Bændablaðið - 16.05.2012, Qupperneq 35

Bændablaðið - 16.05.2012, Qupperneq 35
35Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 1 7 9 8 2 6 8 1 9 4 5 2 6 7 3 5 4 1 6 3 7 6 2 9 8 4 8 5 1 5 6 6 2 5 7 2 1 2 8 3 6 7 5 7 9 4 6 1 8 4 5 7 6 3 8 1 1 8 2 7 9 8 5 3 3 3 1 9 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. 4 Heiða Rakel Guðmundsdóttir er nemandi í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði og verður innan tíðar 16 ára gömul. Hún verður víða í sumar, fer til Danmerkur með skólanum sínum, til Spánar með knattspyrnu- félaginu sínu og fjölskyldunni og ætlar einnig í sumarbústað. Nafn: Heiða Rakel Guðmundsdóttir. Aldur: 15 að verða 16. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: 220 Hafnarfjörður. Skóli: Hvaleyrarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Ég á mér mörg uppáhaldsdýr eins og til dæmis hesta, hunda, ketti, sebrahesta og fleira. Ég á kindur og páfagauk. Uppáhaldsmatur: Hamborgar- hryggurinn sem ég fæ á jólunum. Uppáhaldshljómsveit: One direc- tion, LMFAO og fleiri. Uppáhaldskvikmynd: Goal 1. Fyrsta minningin þín? Fyrsta Spánarferðin. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og spila á gítar. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að vera á Facebook. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í fótbolta. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er margt skemmtilegt sem við vinkonurnar gerum saman. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að taka próf. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ég ætla að fara til Danmerkur með skólanum, til Spánar með fótbolt- anum og síðan aftur til Spánar með fjölskyldunni. Síðan ætla ég bara að fara upp í sumarbústað og njóta sum- arsins. /ehg Klæðileg og sæt sumarpeysa – fyrir börnin PRJÓNAHORNIÐ Stærðir: 1-2, 2-3, 4-5, 5-6 ára. Gult, fjólublátt, grænt eða bara eitthvað í þessum litum sem liggur í garnkörfunni og er hvort sem er ekki nóg í neina flík. Heklunál númer 3 eða sú stærð sem passar við grófleika garnsins sem við erum að nota. Efni: Tyra frá garn.is. Tyra fæst í 14 fallegum litum. Rautt An 2137 - 4 dokkur Ljósgrátt nr. AF 9141 - 1 dokka Silfurgrátt nr. AF 970 -1 dokka Prjónar: Hringprjónar nr. 4,5 x 60 cm Sokkaprjónar nr. 4,5 Aðferð: Bolur og ermar prjónuð í hring, sléttprjón með röndunum. Við handveg eru ermar og bolur sameinuð á einn hringprjón og axlarstykkið prjónað með einum lit með garðaprjóni. Prjónað er perluprjón neðst á ermum og bol: 1 l sl. og 1 l br., næsta umferð slétt ofan á brugðna og brugðin ofan á slétta. Bolur: Fitja upp 114-126-138-150 L, tengja í hring og prjóna perluprjón 6 umferðir. Prjónið nú 6 umf. rautt, 4 umf. ljósgrátt, 6 umf. rautt, 3 umf. silfurgrátt, 6 umf. rautt , 3 umf. ljósgrátt, 5 umf. rautt, 2 umf. silfurgrátt, 4 umf. rautt, 2 umf. ljósgrátt, 3 umf. rautt, 1 umf. silfurgrátt, 2 umf. rautt, 1 umf. ljós- grátt, prjónið svo áfram með rauðu þar til bolur mælist 25-27-31-33 cm frá uppfitjun. ATH: Á sama tíma er tekið úr eftir 9-10-11-12 cm, 6L jafnt yfir og eftir 17-19-21-23 cm, 6L jafnt yfir. Setjið 6-8-8-10 L undir handveg báðum megin á hjálparprjón. Þá eiga að vera 45-49-55-59 L að framan og aftan. Geymið og prjónið ermar. Ermar: Fitjið upp 45-47-49-51 L, prjónið 6 umferðir perluprjón með rauðu. Prjónið nú 6 umf. rautt, 4 umf. ljósgrátt, 6 umf. rautt, 3 umf. silfurgrátt, 6 umf. rautt, 3 umf. ljósgrátt, 5 umf. rautt, 2 umf. dökkgrátt, 4 umf. rautt, 2 umf. ljósgrátt, 3 umf. rautt, 1 umf. silfurgrátt, 2 umf. rautt, 1 umf. ljósgrátt. ATH: Á sama tíma er tekið úr í 8.-9.-10.-11. umf sitt hvoru megin við miðja undirermina. Aftur í 6.-7.