Fréttablaðið - 21.01.2012, Page 12

Fréttablaðið - 21.01.2012, Page 12
12 21. janúar 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR H undrað karlar, sem skrifuðu bæjar- og lögreglu- yfirvöldum og skipuleggjendum Þjóðhátíðar í Vest- mannaeyjum bréf og kröfðust aðgerða til að koma í veg fyrir nauðganir, eiga hrós skilið. Karlmenn láta of sjaldan að sér kveða með þessum hætti í umræðum um kynferðisglæpi. Það sem hundraðmenningarnir segja í bréfi sínu ættu flestir að geta tekið undir; ábyrgð á nauðgun liggur aðeins hjá gerandanum sjálfum og það er sorglegt að lítill hópur ofbeldismanna geti valdið svo miklum skaða og varpað skugga á það sem á að vera gleðiviðburður. Hins vegar berum við öll ábyrgð á að gera allt sem við getum til að hindra slíka glæpi. Yfirvöld í Eyjum bera sinn hluta af þeirri ábyrgð. Eitthvað hefur borið á því að Eyjamönnum hafi sárnað tilskrifið og spurt af hverju spjótunum sé eingöngu beint að Þjóðhátíð í Eyjum en ekki öllum öðrum stöðum og viðburðum, þar sem nauðganir eiga sér stað. Það er þó fullkomlega eðlilegt að athyglin beinist nú að Þjóð- hátíð. Þar voru tilkynntar fimm nauðganir í fyrra, sem er fimm of mikið. Það gerðist nokkrum vikum eftir að formaður þjóðhátíð- arnefndar viðhafði vægast sagt óheppileg ummæli um kynferðis- glæpi. Hann sakaði Stígamót, samtök gegn kynferðisofbeldi, um að ýta undir vandamálið og að fleiri kynferðisafbrot væru framin þegar samtökin væru á svæðinu! Þetta getur ekki kallazt annað en sérpöntun á athygli, umræðu og aðhaldi að Þjóðhátíð í Eyjum í þessum efnum. Viðbrögð bæjar- og lögregluyfirvalda í Eyjum við bréfa- skriftunum hafa að þessu sinni verið jákvæð og yfirveguð. Hjá þeim kemur fram eindreginn vilji til að standa þannig að málum að hægt sé að gera það sem hægt er til að fyrirbyggja kynferðis- brot á þjóðhátíð í sumar. Vonandi eru þessi viðbrögð ekki til merkis um að því sé betur tekið þegar hundrað karlar skrifa bréf en þegar Stígamót eða kvennasamtök gagnrýna sömu hluti. Vonandi er frekar um það að ræða að Eyjamenn hafi lært af vondri reynslu á síðustu Þjóðhátíð. Kannski er þó um sambland af þessu tvennu að ræða. Það er þó mikilvægt að karlar taki sig saman og fordæmi nauðganir opinberlega eins og hundraðmenningarnir gera. Í langflestum nauðgunarmálum er glæpamaðurinn karl og fórnar- lambið kona. Framtak hundraðmenninganna er til þess fallið að senda hugsanlegum nauðgurum þau skilaboð að aðrir karlar líti niður á verknaðinn; að hann sé merki um ómennsku en ekki karl- mennsku. Árangur næst ekki í baráttunni gegn kynferðisofbeldi né jafn- réttisbaráttunni yfirleitt nema bæði kyn taki höndum saman um að beita sér fyrir breytingum. Vonandi stækkar hópur hundrað- menninganna og lætur duglega í sér heyra, alls staðar þar sem þörf er á. Því að kynferðisofbeldið er ekki einangrað við Þjóðhá- tíð í Eyjum, þótt athyglin hafi beinzt að henni um stund. Hundrað karlar skrifa gegn nauðgunum: Meira svona, strákar! Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Lúka ehf. umboðsaðili Paul Mitchell, Schwarzkopf Professional, Indola, Via, Brazilian Blowout og Euro.So.Cap á Íslandi óskar eftir sölumanni í 100% starf. Einungis aðili með ríkan metnað, frumkvæði sem getur unnið sjálfstætt kemur til greina. Umsjón með Schwarzkopf Professional vörulínunni Umsjón með markaðsmálum Gerð söluáætlana Ábyrgð á innkaupum frá birgja Samskipti við erlenda birgja Sala og kennsla til viðskiptavina Námskeiðahald Ferðalög erlendis Hæfniskröfur Menntun í háriðn Reynsla af sölustörfum Góð almenn tölvuþekking Nánari upplýsingar veitir Elín Friðjónsdóttir hjá Vinna.is - elin@vinna.is. www.vinna.is Númer starfs: 565933 Reykjavíkurfélag VG sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem saka málinu gegn Geir Haarde, fyrrum for- sætis ráð herra, fyrir lands dómi var lýst sem mikil vægum þætti í pólitísku upp gjöri við frjáls- hyggjuna. Þetta er stærsta félag áhrifa mesta stjórn mála flokks í landinu. Það gefur ályktuninni óneitanlega verulegt vægi. Tilefni ályktunarinnar var að styðja forystu flokksins í á tökunum við Ögmund Jónas son. Engin önnur stjórn mála sam tök og engir ein stakir stjórn mála menn sem styðja lands- dóms réttarhöldin hafa af jafnmikilli