Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Sænski baróninn F.W. Hastfer ræktaði fyrstur kartöflur á Íslandi. Baróninn setti kartöflurnar niður á Bessastöðum á Álftanesi vorið 1758 og fékk góða uppskeru um haustið. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, séra Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum á Álftanesi og séra Jón Bjarnason á Ballará spreyttu sig síðan allir á kartöflu- rækt 1759 og 1760. Séra Björn í Sauðlauksdal mun hafa verið atkvæðamestur þeirra og hvatti samlanda sína mjög til að rækta kartöflur, en það mun hafa gengið seint fyrstu árin. Kartöflurækt hófst ekki fyrir alvöru hér á landi fyrr en á fyrsta og öðrum áratug 19. aldar. Í dag er kartöfluneysla svo almenn á Íslandi að segja má að Íslendingar borði kartöflur í öll mál, og mörgum finnst máltíðin tómleg séu ekki kart- öflur á borðum. Forspírun og jarðvegur Vegna stutts vaxtartíma er nauðsyn- legt að láta kartöflur (Solanum tube- rosum) spíra áður en þær eru settar niður. Forspírun tekur 4 til 6 vikur við góð skilyrði og því flestir búnir að setja kartöflur í spírun þegar þetta birtist. Kartöflur spíra best í birtu við 10 til 15°C en æskilegt rakastig er 80 til 90%. Góð lengd á spírum við niðursetningu er einn til tveir sentí- metrar. Hæfilegt magn af útsæði er um 25 kíló í 100 fermetra. Bestu garðstæðin fyrir kartöflur eru á sólríkum og skjólgóðum stað. Jarðvegshiti við niðursetningu skal vera 5°C eða hærri. Stinga skal kartöflum 4 til 5 sentímetra niður í leir- og moldarjarðvegi en dýpra, 6 til 8 sentímetra, í sendnum jarðvegi. Hæfilegt bil á milli útsæðis er 25 til 30 sentímetrar og 50 til 60 sentímetr- ar á milli raða. Ef notaður er tilbúinn áburður duga 10 til 15 kíló á 100 fermetra, sem gott er að skipta og gefa í þremur til fjórum skömmtum yfir vaxtar- tímann. Köfnunarefnisríkur áburður veldur auknum blaðvexti á kostnað uppskerunnar. Ef nota á búfjáráburð veitir ekki af 300 til 400 kílóum á 100 fermetra. Þörungamjöl er góður lífrænn áburður fyrir kartöflur og eru 20 kíló hæfilegur skammtur á 100 fermetra. Kartöflur þrífast best í sand- blendnum moldarjarðvegi. Hann hlýnar snemma á vorin og heldur vel hita. Jarðvegurinn þarf að vera loftríkur og því nauðsynlegt að vinna hann vel áður en kartöflurnar eru settar niður. Hentugt sýrustig fyrir kartöflur er 5,2 til 5,8 pH. Eftir að kartöflurnar eru komnar í jörð er gott að setja akrýldúk yfir beðið til að hraða vexti. Taka skal dúkinn af þegar grösin hafa náð um 8 til 12 sentímetra hæð. Kartöfluafbrigðin eru mis- munandi að bragðgæðum og yfir- leitt bragðast seinsprottnar kartöflur betur en fljótsprottnar, en slíkt er smekksatriði. Premier er snemm- sprottið afbrigði. Gullauga er seinna en Premier, en þó fyrr á ferðinni en rauðar íslenskar. Tilvalið er að rækta nokkur kartöfluafbrigði í heim- ilisgarðinum og dreifa uppskerunni þannig yfir lengri tíma. Sjúkdómar og afætur Sniglar, ranabjöllur og kartöflu- blaðlús eiga það til að gera skaða í kartöflurækt. Sniglar og lirfur rana- bjöllu geta grafið sig inn í hnýðin en lýsnar, sem eru sjaldgæfar, sjúga næringu úr blöðunum. Kartöflukláði er sveppasjúk- dómur sem lýsir sér í dökkum eða svörtum flekkjum á kartöflunni, og er landlægur fjandi hér á landi. Kláðinn sem slíkur er skaðlaus við neyslu en óneitanlega lýti á kartöfl- unum þegar þær eru bornar fram. Ein leið til að draga úr kláða er að halda pH-gildinu milli 5 og 6. Til að lækka pH-gildið má bera á brenni- stein. Kartöflum með kláða hættir frekar til að springa. Blöðrukláði sést ekki við upptöku en kemur fram við geymslu. Vörtukláði myndar dökka og upphleypta flekki sem sjást vel við upptöku og orsakast af blautum og þéttum jarðvegi. Flatkláði orsakast af bakteríu, er mjög