Fréttablaðið - 21.01.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 21.01.2012, Síða 16
16 21. janúar 2012 LAUGARDAGUR AF NETINU Ólafur þarf að svara áskorendum Það er ekkert víst að það borgi sig að vera alltof snemma á ferðinni í þessu geimi. En Ólafi Ragnari er viss vandi á höndum. Hann verður að fara að segja af og á um hvort hann verður í framboði. Annað er í raun ókurteisi við kjósendur og við þá sem hyggja ef til vill á framboð. Þannig að í raun þarf hann að svara áskorendunum Guðna, Ragnari og Ásgerði nokkuð fljótt. http://silfuregils.eyjan.is Egill Helgason Sannleiksnefnd er svarið Sannleiksnefnd um hrunið og aðdraganda þess er það sem við Íslendingar þurfum. Sannleiksnefnd sem starfar fyrir opnum tjöldum. Sannleiksnefnd þar sem markmiðið er að draga fram þau mistök sem við gerðum fyrir hrun, í hruninu og í kjölfar hrunsins. Það er eina leiðin til þess að við getum lært af því. Það á ekki að elta menn fram í rauðan dauðann. http://blog.eyjan.is/hallurm/ Hallur Magnússon Áramótaumfjöllun um skatta-hækkanir fer nú fram fjórða árið í röð. Að vanda kveinka for- svarsmenn skattastefnu stjórn- valda sér undan henni. Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn laugar- dag fjallar fyrrverandi fjármála- ráðherra um yfirlit Viðskiptaráðs um skattkerfisbreytingar síðustu ára þar sem bent er á að skattar hafi hækkað verulega og að skatt- kerfi, sem var að grunngerð gott, hafi verið umbylt og orðið svo flókið að sé til óþurftar. Skattar varða hag allra og því mikilvægt að um þá sé fjallað af vandvirkni og án skætings. Hér verður athyglinni því beint að við- fangsefninu eingöngu, þ.e. hvort skattar hafi hækkað, hvort skatt- kerfið sé orðið of flókið og hvort breytingar síðustu ár séu líklegar til að styðja eða hamla efnahags- legri endurreisn. Fyrst er þó rétt að nefna að eitt mikilvægasta verkefni frá hruni er að tryggja hallalausan rekstur hins opinbera. Þó einhverjar skatta- hækkanir hafi því verið nauðsyn- legar eru flestir þeirrar skoðunar að gengið hafi verið of langt og skattastefnan ógni nú uppbyggingu atvinnu- og efnahagslífs. Hafa skattar hækkað eða lækkað? Það er raunar kostulegt að deilt sé um hvort skattar hafi hækkað. Í þeirri rökræðu bregður fyrir ýmsum „talnakúnstum“ (hlut- falli af landsframleiðslu, föstu eða breytilegu verði, mati á áhrifum á mismunandi hópa, o.fl.) og aðferðin ræðst oft af hagsmunum þess er flytur skilaboðin. Þar geta allir litið í eigin barm. Ráðherra heldur því fram að skattar hafi lækkað því skatt- tekjur ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu eru lægri nú en árin 2005 til 2007. Þetta er rétt og er bæði eðlilegt og æskilegt að heildar skatttekjur séu næmar fyrir efnahagssveiflum, þ.e. að hlutfall- ið dragist saman í niðursveiflu og hækki í uppsveiflu. Fallandi skatt- tekjur þýða þó ekki að skattar hafi lækkað, heldur endurspeglast þar mikill samdráttur í landsfram- leiðslu og veruleg lækkun raun- launa. Lækkun skatttekna sem hlut- fall landsframleiðslu er því varla til að stæra sig af. Það er aftur á móti krefjandi verkefni að skapa réttar aðstæður til að snúa þeirri þróun við og vafamál hvort uppbygging skattkerfisins nú stuðli að því. Skattar stighækkandi eftir tekjum … Íslenska tekju skatt kerfið er, og var fyrir upp töku þrepa skiptingar, svo upp byggt að þeir tekju hærri greiða ekki aðeins fleiri krónur í skatta en þeir tekju lægri heldur greiða þeir einnig hlut falls lega meira af sínum launum. Árið 2007 var skatt prósentan í stað greiðslu 35,72% og persónu afsláttur 32.150 kr. á mánuði. Það þýddi að af 150.000 kr. tekjuskattsstofni greiddu einstaklingar 14,3% í skatt, 25% af 300.000 kr. og 30,4% af 600.000 kr. Þegar skattstofninn fjórfaldaðist þá tvöfaldaðist skatthlutfallið og skattgreiðslan áttf aldaðist. … og skattbyrðin hefur aukist hjá öllum Samanburðarhæf skattbyrði (þ.e. reiknuð á föstu verðlagi og út frá staðgreiðsluhlutfalli tekjuskatts, útsvari og persónuafslætti) hefur aukist hjá öllum þeim sem greiða tekjuskatt. Af 150.000 kr. mánaðarlaunum var hún 14,3% árið 2007 en 16% 2011. Sambærilegar tölur fyrir 300.000 kr. laun eru 25% og 28,1% og 30,4% og 35,2% fyrir 600.000 kr.laun (sjá mynd). Það er erfitt að sjá að skattbyrði, jafnvel tekjulágra, hafi lækkað. Það kemur reyndar ekki á óvart, enda tekið fram í fjárlagafrumvörpum ríkisstjórnar síðustu ára að skatta verði að hækka. Skattar á atvinnu, fjármagn, eignir