60 cm. sem henta jafnt til klæðningar innan sem utanhúss. Tveir litir, brúnt og ljósdrappað. Upplýsingar í síma 845-7396. Óska eftir Óska eftir notaðri dráttavél. Óska eftir lítilli dráttarvél, MF 135 eða svipaðri vél. Má vera stærri. Uppl. gefur Siggi Gummi í síma 899-7640 eða í net- fangið land@visir.is Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslensk- ar. Vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma 822-3710 eða á olisigur@gmail.com Óska eftir að kaupa allt að 1.200 lm af mótatimbri. Sími 864-4545, dia.elli@simnet.is Er einhver sem á iðnaðarsaumavél sem er að safna ryki og vill láta fyrir lítið? Hafið þá samband. Uppl. í síma 868-6234 eða hafursey2@simnet.is Óska eftir að kaupa gamlan MF-135 eða IH 414, til að gera upp. Þarf helst að vera gangfær en til í að skoða allt. Uppl. Í síma 892-1542. Óska eftir að kaupa tveggja stjörnu rakstrarvél með 6-8 m vinnslubreidd. Uppl. í síma 858-2203. Óska eftir Dúa vörubíl. Gömlu tréleik- fangabílarnir. Má vera í hvaða ástandi sem er. Uppl. gefur Gummi A. í síma 660-3616. Óska eftir að kaupa traktorsgröfu eða gamla hjólavél. Allt kemur til greina. Uppl. í síma 868-4043. Óska eftir að kaupa slóða. Uppl. í síma 555-7000. Vantar lokið á tjakk í ámoksturstæki f. David Brown 880, teg. Modigs Verkstad. Tjakkurinn eða heil tæki koma einnig til greina. Önnur gerð ámoksturstækja á þennan traktor væri líka vel þegin. Vantar líka fjárvog og gamla handknúna skilvindu. Er á Austurlandi. Þorsteinn sími 846-6700. Óska eftir að kaupa þvottapotta (150 lítra), hafið samband í síma 846-4318 eða með tölvupósti: broddi@gmail.com Óska eftir notaðri Mammut steypu- hrærivél. Vinsamlega hafið samband í síma 696-0303. Óska eftir að kaupa sportbát með 80-120 hö mótor. Uppl. í síma 893- 3475. Óska eftir að kaupa snjóblásara með sjálfstæðum mótor. Uppl. í síma 893- 3475. Óska eftir að kaupa Krone diska- sláttuvélar til niðurrifs. Uppl. í síma 893-7616, Kristinn. Atvinna Kjötvinnslan Snæfell á Egilsstöðum óskar eftir að ráða kjötskurðarmann eða metnaðarfullan og drífandi aðstoðarmann. Reynsla úr kjötvinnslu eða kjötbúð er kostur. Menntun í kjöt- iðn er kostur. Umsóknir óskast sendar í netfang snaefellkjot@snaefellkjot.is Uppl. veitir Aðalbjörn í síma 862-2043 eftir kl. 15.00 á daginn. Vinna óskast í júlí og ágúst. Spænsk, sæmilega íslenskumælandi stúlka, ábyggileg og dugleg, vön hestum/dýrum og náttúruunnandi, óskar eftir vinnu úti á landi í sumar. Sveita- eða þjónustustarf. Uppl. á netfangið eldpipar@gmail.com eða í síma 899-5890. Barnapía í sveit. Óska eftir krakka í sveit á Austurlandi til að passa eina litla skottu og hjálpa til við létt heim- ilisstörf. Þarf að vera barngóður og duglegur einstaklingur. Uppl. gefur Bergþóra í síma 865-0870. Afleysingar í júlí og ágúst. Ég er kona á 21. aldursári, uppalin í sveit. Get leyst af í fjósum með mjaltagryfju og Delaval róbót. Vön öllum helstu sveitastörfum. Verð á Egilsstöðum í júlí og ágúst. Áhugasamir hafi sam- band í síma 849-6704 eða nem. sigrune@lbhi.is 12 ára telpa óskar eftir sveitaplássi. Er