hreinskiptni og einlægni sagt berum orðum að breyta eigi Íslandi í ríki þar sem nota eigi dóm stóla til að gera upp póli- tískan ágreining. Í lýð ræðis ríkjum fer upp gjör við stjórn mála- stefnur fram í al menn um kosn- ingum. Það er póli tískt við fangs efni að setja refsi lög. Hitt er lög fræði legt verk efni að ákæra, verja og dæma menn á grund- velli laganna. Alþingi hefur tekist að gera slíkt lög fræðilegt við fangs efni að ein hverju heitasta pólitíska átaka- máli síðari ára og hefur þó ekki verið skortur á þeim. Ástæðan fyrir því eru þau við horf sem bjuggu að baki upp haf legri ákvörðun Al þingis og koma skýrt fram í ályktun Reykja- víkur félags VG. Ögmundur Jónasson skýrir sinna skipti sín í lands dóms málinu með því að hann hafi strax og Sam fylkingin ákvað að hlífa eigin flokks mönnum við ákæru fengið á tilfinninguna að málið væri að fá á sig flokks póli tíska mynd. Í reynd gat hann ekki fengið hald betri rök fyrir tilf inningum sínum en á lyktun Reykja víkur félags VG. Þó að það hafi ekki verið til- gangur ályktunarinnar hefur hún varpað góðu ljósi á pólitískt eðli landsdómsmálsins. Uppgjörið við frjálshyggjuna Lengi hefur verið ljóst þeim sem til þekkja að lögin um landsdóm eru úrelt. Þau eru leifar réttarfars sem ríkti áður en þingræðisskipulagið var viðurkennt. Þrátt fyrir hálfrar aldar gamlar endurbætur á lögunum stríða þau gegn mörgum grundva l larreglum nút íma sakamálaréttarfars. Nokkur óvissa er því um að réttarhöldin sem nú standa samræmist alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Þeir sem stóðu að ákvörðun um að nota lögin í fyrsta skipti í sögunni á haust mánuðum 2010 svöruðu gagn rýni af þessu tagi með þeim ein falda út úr snúningi að fyrst þau stæðu enn í laga safninu væri ein búið að nota þau. Þetta mikil- væga álita efni fékkst því ekki rætt. Umræðan í þjóðfélaginu frá þeim tíma og reyndar allur fram- gangur málsins þar sem tveimur veigamestu ákæruefnunum hefur verið vísað frá dómi ætti að hafa sýnt mönnum fram á að það var misráðið að beita þessum úreltu lögum. Það er því bæði rétt og skylt að vega og meta framhaldið í þessu ljósi og láta á það reyna á ný á Alþingi. Einn af þingmönnum Sam- fylkingarinnar hefur réttilega vakið athygli á því að tillagan um að breyta fyrri ákvörðun snýst ekki um æru Geirs Haarde. Hann nefndi hins vegar ekki að ástæðan fyrir því er sú að hún snýst um heiður og sóma Alþingis. Þingið er ekki að blanda sér í meðferð máls fyrir dómstóli. Það er einungis að endur- meta eigin ákvörðun. Segja má að Alþingi sé bein- línis skylt að taka málið til endur- skoðunar þegar hluti þeirra sem stóðu að upp haf legri ákvörðun hefur efa semdir um að rétt hafi verið farið að. Það myndi gerast ef ákærandinn væri sjálfstæður og óháður. Gallinn við landsdómslögin er sá að ákæruvaldið er í höndum Alþingis en ekki sjálfstæðs saksóknara eins og nútímaréttarfar krefst. Alþingi getur ekki horft framhjá þessum ágalla svo mikill sem hann er. Úrelt lög Við fyrstu um ræðu máls-ins í gær var flutt frá-vísunar til laga til þess að koma í veg fyrir þing- lega með ferð málsins. Þó að slíkt sé ekki með öllu dæma laust er það í meira lagi óvenju legt svo vægt sé til orða tekið. Í raun getur ekkert annað hafa búið að baki frá- vísunar tillögunni en að þeir þing- menn sem hlut eiga að máli treysti sér ekki í mál efna legar rök ræður um for sendur þessa af brigðilega ákæru máls. Margir þeirra þingmanna sem standa að frávísuninni hafa deilt áhyggjum með þeim sem séð hafa virðingu Alþingis þverra jafnt og þétt vegna flótta undan mál- efnalegri rökræðu. Nú eru það örlög þessara þingmanna sjálfra að lækka ris Alþingis með slíkum flótta. Málefnaleg rök geta ekki staðið til þess að leggja til að mál sem snýst um grundvallaratriði réttarfars og nútíma mannréttinda fái ekki þinglega meðferð. Með alveg óskiljan legum hætti hafa forystu menn stjórnar flokkanna litið svo á að þing leg með ferð tillögunnar gæti ógnað stjórnar sam- starfinu. Ekki er unnt að ve fengja það mat. En svarið er þetta: Ekkert stjórnar sam starf er mikilv ægara en lýð ræði sleg meðferð þeirra mála sem fyrir Alþingi eru lögð. Flótti frá rökræðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.