Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Erfðabreytt matvæli koma ekki í veg fyrir matvælaskort á jörðinni – Segir formaður Orku- og umhverfisnefndar Norska Stórþingsins Fjölþjóðafyritækin Monsanto og Bayer CropScience hafa sótt um leyfi til að fá að selja í Noregi tvær gerðir af erfðabreyttum maís og eina af repju. Ég tel að að eigi að hafna þeim umsóknum, Miðflokkurinn er andvígur ræktun erfðabreyttra nytjajurta í Noregi og yfir höfuð andvígur ræktun, innflutningi og viðskiptum með erfðabreyttar lífverur. Við viljum skila landinu til komandi kyn- slóða eins og við tókum við því. Við eigum að nýta okkur alla þá þekkingu á landbúnaði sem í boði er og bæta við hana. Þar sem þekk- ingin er takmörkuð ber okkur að fara varlega. Eitt stærsta verkefnið, sem núlif- andi kynslóð jarðarbúa stendur frammi fyrir, er þrengingar í mat- vælaframleiðslunni. U.þ.b. einn milljarður manna gengur svangur til hvílu á hverju kvöldi. Árið 2050 verða jarðarbúar orðnir meira en níu milljarðar. Matvælaöryggi er grundvallar- atriði í sérhverju samfélagi, einnig í Noregi. Nýlega fór íbúafjöldi landsins yfir 5 milljónir og þess má vænta að ein milljón bætist við fyrir árið 2050. Fæðuframleiðsla sem byggist á ræktun erfðabreyttra jurta er ekki leiðin til að tryggja mat- vælaöryggi þess fjölda. Við vitum ekki hvaða áhrif slík ræktun hefur á umhverfið og heilsu fólks. Krafan um að leyfa slíka ræktun er ekki komin frá almenningi, heldur frá nokkrum stórum alþjóðlegum fyrir- tækjum. Samtök neytenda, samtök landbúnaðarins og umhverfissamtök leggjast hins vegar öll gegn þeim fyrirætlunum. Sem betur fer eru fá dæmi um erfðabreytt matvæli á norrænum mat- vælamarkaði en á heimsmarkaði er sífellt algengara að í matvælum sé erfðabreytt hráefni. Miðflokkurinn krefst þess að bannað verði með lögum að rækta erfðabreyttar jurtir þar sem þær kom- ast í snertingu við norskt jurtaríki og vill einnig banna innflutning og viðskipti með erfðabreytt matvæli. Flokkurinn krefst þess einnig að þessum sjónarmiðum verði komið á framfæri við Evrópusambandið (ESB), Alþjóða viðskiptastofnunina (WTO) og Sameinuðu þjóðirnar. Erling Sande, formaður Orku- og umhverfisnefndar Norska Stórþingsins, (Nationen, 22. mars 2012, stytt). Fjármagnið og alþjóðleg viðskipti með matvæli Með landráni, (á sænsku „land- grabbing"), er átt við það þegar efnaðar þjóðir, fyrirtæki eða fjár- festingasjóðir kaupa jarðnæði í þriðja heiminum á lágu verði. Nýlegt dæmi um það er eftirlauna- sjóður í ríku landi, sem hefur hafið slík viðskipti með það að mark- miði að tryggja eftirlaunagreiðslur félagsmanna sinna. Að baki þessu býr það að nýtan- legt ræktunarland í heiminum fer þverrandi á sama tíma og jarðarbú- um fjölgar hratt. Efnaðar þjóðir eru þannig að styrkja matvælaöflun sína til framtíðar. Afleiðing þessa getur orðið sú að íbúar landanna, sem hið keypta jarðnæði er í, missa yfirráð yfir landi sem þeir hafa nytjað kynslóð fram af kynslóð, frá ómunatíð. Þar sem ríkisstjórnir í löndum þar sem fátækt ríkir þurfa á fjármagni að halda, m.a. vegna minnkandi alþjóðlegrar þróunarhjálpar, þá er tilboðum sem þessum tekið. Umráðamenn þessa jarðnæðis fá þó iðulega ekkert greitt fyrir það. Í svokallaðri Dakar-yfirlýsingu frá árinu 2011 hafa m.a. bændur, ýmis félagasamtök í viðkomandi löndum og einstaklingar krafist að þetta land- rán verði stöðvað og að réttur heima- manna verði tryggður. Uppkaup á landi hafa þó ekkert minnkað, en þar eru lífeyrissjóðir stórtækastir. Forsvarsmenn sumra sjóðanna hafa að vísu lýst því yfir að þeir vilji að þessi viðskipti stand- ist siðferðileg viðmið og að þeir fylgi siðferðilegum viðmiðum, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett um fjárfestingar í jarðnæði. Gott og vel, þá geta allir verið ánægðir. Vandinn er hins vegar sá að jafnvel Alþjóðabankinn á erfitt með að finna dæmi um viðskipti með jarðnæði í þróunarlöndum, sem íbúar landanna hafa haft hag af. Á hinn bóginn er mikið um fjárfesta sem hafa verið að kaupa fyrir millj- arða dollara, land sem er að flatar- máli verulega stærra en