háður sýrustigi jarðvegs og dafnar illa ef sýrustigið er lægra en sex. Rótarflókasveppur er algengur í görðum þar sem kartöflur hafa verið ræktaðar lengi. Áberandi einkenni er að örsmáar kartöflur myndast upp eftir stönglinum en við jarðvegsyfir- borðið er hvít mygla. Þegar grasið er tekið upp eru undir því mörg smá og sprungin hnýði með brúnleitum rákum. Kartöfluhnúðormur dregur úr vexti og stöðvar hann alveg að lokum. Við slæmt smit sjást litlir hvítir, gulbrúnir og brúnir hnúðar á rótunum. Ef smit kemur upp verður að hvíla garðinn í einn til tvo áratugi til að drepa smitið. Stöngulsýki lýsir sér í að blöð gulna, verpast og vefjast saman. Við nánari skoðun sést að stöngullinn er svartur og rotinn. Orsök stöngulsýki er baktería sem lifir best í rökum jarðvegi. Hún lifir venjulega ekki yfir vetrartímann en fylgir útsæð- inu. Fjarlægja skal sýkt grös ásamt ávextinum undir þeim og brenna eða urða um leið og þau finnast. Stöngulsýktar kartöflur eru óhæfar til neyslu, af þeim leggur rammsúra lykt og bragðið sem leynir sér ekki verði manni á að stinga upp í sig bita, hvort sem kartaflan er hrá eða soðin. Hringrot er bakteríusjúkdómur sem lýsir sér í því að blöðin gulna og visna á blaðröndunum. Sé stöng- ullinn skorinn í sundur sést í honum dökkur vefur og skurðflöturinn er slímkenndur. Kartöflumygla stafar af myglu- sveppi sem veldur því að dökkbrúnir blettir koma fram á blöðunum og í raka sést oft hvít mygla neðan á þeim. Sami sveppur veldur þurrrotnun í kartöflum. Fjarlægja þarf kartöflu- grösin, helst strax, og áður en kart- öflurnar eru teknar upp, megnið af uppskerunni er venjulega óskemmt. Sáðskipti draga verulega úr hættu á smiti af völdum sveppa, veira, kart- öflukláða og bakteríusjúkdóma, auk þess sem regluleg sáðskipti koma í veg fyrir jarðvegsþreytu. Grasið eitrað Kartöflur eru 78% vatn og 18% kol- vetni sem er að mestu sterkja, 1,99% sykur og 0,1% fita. Í kartöflum er mikið C-vítamín en það brotnar niður við suðu. Næringargildi kartöflunnar er mest í ysta laginu og því iðulega flysjað burt. Kartaflan er af náttskuggaætt og sýnir ættrækni sína í því að jurtin er öll eitruð, að hnýðinu undanskildu. Hnýði sem vaxa nálægt yfirborðinu eru oft græn að lit og eitruð, en eitrið hverfur við suðu, þótt rammt bragðið sitji eftir. Dæmi eru um að búfé hafi drepist eftir að hafa étið kartöflugrös. Hér á landi ná kartöflugrösin sjaldan að blómstra nema á hlýjustu sumr- um, blómin eru fölbleik eða hvít á litinn. Berið sem myndast að lokinni blómgun er grænt og ekki ósvipað óþroskuðum tómat, enda eru jurtirnar skyldar. Erlendis eru kartöflur ekki nýttar til manneldis eingöngu, þær eru einnig brúkaðar sem húsdýrafóður og sterkjan úr þeim er notuð í léreft og til pappírsgerðar. Bruggaður er vínandi úr kartöflum sem svo aftur er notaður til víngerðar og gúmmí- framleiðslu. Kartöflur hafa líka verið notaðar sem kítti. Þá eru þær flysjaðar hráar, marðar og blandaðar köldu vatni. Kíttið þótti gott smyrsl á brunasár og blöðrur. Geymsla á kartöflum Heppnist kartöfluræktin vel má búast við allt að tífaldri uppskeru. Jarðvegshitinn við upptöku ætti að vera yfir 8°C. Rannsóknir sýna að skemmdir á kartöflum við upptöku aukast hratt sé hitinn lægri en það. Miða má við að jarðvegshitinn hækki tveimur til þremur tímum á eftir lofthitanum og því er mikill munur á honum fyrri og seinni hluta dags. Kartöflur geymast best á dimmum og svölum stað við 4 til 5°C. Mælt er með að loftraki sé lágur fyrstu eina til tvær vikurnar, 15-20%, en 70-90% eftir það. Þeir kartöflusjúkdómar sem valda mestu tjóni í geymslum eru votrotnun, phoma-rotnun og blöðrukláði. Geymsluþol kartaflna eykst mikið ef þær eru látnar þorna og standa á dimmum stað við um 18°C fyrstu vikuna til tíu