Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 2012 Rannsóknir á íslenskum garð- og landslags- plöntum og uppbygging Yndisgarða Stöðugt vex framboð á ýmiss konar tegundum og yrkjum garð- plantna sem landsmenn eiga kost á að rækta í görðum sínum. Mikið af því sem í boði er er innfluttar plöntur, sem margar hverjar eiga litla framtíð fyrir sér því þær hafa ekki það harðgerði og aðlögunar- hæfni sem þarf til að vaxa og dafna í okkar rysjótta veðurfari. Því getur töluverð áhætta fylgt því að kaupa plöntur af tegundum og yrkjum sem lítil eða engin reynsla er af í ræktun hérlendis. Verkefnið Yndisgróður, sem rekið er á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur síðan 2008 miðað að því að rannsaka garð- og landslags- plöntur sem reynst hafa best í ræktun hér á landi og henta til notkunar í þéttbýli sem og dreifbýli, við sjávar- síðuna og inn til landsins. Ótal tegundir og yrki hafa verið tekin til ræktunar á þeim ríflega hundrað árum sem liðin eru síðan að Schierbeck landlæknir og Einar Helgason garðyrkjuráðunautur hófu tilraunir í garðyrkju á ofanverðri nítjándu öld. Ýmislegt hefur verið reynt, margt hefur lifað og dafnað en sýnt sig endast illa eða verið leyst af hólmi af nýjum, nytsamlegri yrkjum sem eru bæði fallegri, harðgerðari og nytsamari fyrir það hlutverk sem þeim er ætlað í uppbyggingu garða eða skjólbelta, svo eitthvað sé nefnt. Yndisgarðar Til að komast að því hvaða yrki eru vænlegust til ræktunar með tilliti til harðgerði, fegurðar og nytsemi hefur Yndisgróður byggt upp söfn á sex stöðum um landið; á Blönduósi, í Sandgerði, Fossvogi í Kópavogi, Laugardal í Reykjavík, á Hvanneyri og Reykjum í Ölfusi. Veðurskilyrði eru misjöfn á milli þessara staða og gefur það okkur mikilvæga reynslu. Yndisgörðum er ætlað þríþætt hlutverk. Í fyrsta lagi að varðveita úrval íslenskra garð- og lands- lagsplantna, í öðru lagi að rann- saka harðgerði og gæði plantna og í þriðja lagi að vera sýningar- reitir fyrir fagfólk og almenning. Garðarnir hafa verið unnir í góðri samvinnu við viðkomandi sveitar- félög, sem leggja til land, vinnu við gerð garðanna og umhirðu þeirra. Jafnframt hafa garðplöntustöðvar í Félagi Garðplöntuframleiðenda og Reykjavíkurborg lagt til allar plöntur sem gróðursettar hafa verið. Nú eru liðin 4 ár frá því að Yndisgróður gróðursetti fyrstu plönt- urnar, strax eru komnar vísbendingar um hvaða plöntur standa sig betur en aðrar á hverjum stað og því til- valið fyrir fólk að skoða garðana og sjá hvað það getur ræktað í sínum garði. Hægt er að nálgast lista og uppdrætti af söfnunum á heimasíðu Yndisgróðurs, http://yndisgrodur. lbhi.is/, en auk þess eru plönturnar merktar í görðunum. Yndisgarðar eru öllum opnir og við hönnun þeirra var leitast við að gera notalega garða með fjölbreyttum og fallegum gróðri, þar sem fólk getur skoðað gróðurinn og notið útiveru. Stærsta safn Yndisgróðurs Yndisgarðurinn á Reykjum í Ölfusi er stærsta safn Yndisgróðurs og gegnir því mikilvæga hlutverki að varðveita fjölda gamalreyndra íslenskra yrkja sem því miður eru mörg hver að falla úr ræktun. Gróðursetning á Reykjum hófst sumarið 2008. Garðurinn á Reykjum sýnir hvað getur þrifist vel í efri byggðum á Suðurlandi og í nýjum og ógrónum hverfum á höfuð- borgarsvæðinu. Yndisgarðurinn á Blönduósi er staðsettur við suðurenda íþrótta- svæðis bæjarbúa og hófst vinna við garðinn sumarið 