Finnland. Það liggur beint við að verð á bæði jarðnæði og matvælum hækkar af þessum sökum. Á hinn bóginn eru einnig til dæmi um að komið hafi verið vel fram við heimamenn, svo sem að fyrirtæki hafi keypt jarðir með öllu tilheyrandi, fjárfest þar í nýrri tækni og aukið fjölbreytni fram- leiðslunnar og hún þá jafnvel seld á heimamarkaði, eða svo segja nýju eigendurnir a.m.k. Þeir, sem þekkja vel til mála efast reyndar um að svo sé. Sá efi bygg- ist á því að lítið er um athuganir á þessum viðskiptum í hlutfalli við umfang þeirra. Umhugsunarvert er þegar fjár- sterkir aðilar stunda slík viðskipti í stórum stíl á sama tíma og mikil óvissa ríkir í alþjóðlegum matvæla- viðskiptum, sem ætti fremur að hvetja til varfærni. Skýringanna gæti frekar verið að leita í því að undir búi að ná tökum á framboði matvæla á alþjóðamörkuðum með því að stjórna framboðinu. Fyrsta skrefið er þá að eignast jarðnæði til ræktunar á sem hagstæðustu verði. Flestir þessara fjárfesta láta sér fátt um finnast hvort landbúnaður sé sjálfbær. Þegar eftir- spurn eftir matvælum vex er hægt að hækka verðið, en ef það lækkar er unnt að undirbjóða viðkvæma markaði, eins og í Finnlandi, þar sem lögð er áhersla á sjálfbæran land- búnað sem framleiðir gæðavörur sem bændur fá sanngjarnt verð fyrir. Ef og þegar nokkur stór fyrir- tæki eiga ræktunarland í stórum stíl víða um heim og hafa náð tökum á markaðnum, þá hafa aðrir engin áhrif á verðlagningu á búvörum, jafnvel á heimamarkaði sínum. (Landsbygdens Folk, 16. mars 2012). Utan úr heimi Breskt fyrirtæki, Weeding Tech, hefur þróað óhefðbundna aðferð gegn illgresi í lífrænni ræktun. Aðferðin gengur út á að eyða ill- gresinu með því að sprauta á það heitri froðu, sem brotnar síðan niður. Tæki sem nýtir þessa aðferð hefur verið sett á markað undir heitinu „Foamstream“ og reynst vel á erfitt illgresi í Norfolk í Englandi. Mörg vottunarfyrirtæki hafa mælt með henni og hún er sögð einföld í fram- kvæmd. Eyðing illgresis er ekki ný af nálinni en aðrar nýjungar hafa verið dýrar í framkvæmd og skilað minni árangri en hefðbundnir illgresiseyðar. Að sögn Weeding Tech byggist Foamstream-aðferðin á því að að froðan er hituð með rafmagni upp að suðumarki í þremur geymum, sem festir eru á þrítengi aftan á dráttarvél. Sjálfur dreifarinn er festur framan á dráttarvélina. Á tækinu eru spíssar sem dreifa froðunni. Stefnu þeirra er unnt að stjórna úr ekilssætinu, sem og magni froðunnar. Heit froðan leggst eins og einangrandi teppi á illgresið og tilraunir sýna að það fer að visna eftir um 15 mínútur. Til að auka áhrifin er í froðunni efni sem smýgur í gegnum vaxborið yfirborð illgresisins og eykur áhrif efnisins. Foamstream er hannað til notkunar í beðum sem raðsáð er í og hentar m.a. vel á grænmeti. Þá gagnast aðferðin vel verktökum sem sjá um gróin svæði fyrir sveitarfélög í þéttbýli. Viðurkennt við lífræna ræktun Froðan er framleidd úr náttúru- legum hráefnum og að auki blönduð litlu magni af lífrænni olíu, sykri, repju, kartöflum, hveiti og maís. Vottunarstofur fjölda landa viður- kenna hana. Áætlað er að það taki bóndann tvö ár að fá útlagðan kostn- að við aðferðina endurgreiddan. Fyrir nokkru fékk fyrirtækið Foamstream, sem setti aðferðina á markað, verðlaun fyrir bestu nýjung ina á landbúnaðarsýningunni LAMMA í Lincolnskíri í Englandi, sem 60 þúsund gestir sóttu, bæði innlendir og erlendir. Frá og með komandi vori verður aðferðin sett á markað um alla Evrópu. Daninn Johan Kristian Rud hefur verið ráðinn til að stjórna sölu tækisins á Norðurlöndumum og í Eystrasaltsríkjunum en útibú fyrir- tækisins í þessum löndum nefnist Weeding Technologies Nordic AS. (Landsbygdens Folk, 23. mars 2012, Peter Karlberg.) Heit froða notuð gegn illgresi í lífrænni ræktun Við bjóðum þér gæða spennugjafa og rafgirðingarefni Hliðgrindur í miklu úrvali Sjá bækling á www.ks.is Gallagher rafgirðingarefni færði í KS Verslunin Eyri og í verslunum Húsasmiðjunnar um allt land. Leitið upplýsinga um vörur og tilboðsgerð í síma 455 4613 eða 455 4627

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.