og neyslu hafa einnig hækkað Fyrir eins taklinga sem borga skatta af launum eru full yrðingar um að skattar hafi lækkað fjar stæðu- kenndar. Það sjá þeir á launa- seðlinum, í mat vöru versluninni, í ÁTVR, þegar þeir kaupa flug miða, bensín o.fl. Það sama má segja um atvinnu rekendur og þá sem hafa tekjur af fjár magni, en skattar á hagnað, launa greiðslur, fjár magns- tekjur og eignir (o.fl.) hafa hækkað eða verið teknir upp nýir frá árinu 2008. Tíðar breytingar eru vandamál Ráðherra gerir athuga semd við að Við skipta ráð haldi yfirlit um skatta breytingar, en slíkt yfir- lit er hvergi að gengi legt hjá opin- berum aðilum. Ráð herra telur yfir- litið mark lausar tölur, enda skipti efni skatta breytinga máli en ekki fjöldi. Þó efni skipti máli þá gerir fjöldi og flækju stig kerfisins það einnig. Við það eykst kostnaður fyrir tækja og opin berra aðila, hætta er á mis tökum í laga setningu og óvissa skapast um rekstrar- for sendur fyrir tækja. Flækju stig kerfisins dregur úr hvötum til fram- taks fólks og fyrir tækja þegar síst skyldi. Góð yfir sýn yfir skatta um- hverfið er nauð synleg og yfir lit Við- skipta ráðs því gagn legt. Ívilnandi skattabreytingar er einnig að finna í yfir litinu, en ráð herra eru þakkaðar gagn legar ábendingar um at riði sem vantar. Vegna fjölda breytinga kemur kannski ekki á óvart að eitthvað mis farist í saman tektinni. Í öllum þessum aragrúa skatta- breytinga má finna breytingar til bóta, eins og t.d. eðlilega lækkun tryggingargjalds í ár eftir mikla hækkun undanfarið og ívilnanir fyrir nýsköpun. En stóru drætt- irnir skipta máli fyrir áhrif kerfis- breytinga á gangverk hagkerfis- ins og þeir felast í umfangsmiklum breytingum á skattkerfinu sem í langflestum tilvikum fela í sér nýja og hækkaða skatta. Um þetta hefur Viðskiptaráð fjallað ítarlega áður. Raunveruleiki heimila og fyrirtækja skiptir mestu Þótt töluleg rýni sýni ótvírætt að skattar hafi aukist á undanförnum árum mætti svara spurningunni um hvort skattar hafi hækkað eða lækkað með könnun á skoðunum heimila og fyrirtækja. Fáir velkj- ast í vafa um hvert svarið yrði. Ef mörgum líður þannig að skattar hafi hækkað verulega hefur það áhrif á vinnubrögð þeirra og starfs- hætti. Vandinn blasir við: Hvatarnir sem umbreytt skattkerfi býr fólki og fyrirtækjum vinna gegn fram- takssemi, fjárfestingu, sparnaði, hóflegri neyslu, aðkomu að atvinnu- starfsemi, verðmætasköpun og nýráðningum starfsfólks. Um leið stuðla þeir að flótta fólks og fyrir- tækja í aðrar skattalögsögur, af vinnumarkaði eða skattaundan- skotum. Þessir hvatar eru nú orðnir verulega óheilbrigðir endurreisn og uppbyggingu hagkerfisins. Því þarf að breyta og fyrr frekar en seinna. Af talnakúnstum Skattamál Tómas Már Sigurðsson formaður Viðskiptaráðs Íslands 35 30 25 20 15 10 5 0 150 300 600 Mánaðartekjur á föstu verðlagi (m.v. 2007) í þúsundum króna Skattbyrði eftir tekjuskattsstofni á föstu verðlagi ársins 2007. ■ 2007 ■ 2008 ■ 2009 Sk at tb yr ði ( % ) HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS, RÍKISSKATTSTJÓRI OG ÚTREIKNINGAR VIÐSKIPTARÁÐS. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 49 83 4 frá kr. 92.200 Einstakt tækifæri! 7. febrúarKanarí Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 7. febrúar í viku á frábærum kjörum. Í boði er m.a. frábær sértilboð á hinum vinsælu gististöðum Las Camelias og Beverly Park. Einnig erum við með aðra gististaði á sérlega hagstæðu verði. Ekki missa af þessu einstaka tilboði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara! Kr. 92.200 – Las Camelias Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og eitt barn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi í 7 nætur. Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi kr. 104.900 á mann. Kr. 109.900 – Beverly Park með allt innifalið Netverð m.v. 2 fullorðna og eitt barn í herbergi á mann á Beverly Park hótelinu í 7 nætur. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 134.700 á mann. Tækniþróunarsjóður Styrkir til nýsköpunar H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Athugið! Næsti umsókna rfrestur er til 15. febrúar 2012 Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Sjóðurinn styrkir nýsköpunarverkefni sem geta aukið samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. Nánari upplýsingar um sjóðinn eru á www.rannis.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.