Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 201212 Fréttir Gíslavaka í Húnaveri 9. júní Í Svartárdalnum, sveitinni hans Gísla Ólafssonar, verður efnt til samkomu í Húnaveri laugardaginn 9. júní kl. 14. Þar verða ljóð hans kveðin, sungin og lesin og Kristján Eiríksson íslenskufræðingur hjá Árnastofnun flytur erindi um Gísla og verk hans. Kvenfélagið selur kaffi gegn hóflegu gjaldi og sama gildir um aðgangseyri. Menningarsjóður Norðurlands vestra styrkir samkomuna. Gísli Ólafsson varð kunnur af vísnagerð á unga aldri. Vísur hans um lækinn og hlýjuna heima á Eiríksstöðum urðu fljótt fleygar og eru enn kveðnar á kvæðamannaþing- um. Hann lýsti hlutskipti Kolfinnu sem Hallfreður yfirgaf uns hann birt- ist henni aftur í selinu á Laxárdalnum. Skáldið Gísli reið einnig um nótt upp Norðurárdal þar sem bærinn á Kirkjubæ var hruninn og burtu allt og við það ljóð samdi Pétur Sigurðsson frá Geirmundarstöðum magnað lag. Búskapur Grettis í Drangey og aftur- ganga Jónasar í Gjánni fengu líka sín ljóð. Lækurinn, 3. og 5. vísa. Bæ ég lítinn byggði þar og blómum utan skreytti. Yfir tún og engjarnar oft ég læknum veitti. Æskan hverfur, yndi dvín allt er líkt og draumur. Áfram líður ævin mín eins og lækjarstraumur. Höfundur G.Ó. Gísli gaf út nokkrar ljóðabækur, samdi og flutti skemmtiljóð á sam- komum og fær mjög vandaða og bjarta lýsingu hjá Hannesi Péturssyni skáldi frá Sauðárkróki í nýrri minn- ingabók hans, Jarðlag í tímanum. Gísli stofnaði ungur fjölskyldu en eftir nokkurra ára búskap heima í Dölunum flutti hann út á Blönduós og síðar norður á Sauðárkrók þar sem hann bjó síðan. Á Eyvindarstöðum í Blöndu- dalshólasókn bjuggu Gísli Ólafsson og Elísabet Pálmadóttir, eignuðust þau 22 börn á árunum 1844-1871 og urðu sum nafnkennd. Þrír bræður fóru til Ameríku, Kristján kaupmaður á Krókinn, Guðmundur varð húsmað- ur á Skeggsstöðum, Sigríður bjó á Æsustöðum, Ósk á Eyvindarstöðum en elsti bróðirinn Ólafur var bóndi á Eiríksstöðum og þar ólst upp Gísli sonur hans og alnafni afa síns á Eyvindarstöðum. Gísli Ólafsson. María Dís Ólafsdóttir er einungis 17 ára gömul og nemandi við Verkmenntaskólann á Akureyri en hefur gefið út sitt fyrsta prjóna- blað, Ölduna, með 24 fjölbreyttum uppskriftum. María Dís, sem kemur frá bænum Fjöllum 1 í Kelduhverfi, notar íslenska ull í allar uppskriftirnar. „Mér hefur alltaf fundist gaman að búa til hluti og get eytt tímunum saman í eitthvert föndur. Svo þegar mig vantaði eitthvað að gera yfir sjónvarpinu fann ég prjónana mína á ný eftir nokkurra ára hlé, en ég lærði að prjóna áður en ég fór í grunnskóla. Fyrst var ég nú bara að drepa tímann en svo þegar ég varð betri og betri fór ég að sjá meiri tækifæri. Eftir tuð í ættingjum skráði ég mig í hand- verksfélag, þá var ég 15 ára gömul. Þar hef ég selt vörurnar mínar í tvö sumur og stefni á það þriðja. Félagið heitir Heimöx og er með lítið hús í Ásbyrgi. Í Heimöx eru á milli 30 og 40 félagar og skiptumst við á að afgreiða,“ segir María Dís. Nýjar aðferðir við prjónaskapinn Fyrstu uppskriftina gerði María Dís þegar íslenska karlalandsliðið í hand- bolta var að keppa á Evrópumótinu í byrjun árs 2010. „Þá var ég rétt að verða 15 ára og afi minn nýbúinn að eiga afmæli. Afi var mjög spenntur fyrir leikj- unum og mig langaði að gefa honum eitthvað til að sýna stuðning sinn við Ísland. Þá byrjaði ég að hanna Íslandshúfurnar. Hann var mjög ánægður með húfuna sína og þorir varla að nota hana ef einhver skyldi stela henni,“ útskýrir María Dís og segir jafnframt: „Fleiri uppskriftir bættust hægt og rólega í hópinn en haustið 2011 langaði mig að fá eina af þeim birta. Ég fékk ekki góðar móttökur við því. Ekki var séns á að selja eina og eina uppskrift í prjónablöð. En mér fannst ég hafa eitthvað gott í höndunum og vildi nýta það. Þá sagði ég við sjálfa mig: „Ég geri þetta þá bara sjálf.“ Eftir það fór allur minn frítími í að prjóna og hanna uppskriftir, setja þær upp í tölvunni og taka myndir í blaðið. Það liðu sex mánuðir frá því ég fékk hugmyndina að því að gera mitt eigið blað þar til það var tilbúið í prentun. Oft sat ég í 10 klukkutíma á dag prjónandi fyrir framan sjón- varpið, en þess á milli fékk ég vini mína og ættingja til að sitja fyrir í prjónuðum fötum. Engin uppskrift var fullkláruð þegar ég fékk þessa hugmynd en nú eru þær orðnar 24. Allar uppskriftirnar eru úr íslenskri ull og nota ég flísefni með sumum þeirra. Ég nota mikið nýjar aðferðir sem herbergisfélagi minn kenndi mér. Það er ekki víst að allir kannist við þessar aðferðir en leiðbeiningar um þær fylgja í blaðinu.“ /ehg Sautján ára Verkmenntaskólanemi á Akureyri í blaðaútgáfu: Fyrsta prjónablaðið orðið að veruleika Hér má sjá Íslandshúfurnar góðu, sem María Dís gerði upprunalega fyrir afa sinn fyrir tveimur árum. Sýnishorn af prjónaðri pokapeysu fyrir ungbarn. Forsíðan á fyrsta tölublaiði Öld- unnar. María Dís Ólafsdóttir er 17 ára gömul og gaf á dögunum út sitt fyrsta prjónablað með 24 uppskriftum. Í fjárhúsinu hjá Þorsteini Loga Einarssyni í Egilsstaðakoti í Flóahreppi að þar fæddist þrífætt lamb og vottaði ekki fyrir fjórða fætinum. Þessi vansköpun virðist þó ekki hafa áhrif á lambið að öðru leyti sem þrífst mjög vel, fær mjólk frá móðurinni og leikur sér í fjárhúsinu. Þorsteinn Logi er með um 330 fjár og er rúmlega helmingurinn borinn hjá honum í nýju og glæsilegu ferða- þjónustufjárhúsi. Þar tekur hann á móti hópum sem vilja kynnast lífinu í sveitinni og þeim undrum sem þar gerast. Heimasíða búsins er www. egilsstadakot.is og hægt er að hafa samband við Þorstein í síma 867- 4104 eða senda tölvupóst á thor- steinn82@simnet.is. /MHH Þrífætt lamb í Egilsstaðakoti

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.