-8.-9. umf. eftir síðustu úrtöku og enn í 6.-7.-8.-9. umf. eftir síðustu úrtöku. Prjónið nú 12 umf., þá er aukið út um 1 L sitt hvoru megin við miðja undirermi þrisvar sinnum með 5 umf. millibili. Þá eiga að vera 45-47-49-51 L á prjóninum. Setjið nú 6-8-8-10 L á miðri undirermi á hjálparprjón Axlarstykki: Sameinið á hringprjón bol og ermar. Axlastykkið er prjónað 1 umferð brugðin og 1 umferð slétt þannig að það kemur út sem garðaprjón í hring. Laskaúrtaka á samskeytum erma og bols í annarri hvorri umferð þannig: Merkið fyrir miðju samskeyta erma og bols, alls 4 merki. Þegar 4L eru að næsta merki eru prjónaðar 2L saman, 2L brugðnar að merki, 2L brugðnar eftir merki, 2L saman. Tekið er úr í annari hvorri umferð, sitt hvoru megin við merkin, þar til garðaprjónslykkj- urnar yfir ermunum eru 3, þá er hætt að taka úr þar en haldið áfram að taka úr að framan og aftan. *Nú eru lykkjurnar 3 fyrir ofan ermarnar prjón- aðar sléttar og í fjórðu hverri umferð er fyrsta lykkjan tekin óprjónuð, 2L prjónaðar sl. og óprjónaða lykkjan dregin yfir hinar tvær.* Frá *-* er gert tvisvar. Passið að prjóna brugðnu lykkjurnar 4 áfram brugðnar alla leið upp kragann. Þegar búið er að bregða óprjónuðu lykkjunni tvisvar yfir hinar 2 er hætt að taka úr og prjónað stroff 2 sl. og 2 br. en lykkjurnar 3 með óprjónuðu lykkjunni prjónaðar alla leið upp kragann líka, líkt og áður og 4 brugðnar lykkjur sitthvoru megin við. Kraginn, sem núna á að vera 54-58-66-63 L, er prjónaður svona 10 umferðir, og þá eru sléttu lykkjurnar með óprjónuðu lykkjunni komnar tvisvar í viðbót, alls fjórum sinnum. Fellið laust af. Gangið frá endum og lykkið saman undir höndum. Inga Þyrí Kjartansdóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Á ferð og flugi í sumar 79 Ný Fab Lab smiðja sett upp á Ísafirði Matarsamfélag Árnesþings Nú er í gangi áhugavert samstarfs- verkefni áhugahóps um matar- menningu og matvælaframleiðslu í Árnessýslu í tengslum við vaxandi ferðaþjónustu í sýslunni. Stefnan er sett á upprunamerkingar mat- væla sem framleidd eru á svæðinu. „Í samvinnu við Matarsmiðjuna á Flúðum reynum við svo að efla enn frekar fullvinnslu matvæla með áherslu á gerð matarminjagripa auk sérstakra framleiðsluvara í nafni fyrirtækja eða einstaklinga og matar- samfélagsins. Sérstök merki (lógó) verða gerð í ýmsum stærðum sem m.a. passa inn í matseðla og geta þá veitingahús merkt þá rétti sem eiga rætur sínar að rekja til héraðsins, sem gefur skemmtilegan möguleika á því að beina sjónum sérstaklega að þeim matvælum sem eru framleidd hér og búa til nýja rétti. Þannig styrkjum við hvert annað. Lokamarkmið matarsamfélagsins er svo að koma á matarmenningarferðum um Árnessýslu sem mætti starfrækja allan ársins hring. Sveitarfélög gætu séð sér hag í matartengdum hátíðum ýmiskonar sem undirstrika framleiðslu í hér- aðinu, t.d. væri ekki úr vegi að halda hátíðina „Gott í gogginn“ í Grímsnes - og Grafningshreppi, bjórfestival annarsstaðar og svo erum við auðvi- tað með Ísdaginn mikla í Hveragerði og uppskeruhátíð á Flúðum, við höfum öll okkar sérstöðu,“ segir Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og verkefnisstjóri verkefnis- ins. /MHH „Það er kannski ofmælt að segja að Fab Lab sé galdratæki – en það kemst ansi nálægt því“, segir í til- kynningu frá Iðnaðarráðuneytinu. Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Nú er von á einni slíkri til Ísafjarðar sem hefur starfsemi í haust. Að smiðjunni standa Mennta-skólinn á Ísafirði, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Bolungarvíkurkaupstaður og Ísafjarðarbær.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.