Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 201210 Fréttir Tómataræktendurnir á Melum auka enn sinn veg: Plöntulýsing og lýkópentómatar – Hafa rutt brautina fyrir framþróun greinarinnar hér á landi Stundum velti ég fyrir mér umræðunni um hollustuna, hófið og allt þetta sem skiptir máli í lífinu. Oft er sagt að maður sé það sem maður lætur ofan í sig. Við skynjum að við Íslendingar erum oft á einhverjum toppi í tísku og háttum. Lengi vel lögðum við áherslu á hreysti og fegurð, hollt mataræði og hreyfingu, gerum það reyndar enn. Hinsvegar má spyrja hvort við gerum þetta bara í orði kveðnu því nú virð- ast vandamálin hrannast upp á himninum. Við Íslendingar erum orðnir ein feitasta þjóð í heimi, methafar í sykurneyslu. Ógnvænlegt og dýrt vandamál sem mun fylgja ungum kynslóðum þegar árin færast yfir, segja læknar og fræðimenn. Aldrei höfum við séð jafn stóran hóp af börnum og unglingum sem eru of feit, hreint út sagt þjökuð. Matvælaframleiðendur bera vissa ábyrgð Hverjir bera ábyrgð á þessu? Auðvitað ber fyrst að horfa á for- eldrana og heimilin. Síðan verða auðvitað matvælaframleiðendur að taka sinn skerf af ábyrgðinni og velta fyrir sér hvernig þeir komast með sínar vörur frá sykr- inum eða gefa jafnframt frekari kost á vörum þar sem dregið er úr sykurnotkun. Svo eru það auð- vitað sjoppurnar og verslanirnar í vaxandi mæli. Sjoppur og sælgætisbarir eru sér kapítuli Þegar komið er í sjoppur sjáum við agnarsmá börn með fullar hendur fjár að kaupa bland í poka. Við Íslendingar drekkum 170 lítra af sykruðu gosi meðan mjólkin er komin undir 100 lítra á mann. Þó eru það mjólkurvörurnar og mjólkin sem gefa best kalk í kalk- bankann, sem er mikilvægasta forðabúr líkamans gegn beinþynn- ingu. Nú blasir nýtt við í mörgum verslunum; stórir sælgætisbarir. Þar standa krakkagreyin og skófla sykrinum og gúmmilaðinu í stóra poka. Feita fólkið sem er ,,sælgætisalkar“ brýst út á nótt- unni til að fylla sín forðabúr. Í hinu fámenna ríki Íslandi þykir sjálfsagt að verslunin sé opin allan sólarhringinn. Hér vantar töluvert uppá aga Við erum bandarísk í háttum og hér vantar töluvert uppá aga, sem er öllu lífi mikilvægur. Við skulum stutta stund hugleiða hvert við erum að fara í okkar háttum. Hamingjan er merkilegur sólar- geisli og þarf marga þræði til að höndla hana. Einn hluti þess er að í uppeldinu séu hollustan og hófsemdin höfð að leiðarljósi. Hver er sinnar gæfusmiður, segir máltækið, en til þess að svo megi verða þurfa margir aðilar í þjóð- félaginu að taka höndum saman. Byrgjum brunninn svo barnið detti ekki ofan í hann. Blessuð sápan Á dögunum fór ég með litlum frænda mínum til húðsjúkdóma- læknis, hann var með þurra húð, ekki síst á handarbökunum. Læknirinn skoðaði strákinn og spurði svo hvort hann þvæði sér oft á dag og makaði hendurnar í sápu. Já, sagði strákur, mér er sagt heima og í skólanum að ég eigi að vera snyrtilegur og gera þetta svona. Allt er það rétt, sagði læknirinn, en þú átt að nota sára- litla sápu, nánast einn dropa og svo er stundum nægjanlegt að skola hendurnar upp úr hreinu vatni. Við notum gríðarlega mikla sápu og margir í óhófi, truflum hreinsikerfi líkamans og fyllum skolpræsin og allt útfall af sápuvatni sem mengar. Ég man eftir hinu magnaða viðtali Ómars Ragnarssonar við Gísla í Uppsölum þegar hann hnusaði af kallinum og sagði svo eitthvað á þessa leið: það er engin svitalykt af honum, þó fer hann aldrei í bað. Hamingjan fylgir hófsömum Fyrir nokkrum árum kom fram læknir sem benti á hina miklu sjampónotkun okkar og taldi hana slæma fyrir hárið og húðina og að hárið yrði mun fallegra ef það væri ekki notað, eða allavega í hófi. Er ekki rétt að staldra við og spyrja hvers líkaminn þurfi við, bæði að utan og innan? Hamingjan hefur alltaf fylgt hinum hófsama og þeim sem sér villu síns vegar og tekur upp betri lífshætti. Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar: Af offitu og óhóflegri sápunotkun Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða 2012: Ályktað um samgöngumál og skorað á stjórnvöld um jöfnun raforkukostnaðar Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða 2012 var haldinn í Heydal fyrir skömmu. Fundurinn var ágætlega sóttur og málefna- legur. Á fundinum voru sam- þykktar nokkrar ályktanir. Má þar nefna stuðningsályktun við tillögu Búnaðarþings 2012 um endurskipulagningu leiðbein- ingarþjónustunnar, vegamál og raforkumál. Fundurinn ályktaði um sam- göngubætur innan Vestfjarða með gerð Dýrafjarðarganga og endur- bótum á vegi yfir Dynjandisheiði. Einnig um áskorun til stjórnvalda um jöfnun flutningskostnaðar á raforku á landsvísu ásamt bótum á dreifikerfi með tilliti til gæða rafmagns og afhendingaröryggis og áherslu á hraðari uppbyggingu þriggja fasa rafmagns. Þá lýsti fund- urinn yfir stuðningi við tillögu til þingsályktunar um framtíðarskipan refaveiða sbr. þingskjal 891, 574. mál 140. löggjafarþings 2011-2012, með það að leiðarljósi að refastofn- inum verði haldið niðri um land allt svo ekki komi til stórslyss í lífríki landsins. Efnt verði til hvatningarverðlauna Fundurinn beindi því til stjórnar að koma á fót „bændadegi“ og efna til „hvatningarverðlauna“ á starfs- svæðinu sem nær frá Gilsfjarðarbotni vestur um og inn í Ísafjarðarbotn í Djúpi. Orkusparnaður í sveitum Á fundinum flutti Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun á Akureyri erindi um orkusparnað. Hann ræddi m.a. um umhverfisvæna orkuöflun, varmadælur og hitastýr- ingar í íbúðum. Einnig ræddi hann um einangrun og klæðningu húsa. 250 félagsmenn Í stjórn Búnaðarsambands Vestfjarða eru Halldóra Ragnarsdóttir Brjánslæk ritari, Sigmundur H. Sigmundsson Látrum gjaldkeri og Árni Brynjólfsson Vöðlum formaður. Á félagaskrá eru um 250 manns frá 100 búum. Frá aðalfundi Búnaðarsambands Vestfjarða 2012 sem haldinn var í Heydal í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp. PVC – Ál – Ál / Tré - Tré Allar gerðir glugga og hurða Gluggavinir.is Hlíðasmári 11 Sími: 571-0888 Í Garðyrkjustöðinni Melum á Flúðum hefur um árabil verið stunduð ein framsæknasta og öflugasta tómataræktun á Íslandi. Hjónin Sigríður Helga Karlsdóttir og Guðjón Birgisson stofnuðu stöðina árið 1980 og hafa síðan látið mikið að sér kveða, bæði með nýjungum sem aðrir hafa síðar tekið upp og einnig hafa Melar verið sú stöð sem framleiðir mest allra í land- inu, með ársframleiðslu í kringum 300 tonn. Ræktað er á um 5.000 fermetrum undir gleri og unnið að því að stækka það rými enn frekar – að sögn Guðjóns aðallega til að auka hagræði við uppeldi. Guðjón segir að þetta hafi allt byrjað þegar hann kom 13 ára í sveit til Einars heitins í Garði í Hrunamannahreppi. Þar hafi hann verið í fimm sumur. Síðan lá leiðin í garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi og lauk hann prófi þaðan árið 1978. „Fyrst byggðum við 450 fermetra hús, en síðan höfum við stækkað jafnt og þétt. Við byrjuðum að rækta í moldinni í húsinu – eins og allir gerðu á þeim tíma. Síðan var notuð stein- ull, svo svokallaður svarmosi, en nú ræktum við eingöngu í Hekluvikri.