2009. Garðurinn hefur það hlutverk að sýna hvaða plöntur henta vel til notkunar á kaldari svæðum norðanlands og jafnvel austanlands. Yndisgarðurinn á Blönduósi hefur stöðugt komið á óvart því plönturnar þar hafa flestar komið vel til og er garðurinn mjög fallegur. Yndisgarðurinn í Sandgerði er í námunda við framtíðar útivistar- svæði bæjarbúa, ,,Gryfjuna”, sem er staðsett norðan og ofan við bæinn. Yndisgarðurinn getur því orðið skemmtileg og áhugaverð viðbót við útivistarsvæðið. Byrjað var að gróðursetja í garðinn sumarið 2009. Aðstæður í Sandgerði eru mjög erf- iðar bæði hvað varðar jarðveg, veð- urfar og seltu. Garðurinn í Sandgerði gefur til kynna hvaða plöntur geta þrifist við ströndina sunnan- og vestanlands. Yndisgarðurinn í Fossvogi er staðsettur á vel grónu svæði vestan við Gróðrarstöðina Mörk, þar sem veðurskilyrði eru heldur betri en í flestum öðrum Yndisgörðum. Þar hafa m.a. verið gróðursettar við- kvæmari tegundir og má ætla að plöntur í Fossvogi gefi til kynna hvað þrífst vel í grónari hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdir við garðinn hófust í september 2010. Þann 21. júlí 2011 var Rósagarðurinn í Laugardal vígður formlega. Jóhann Pálsson, fyrrum garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar og rósaræktandi, fagnaði 80 ára afmæli sínu þennan sama dag. Því gafst gott tilefni til þess að heiðra Jóhann fyrir einstakt ræktunarstarf í gegnum tíðina. Í Rósagarðinum eru yfir 140 yrki hinna ýmsu rósa, sem gróðursettar hafa verið á síð- ustu þremur árum. Garðurinn er staðsettur við Sunnuveg norðan við Grasagarðinn. Rósagarðurinn í Laugardal er samvinnuverkefni Yndisgróðurs, Reykjavíkurborgar og Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands. Yndisgarðurinn á Hvanneyri er nýjasti garðurinn, byrjað var að gróðursetja í hann síðastliðið sumar og mun því áfram haldið nú í vor. Garðurinn er fyrst og fremst skólagarður fyrir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands en er til sýnis fyrir allan almenning, rétt eins og aðrir Yndisgarðar. Á Hvanneyri er einnig ætlunin að koma upp trjásafni. Plöntuleit Í plöntuleit á heimasíðu verkefnis- ins er hægt að leita eftir tegundum og yrkjum plantna af lista sem Yndisgróður mælir með til ræktunar hér á landi. Þarna má fá gagnlegar upplýsingar um t.d. útlit, notkun, þol og kröfur plantna. Þar að auki eru myndir af öllum plöntum. Yndisgróður hvetur fólk og opinbera aðila til að kaupa plöntur sem valdar hafa verið fyrir íslenskar aðstæður til notkunar í einkagarðinn, opin svæði í þéttbýli, útivistarsvæði og í skjólbelti. Ávinningurinn er betri árangur í ræktun, minni umhirðu- kostnaður, minni hætta á sjúkdómum og fallegri og harðgerari plöntur. Samson Bjarnar Harðarson og Anna Sif Ingimarsdóttir Landbúnaðarháskóla Íslands samantekt um japanskvisti í safninu. Ígulrós eða ‚Skotta‘ er harðgert og blómsælt íslenskt rósayrki. Hér sést hún 30 harðger rósayrki. Hélurifs og kirtilrifs í garðinum á Reykjum, frábærir runnar til að þekja beð og sem undirgróður í trjábeltum. Skrautreynir eða ‚Glæsir‘ er smávax- ið, salt- og vindþolið tré sem þrífst vel í öllum görðum Yndisgróðurs, hér í garðinum á Blönduósi. Gultoppur eða ‚Kristmann‘ er stórvaxinn, gulblómstrandi runni sem sómir sér jafnt í görðum og skjólbeltum, hér í garðinum í Sandgerði þarf hann að þola saltrok.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.