dagana eftir upptöku. Eftir það eru þær færðar í dimma geymslu eins og lýst er hér að ofan en hitinn látinn lækka hægt niður í 4-8°C. Garðyrkja & ræktun Sá þjóðlegi siður að stinga útsæðinu niður Akurblessun var þróuð í Þýskalandi út frá yrkjunum Hindenburg og Allerfrüheste Gelbe árið 1929. Af- brigðið var mjög útbreitt þar til á sjötta áratug síðustu aldar og flutt til Íslands. Kartaflan er hnöttótt eða egg- laga, með gult hýði og grunn augu og ljósgul mjölmikil. er eitt algengasta kartöfluafbrigðið í Evrópu og mikið notað í franskar kartöflur. Bintje-kartöflur eru góðar bakaðar. Hollenski grasafræðingurinn Kornelis Lieuwes de Vries ræktaði þær upphaflega af yrkjunum Munstersen og Fransen árið 1905. Fremur þéttar, stórar og egglaga kartöflur með grunn augu. Viðkvæmar fyrir frosti. eru taldar hafa borist hingað með frönskum sjómönnum eða að þeim hafi skolað á land eftir skipsströnd. Hnöttóttar og fallega bláar á litinn og gefa matborðinu skemmtilegan svip. Doré er afbrigði sem var þróað í Hollandi 1939 og sett á markað 1947. Fljótvaxið afbrigði. Stórar, gular og hnöttóttar kartöflur. Augun mjög grunn. Mjölmiklar og bragðgóðar, með hátt þurrefnisinnihald. Eyvindur eða er afbrigði sem mikið er ræktað á Bretlandseyjum. Oft kallað írska kartaflan, þrátt fyrir að hafa verið þróað í Skotlandi árið 1907 með blöndun yrkjanna Fortyfold og Smith's Early. Stórar, mjölmiklar kartöflur með bleikt hýði og djúp augu. er gamalt, norskt afbrigði sem farið var að rækta hér fyrir um 60-70 árum. Fremur smáar, hnött- óttar eða egglaga kartöflur með gult hnýði og gulan mjölva. Augun rauð. Klemenz Kristjánsson, tilrauna- stjóri á Sámsstöðum í Fljótshlíð, ræktaði þær hér fyrst árið 1931. Vinsælar og bragðgóðar kartöflur. Helga er talin hafa myndast vegna stökkbreytingar á gullauga og svipar mjög til þess nema hvað hnýðið er rautt. Helga Filippusdóttir í Unnarholtskoti í Hruna- mannahreppi fann um 1960 rauðleitar kartöflur í garði þar sem hún ræktaði afbrigðin Eyvind og Gullauga. Hún tók þessar kartöflur frá og ræktaði upp af þeim nýtt afbrigði sem er nefnt eftir henni. Mandla er afbrigði sem er mikið ræktað í Svíþjóð. Yfir- leitt hvít en til er afbrigði með bláum flekkjum. Dregur nafn sitt af því að hún er egglaga og flöt og minnir á möndlu. Mandla er með hátt þurrefnisinnihald og mjög bragðgóð. Gefur fremur lítið af sér og hefur lítið þol gegn ýmsum kartöflusjúkdómum. er mög snemmsprottið, hollenskt afbrigði sem fékkst með víxlun Civa og Provita og var ræktað hér fyrst árið 1977. Grösin eru viðkvæm fyrir vindi og frosti. Hnýðin eru aflöng og jafnvel perulaga. Augun grunn og hýðið ljóst. Þurrefnisrík kartafla sem hentar best sem bökunarkartafla og í franskar. eru smáar og hnöttóttar kartöflur með djúp augu. Hýðið rautt en þær eru fölgular að innan með rauðum hring. Talið er að þessar kartöflur hafi borist hingað frá Danmörku. Seinsprottnar, bragð- góðar og með hátt þurrefnisinnihald. Viðkvæmar fyrir kartöflumyglu. Talið er að rauðar íslenskar séu komnar frá kartöflum sem Björn Halldórsson í Sauðlauksdal setti niður árið 1760 og séu sama afbrigði og gömul norsk og sænsk, eins og Gammel svensk röd. Ólafur Jónsson, tilraunastjóri og rithöfundur, valdi úrval af rauðum íslenskum til áframræktunar á árunum 1936 -1942 og kallast þær Ólafsrauðar. Fjöldi afbrigða sem hér hafa verið reynd skiptir hundr- uðum, bæði í skipulegum athugunum og sem ein- staklingar hafa flutt inn og reynt sjálfir. Nöfn afbrigða sem einstaklingar hafa flutt inn eru mjög á reiki og hætta er á að sjúkdómar fylgi með. Dæmi um íslensk nöfn er , , , , Jarðargull, Stóri Skoti, Blálandsdrottning, Blá- landskeisari og Bláeygð. Kartöfluafbrigði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.