“ Var sagt að ekki væri hægt að lýsa tómataplöntur „Árið 1994 fórum við að lýsa tómata og prófuðum fyrst á 300 fermetrum. Í raun vorum við fyrst í Evrópu til að lýsa tómataplöntur – fyrir utan ríkisstyrktar tilraunir í litlu magni. Í nokkur ár vorum við þau einu á Íslandi sem gerðum þetta. Í framhaldi af velgengni okkar komu Finnar hingað og lærðu af okkar reynslu og nú eru þeir nú mjög framarlega í ræktun á lýstum tómötum. Okkur var sagt í byrjun að það væri ekki hægt að lýsa tómat- plöntur, m.a. réðu norskir ráðunautar okkur frá því að reyna þetta því við myndum fara illa út úr því. Íslenska þrjóskan varð hins vegar norsku ráðunautunum yfirsterkari og við prófuðum okkur áfram með erfiðis- munum, enda urðum við að læra af eigin mistökum. Smám saman fór þó að ganga betur og árið 1997 var öll stöðin komin undir lýsingu. Með lýsingu allan ársins hring færðust plönturnar upp á þar til gerðar rennur þannig að svokölluð milliplöntun væri möguleg. Þegar ljóst var að lýsingin var komin til að vera fylgdu aðrir í kjöl- farið. Nú eru langflestir tómatafram- leiðendur með lýsingu. Einnig ræktum við ýmsar kálteg- undir á 11 hekturum. Við sáum fyrir um 500 þúsund kálplöntum á hverju vori; aðallega eru þetta blómkál, spergilkál og kínakál.“ Fyrst með lýkópentómata á Íslandi Lýkópen er efnið sem gefur tóm- ötum rauða litinn og er svokallað andoxunarefni. Þykir það vera heilsu- samlegt að ýmsu leyti og er m.a. talið veita vörn gegn hjartasjúkdómum og krabbameini í blöðruhálskirtli og meltingarvegi, auk þess sem það er talið geta lækkað blóðþrýsting. Í tóm- ataræktun hafa verið þróuð afbrigði sem innihalda meira magn af lýkópeni en gengur og gerist – allt að þrefalt meira – og voru þau á Melum fyrst til að rækta slík afbrigði hér á landi. „Ég kynnstist ungum framleiðanda í Hollandi sem var með einkaleyfi á þessum lýkópentómötum og þar sem ég ógnaði alls ekki hans markaði gaf hann mér leyfi til að rækta þá. Í fyrstu ræktuðum við eingöngu litla kirsuberja-lýkópentómata en nú erum við einnig með stóra lýkópentómata,“ segir Guðjón. Að sögn Guðjóns gengur salan vel, enda séu Íslendingar alltaf að verða meðvitaðri um gæði íslenska græn- metisins. Vistvæn ræktun er stunduð á Melum, en það þýðir að eingöngu eru notaðar lífrænar varnir og engin eiturefni. Hann segir að munurinn á lífrænni og vistvænni ræktun sé aðal- lega sá að notaður sé tilbúinn áburður í þeirri vistvænu. „En ég vil benda á að við erum ekki að brenna olíu eða gasi til upphitunar eða kolsýrugjafar. Við notum rafmagnið úr fallvötnum og kolsýran kemur upp úr borholu eins og heita vatnið. Ég vil meina að Íslendingar eigi að kaupa það sem er þeim næst, en ekki flytja inn lífrænt eða ólífrænt sem ferðast hefur um langan veg með tilheyrandi mengun.“ /smh Talsverðar framfarir hafa orðið í ræktun tómata í gróðurhúsum á undan- förnum árum. Nú eru ágræddar tómataplöntur að verða æ algengari, en slíkar ágræðslur eru annars vel þekktar í öðrum tegundum – t.d í ræktun ávaxtatrjáa. Mynd / smh

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.