Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 8
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR8 MENNTAMÁL Foreldrar barna í Hamra skóla í Grafar vogi hafa ítrekað boð til Oddnýjar Sturlu- dóttur, for manns skóla- og frí stunda ráðs Reykja víkur- borgar, um að mæta á opinn fund í skólanum og ræða fyrir- hugaðar breytingar á skóla starfi. Fundurinn er áætlaður á fimmtu- daginn eftir viku. Foreldrarnir, sem eru margir hverjir óánægðir með fyrir- hugaðan flutning unglinga- deildar Hamra skóla yfir í Folda- skóla, hafa gagn rýnt Oddnýju fyrir að hafna slíku fundar boði og full trúi Sjálf- stæðisflokksins í ráðinu lét bóka á fundi þess að fá heyrt væri að kjörinn full trúi neitaði að eiga sam ráð við þá sem ættu hags- muna að gæta. Oddný sagði í Fréttablaðinu í gær að þetta væri misskilningur. Boðað hefði verið til fundarins einhliða og hún í staðinn boðið foreldrunum til fundar við sig. Þegar hefði verið haldinn opinn fundur um málið. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, einn talsmanna foreldranna, er óánægð með þessi viðbrögð Oddnýjar. Hún bendir á að enginn kjörinn fulltrúi hafi verið á opna fundinum í desember. Í tölvupósti frá Oddnýju til eins talsmannanna segir að hún telji ekki þörf á opnum fundi um málið, en því eru foreldrarnir ósammála og hafa því boðað annan slíkan fund og vonast eftir þátttöku kjörinna fulltrúa. - sh ÚTHLUTUN ÚR HÖNNUNAR SJÓÐI AURORU Í MARS 2012  FRESTUR TIL AÐ SKILA INN UMSÓKNUM RENNUR ÚT 21. FEBRÚAR HÖNNUNARSJÓÐUR Auroru hefur að mark miði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhags- lega aðstoð Nánari upplýsingar um út hlutaða styrki og leið beiningar vegna um sókna er að finna á www. honnunarsjodur.is Umsóknir og fyrir- spurnir sendist á info@honnunarsjodur. isHönnunarsjóður Auroru ODDNÝ STURLUDÓTTIR Foreldrar í Hamrahverfi ósáttir við svör formanns skóla- og frístundaráðs: Bjóða Oddnýju til opins fundar á ný AKRANES Fórna á öryggi strætis vagna- farþega að sögn bæjarfulltrúa. SAMGÖNGUR „Það er ekki með nokkru móti eða góðri samvisku hægt að samþykkja þann samning er fyrir liggur um akstur strætis- vagns milli Akraness og Reykja- víkur,“ sagði Einar Benediktsson, fulltrúi Samfylkingar, í bókun á fundi bæjarstjórnar Akraness í gær. Einar benti á að gert sé ráð fyrir allt að tut tugu stand- andi far þegum. „Þarna er verið að fórna ör yggi far þega á alt- ari Mammons,“ sagði Einar og minnti á að strætis vagn lenti utan vegar á Vestur lands vegi fyrir nokkrum vikum. „Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef þar hefði verið á ferð vagn með allt að tuttugu standandi far þega.“ Málinu var vísað til bæjarráðs. -gar Bæjarfulltrúi efins um öryggi: Tuttugu standi í Akranesvagni KRÓATÍA, AP Skoðanakannanir benda til þess að Króatar muni samþykkja aðild að Evrópusam- bandinu í kosningum á morgun, þó varla með miklum meirihluta. Aðildarviðræðum lauk síðast- liðið sumar og höfðu þá staðið yfir í nærri fjögur ár. Samningur var svo undirritaður 9. desember síðast liðinn. Verði samn ingur inn sam þykktur er reiknað með að að ild verði að veru leika um mitt næsta ár, að því til skyldu að aðildar ríkin 27 sam- þykki einnig samn ing inn. - gb Naumur meirihluti fylgjandi: Króatar kjósa um ESB-aðild EFNAHAGSMÁL Á meðan sum ríki Evrópu standa fyrir utan evru sam- starfið ganga mark mið Evrópu- sam bandsins (ESB) um sömu leik- reglur fyrir öll fjár mála fyrir tæki ekki upp. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Más Guðmunds- sonar seðlabankastjóra á fyrsta fundi ársins í Evrópufundaröð Alþjóðamálastofnunar HÍ í gær. Már fjallaði um hvernig gallar í reglu verki ESB hefðu komið ber- lega í ljós við fall íslensku bank anna haustið 2008. Starfs leyfi banka á innra markaði Evrópu, í gegnum aðild landsins að EES, hafi orðið til þess að bank arnir gátu safnað upp gífur legri gjald eyris á hættu sem gerði Seðla banka Íslands ómögu- legt að standa við hlut verk sitt sem lán veitandi til þrauta vara. Fram kom í máli Más að hug- myndir sem hann og fleiri hafa viðrað um mögulega lausn hafi hlotið góðan hljómgrunn í hópi annarra seðlabankastjóra, en óvíst sé hvernig endanleg endurskipu- lagning á reglum fjármálamarkaða komi til með að líta út á vettvangi ESB. Framkvæmdastjórn ESB hafi aðrar áherslur en séu ofan á í hópi seðlabankastjóra álfunnar. Már hefur lagt til að búin verði