vön börnum og skepnum. Dugleg við heimilisstörf. Uppl. í síma 776- 0810, Halldór. Duglegur 16 ára strákur óskar eftir að komast í sveit í sumar sem vinnumað- ur. Uppl. í síma 694-9509, Margrét og Gunnar Már. Óskum eftir að ráða starfskraft í ferðaþjónustu í fallegri sveit á Norðausturlandi. Fjölbreytt starf, líf- legt og skemmtilegt. Æskilegt að við- komandi geti hafið störf sem fyrst. Uppl. í síma 468-1290 og 863-1290. Ég er 18 ára stúlka í leit að vinnu í sumar. Er hraust og stundvís. Get byrjað strax. Tala líka norsku. Elín, sími 858-7561 eða Helgi (faðir) í síma 893-8857 eða motull@simnet.is 18 ára piltur óskar eftir vinnu í sumar. Áhugasamur. Laus strax. Uppl. í síma 699-4010. Óska eftir að ráða vörubílstjóra í sumar. Áhugasamir sendið upplýs- ingar á einar@buvis.is Gefins Hvolpar, blandaðir border collie og íslenskur, fást gefins á góð heimili. Eru á Suðausturlandi. Uppl. í síma 699-1444. Gisting Seljaland í Hörðudal er tilvalinn áningastaður þar sem boðið er upp á gistingu og veitingar fyrir litla hópa, svefnpokapláss eða uppábúin rúm. Einnig hægt að fá nátthaga fyrir hesta. Þarf að bóka fyrirfram. Nánari uppl. á www.seljaland.is, í netfang- inu seljaland@seljaland.is eða í síma 894-2194. Veiðileyfi í Hörðudalsá. Hörðudalsá er tveggja til þriggja stanga fjöl- skylduvæn lax- og silungsveiðiá. Veiðileyfi seld í Seljalandi. Nánari uppl. á www.seljaland.is og í net- fanginu seljaland@seljaland.is eða í síma 894-2194. Gisting á Akureyri. Gæludýr leyfð. Uppl. gefur Sigurlína í síma 861- 6262. Leiga Til leigu 2000 hektara jörð í Berufirði ásamt 240 fm. íbúðarhúsi og útihús- um og fleiru. Uppl. í síma 849-3384. Erum par sem vantar hús með skúr til leigu. Verður að leyfa hundahald. Uppl. óskast sendar á yammi@ simnet.is Sumarhús Rotþrær - Vatnsgeymar. Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til 50.000 l. Lindarbrunnar. Sjá á borgar- plast.is - Mosfellsbæ. Uppl. í síma 561-2211. Einkamál Kona óskar eftir að kynnast bónda 40 ára eða eldri. Uppl. í síma 857- 0574, Hanna. Þjónusta Bændur-verktakar. Skerum öryggis- gler í bíla, báta og vinnuvélar. Sendum hvert á land sem er. Skiptum einnig um rúður í bílum. Vinnum fyrir öll tryggingafélögin. Margra ára reynsla. BílaGlerið ehf. Bíldshöfða 16, 110 Rvk. Sími 587-6510. Ertu með verki í baki, hálsi, grind eða fótum? Viltu losna við spennu og fá orku. Bowentækni er mild og áhrifarík. Bowensetrið Mjódd, sími 775-2530. Get bætt við í tamningum. Er á Vesturlandi. Uppl. í síma 897-7113. Veiði Veiðileyfi í Hörðudalsá. Hörðudalsá er tveggja til þriggja stanga fjölskyldu- væn lax- og silungsveiðiá. Veiðileyfi seld í Seljalandi. Nánari upplýsingar á www.seljaland.is, í netfanginu seljaland@seljaland.is eða í síma 894-2194. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara Forsala veiðileyfa í Eyjafjarðará gekk ágætlega Sala veiðileyfa í Eyjafjarðará gekk vel, en frestur til að kaupa leyfi í forsölu er nýlega liðinn. Ríflega helmingur veiðileyfa seldist í forsölu, sem er svipað og verið hefur undanfarin ár, en Ágúst Ásgrímsson bóndi í Kálfagerði og stjórnarmaður í Veiðifélagi Eyjafjarðarár segir að veiðileyfi séu áfram til sölu og verði seld jöfnum höndum yfir sumarið. Veiðifélag Eyjafjarðarár hóf í fyrsta sinn í fyrra að selja veiðileyfi á ósasvæði árinnar og segir Ágúst að sami háttur verði hafður á í ár. Salan hófst í byrjun þessa mánaðar. Félagar úr stjórn veiðifélagsins verða á vakt á svæðinu nú næstu daga til að fylgjast með,en nokkuð er um að menn veiði á svæðinu án þess að hafa leyfi. „Við viljum endilega vita af því hversu mikið af fiski veiðist á ósasvæðinu og þeir sem keyptu veiðileyfi í fyrra skiluðu inn aflatölum,“ segir Ágúst. „Núllsvæði“ fyrir unga veiðimenn Sú breyting hefur verið gerð nú fyrir sumarið að sérstakt svæði, núllsvæði, hefur verið útbúið í Eyjafjarðará. Það er á svæði umhverf- is gömlu brýrnar yfir ána, nær um það bil 100 metra niður fyrir þær og upp að hitaveiturörunum framan við bæinn Gil. Ágúst segir að svæðið sé hugsað til að koma til móts við þá sem eru að hefja sinn veiðiskap, yngri kynslóðina, og að leyfi þar kosti lítið. Svæði 1 hefur á móti verið fært aðeins ofar í ánni en áður og nær nú upp að Munkaþverárósi. Einungis má hirða eina bleikju undir 50 sentímetrum á stöng á hverri vakt í sumar, líkt og verið hefur. Sjóbirtingsveiði hefur aukist í Eyjafjarðará og segir Ágúst að sjó- birtingur nálgist það nú að vera um helmingur allra veiddra fiska í ánni. Á liðnu ári veiddust tæplega 1200 fiskar í Eyjafjarðará, en veiði fór seint af stað í fyrrasumar vegna kulda og vatnavaxta. „Við höfum trú á því að veiðin aukist ár frá ári og vonum að hún verði komin í fyrra horf innan fárra ára, um 2016,“ segir Ágúst, en seiðabúskapur árinnar hefur verið í lágmarki eftir hamfarir sem urðu í kjölfar þess að Djúpadalsvirkjun gaf sig seint á árinu 2007. Hann er nú á uppleið. Skortir heildarstefnu um nýtingu á lífrænum úrgangi Eiður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Moltu í Eyja- fjarðarsveit, segir það mjög jákvæðan áfanga að heimild hafi fengist með reglugerð sem nýlega var samþykkt til að nýta moltu. „Nú getum við farið að vinna markvisst að þvi að nýta moltuna þar sem hún er verðmætust og þá getum við líka fullyrt að Molta ehf. stendur fyrir mjög öflugri endurvinnslu líf- ræns úrgangs,“ segir Eiður. Hins vegar segir hann það áhyggjuefni að heildarstefnu um meðferð á nýtingu lífræns úrgangs skorti. Jarðgerð fari fram án til- skilinna leyfa og urðun fari víða fram við óboðlegar aðstæður. „Það er því augljóst að umhverfisyfirvöld verða að taka verulega á til að skapa endurvinnslu þeirra verðmæta, sem í þessum úrgangi felast, eðlilegan lagaramma og raunhæf starfsskil- yrði,“ segir Eiður. Vinnsla í jarðgerðarstöð Moltu hefur gengið vel og áfallalítið frá því fyrirtækið hóf starfsemi, að sögn framkvæmdastjóra. Hann segir reksturinn standa þokkalega undir sér, eða að hann myndi gera það við eðlilegar aðstæður. Skuldsetning félagsins sé hins vegar það mikil að erfitt sé að standa undir greiðslum af lánum. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.