til að minnsta kosti tvenns konar starfsleyfi fyrir banka í Evrópu. „Starfsleyfi á millibanka markaði í Evrópu þarf að kallast á við evr- ópskt eftirlit og öryggisnet, en með öryggisneti á ég við innstæðu- tryggingakerfi og lánveitanda til þrautavara,“ segir hann. Lönd á evrópska efnahagssvæðinu gætu svo gefið út annars konar starfs- leyfi handa bönkum sem einungis ætluðu að starfa innanlands. Hér myndu slíkir bankar heyra undir Fjármálaeftirlitið (FME) og hafa bakland í Seðlabankanum. Síðan mætti mögulega aðgreina starfsleyfi enn frekar, svo sem með því að bankar með mjög ein- falda starfsemi, líkt og sparisjóðir, fengju annars konar starfsleyfi og þyrftu ekki að hlíta jafnströngum reglum og aðrir. - óká MÆTTIR Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri og Þórólfur Matthíasson, forseti Hagfræðideildar HÍ, sem stýrði fundi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Alþjóðlegir bankar heyri undir alþjóðlegt eftirlit: Bankar ættu að fá mismunandi leyfi Á ÁTVR að hætta að selja nef- tóbak þar sem margir nota það sem munntóbak? Já 48,9% Nei 51,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni? Segðu þína skoðun á visir.is SAMFÉLAGSMÁL Mun meiri líkur eru á því að nauðgarar fáist dæmdir ef þeir eru útlendingar, þekkja ekki fórnarlamb sitt og hafa áður verið sakaðir um glæp. Þetta sýna samanburðarrannsóknir á ellefu Evrópulöndum, sem greint var frá á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í gær. Innanríkisráðuneytið og Háskóli Íslands stóðu fyrir ráðstefnunni í samstarfi við Evrópuráðið. Liz Kelly, prófessor við London Metropolitan háskóla í Bretlandi, kynnti rannsóknina sem hún hefur meðal annars unnið að. Ef fórnarlamb nauðgunar hafði farið í læknisskoðun og hafði áverka, hafði ekki sögu um geðsjúkdóma og var kona var líklegra að sakfellt væri. Kelly segir að þrátt fyrir að reynt hafi verið að útrýma staðalímyndum um nauðganir og nauðgara sé enn að mestu leyti sakfellt í málum sem falli inn í staðalmyndirnar. Fimmtán prósent nauðgunarmála sem kærð eru til lögreglu enda með sakfellingu, en allt að 68 prósent málanna eru látin niður falla á fyrstu stigum rannsóknar. Kelly segir oft talað um að réttarhöld séu gríðarlega erfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „En mikill meirihluti þeirra fer aldrei nokkurn tímann inn í dómssal.“ Málin voru látin niður falla vegna ónægra sönnunargagna í þrjátíu prósentum tilfella, en í 27 prósentum tilfella hættu þolendurnir þátttöku. Það segir Kelly fyrst og fremst merki um vantraust á kerfinu. Fjögur prósent mála voru talin falskar kærur og í slíkum málum var algengast að meintur árásarmaður væri óþekktur og frásagnir voru óljósar. Kelly segir vel þekkt að þolendur kynferðis legs of beldis finni fyrir van mætti í kjöl farið. Allir sem komi að málum af þessu tagi þurfi að hafa það í huga og gera sér grein fyrir því að með sínum gjörðum geti þeir við haldið eða aukið á þjáningu þolendanna með því að taka stjórnina enn frekar af þeim. Því skipti við- brögðin á öllum stigum máli. Hún segir að niður staða dóm stóla sé aðeins ein leið til rétt lætis fyrir þolendur. Þeim geti líka fundist rétt- lætinu full nægt á öðrum stigum máls ins. Rann sóknir hafi sýnt að það sem mestu máli skipti fyrir nauðgunar fórnar lömb sé að þeim sé trúað. Þess vegna séu þau lík legri til þess að segja ein hverjum frá sem þau treysta og halda að muni trúa þeim. „Í réttar kerfinu er oft gerð krafa um að konur fari beinustu leið til lög reglunnar. Af hverju? Af hverju ættirðu að gera það? Af hverju ættirðu að leita til stofnunar sem þú ert ekki viss um? Eru ekki manneskju legri viðbrögð að segja ein hverjum frá sem þú treystir og þekkir?“ Hún segir allar fullorðnar konur gera sér grein fyrir því að verði þær fyrir ofbeldi verði þeim mögulega ekki trúað eða þeim sé á einhvern hátt kennt um. „Á meðan þessi menning er við lýði verða alltaf til konur sem kjósa að segja ekki frá ofbeldinu.“ thorunn@frettabladid.is Nauðgunar- mál sjaldan fyrir dóm Líklegra er að menn séu dæmdir fyrir nauðgun ef þeir eru útlendir og ókunnugir. Sakfellingar ýta undir staðalímyndir sem reynt hefur verið að útrýma. Fjögur prósent kæra eru talin fölsk. Á RÁÐSTEFNUNNI Liz Kelly var meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu um með- ferð kynferðisbrota í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.