Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 21. janúar 2012 Kynhvötin er ein af grunn-hvötum beggja kynja og einn af drifkröftunum í samskiptum þeirra. Væntanlega munu flestir vera því sammála að hún sé nauð- synleg, á stundum óáreiðanleg og ekki til staðar, en á hjá sumum jafnvel yfirdrifin. Hægt er að skil greina kyn- hvöt sem tilfinningu eða líðan sem byggir á flóknu sam spili and legra, líkam legra og sam- félags legra þátta sem leiða af sér líf fræði legar, hug rænar og hegðunar legar breytingar hjá ein- staklingum þar sem markmiðið er einhvers konar fullnæging. Ekki skal lagt sérstaklega mat á það hvað er eðlilegt í sjálfu sér, enda engin mælistika til um það. Einstaklingar eru mismunandi eins og þeir eru margir og spila aldur, aðstæður, sjúkdómar, lyf og margt fleira hér auðvitað stórt hlutverk. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvaða þættir hafa áhrif á og draga úr kynhvöt og þar af leiðandi samlífi einstaklinga. Þetta eru gjarnan mjög persónuleg mál og ekki á borð borin alla jafna í samtölum milli vina og kunningja, jafnvel ekki milli aðila í sambandi eða hjá hjónum. Við læknar og heilbrigðis- starfsfólk sem eigum samskipti við einstaklinginn í trúnaði og á bak við luktar dyr fáum oft að heyra um slík vandamál, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að í samböndum og lífi fólks en einnig t.d. sem aukaverkun við lyfi sem hefur verið ávísað. Það getur reynst fólki erfitt að tjá sig og stundum þarf að brjóta ísinn og opna umræðuna til þess að fá fram orsakir og afleiðingar. Þá er kynhvöt á stundum ruglað saman við kyngetu sem er allt annars eðlis þó þar geti verið samhengi á milli. Mjög mikilvægt er að fá fram góða sögu og nálgast vandann út frá kyni og aldri einstaklings auk þess sem taka þarf tillit til aðstæðna og umhverfis viðkomandi. Rannsóknir sýna að stór hópur kvenna, sérstaklega eftir tíða- hvörf, finnur fyrir því sem á fagmáli er kallað FSD (Female Sexual Dysfunction) sem mætti lauslega þýða sem kynlífs- eða kynhvatartruflun. Það er þó umtalsverður hluti kvenna fyrir tíðahvörf sem hefur svipaðar kvartanir og er almenna reglan að þetta er vangreint vandamál hjá báðum hópum og þar af leið- andi vanmeðhöndlað. Algengast er að karl menn eftir miðjan aldur finni fyrir ris- truflun þar sem vandinn getur verið líkam legur jafnt sem and- legur, yngri menn geta lýst svipuðum ein kennum en orsakir þeirra eru sjaldnar líkam legar. Hér er svipaða sögu að segja eins og með konurnar, nema umræðan er orðin opnari gagn- vart þessum vanda eldri karla eins og ávísanir stinningarlyfja bera með sér. Hvað er þá það sem ber að hugsa um finni einstaklingar til minnkaðrar kynhvatar? Alþekkt er að andleg og líkam- leg þreyta, svefn leysi, streita, áhyggjur, van líðan og samskipta- örðugleikar hvers kyns eru stórir áhrifa þættir hjá báðum kynjum. Áfengi og vímu efni losa um hömlur en dempa skilningar- vitin og sam skipti, þannig dregur úr kyn hvöt og ánægju af sam- lífi. Dæmi um lyf sem geta haft áhrif á kyn hvöt eru háþrýstings- lyf, þung lyndis lyf, ofnæmis lyf, krabba meins lyf, getnaðar varna- og hormónalyf. Mikilvægt er að átta sig á líkam legum orsökum og gæta að andlegu jafnvægi en í grund- vallaratriðum verður að huga að nánd, trausti, opnum og heiðar- legum samskiptum milli aðila auk þess að virða þau mörk sem hver einstaklingur setur. Kynhvöt karla og kvenna Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson læknir Svæðisráð vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs boðar til samráðsfunda um Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir nýtt svæði (Langasjó – Eldgjá) sem bættist við þjóðgarðinn sl. sumar með útgáfu reglugerðar nr. 763/2011.  Kynntar verða hugmyndir svæðisráðs og leitað álits fundarmanna varðandi verndarákvæði, samgöngur, þjónustusvæði o.fl. Fundirnir verða haldnir sem hér segir: • Á veitingastaðnum Nauthóli, Reykjavík, mánud. 23. janúar, kl 20:00. • Á Geirlandi, Skaftárhreppi, þriðjud. 24. janúar, kl 20:30. • Á Laugalandi í Holtum, miðvikud. 25. Janúar, kl 20:30. Allir velkomnir.  SVÆÐISRÁÐ VESTURSVÆÐIS VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR LANGISJÓR / ELDGJÁ PO RT h ön nu n Landsbankinn landsbankinn.is 410 4040 Sjóðurinn árfestir í dreifðu safni skuldabréfa, hlutabréfa og hlutdeildarskírteina. Grunnárfesting sjóðsins er í verðbréfum með ábyrgð ríkisins. Þannig verður áhættan meiri en í hreinum ríkisskuldabréfasjóðum og vænt ávöxtun til lengri tíma hærri. Reglubundinn sparnaður Með reglubundnum sparnaði í sjóðum getur þú byggt upp eignasafn með áskri frá 5.000 kr. á mánuði. Enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskri. Sparnað í sjóðum má alltaf innleysa. Eignabréf – Eignasamsetning 01.01.2012 Eignasamsetning ræðst af árfestingarstefnu og markaðsaðstæðum hverju sinni. Fjárfestingarstefnu má finna í útboðslýsingu á landsbankinn.is. Fyrirvari: Eignabréf er árfestingarsjóður samkvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur eirliti Fjármálaeirlitsins. Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt árfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsvaki.is eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsinguna áður en árfest er í sjóðnum, en þar er meðal annars ítarleg umöllun um árfestingarstefnu sjóðsins og áhættu sem felst í árfestingu í honum. Eignabréf er nýr blandaður árfestingarsjóður sem hentar vel fyrir reglubundinn sparnað. Sjóðurinn hentar vel í langtímasparnað fyrir ein staklinga sem vilja ávaxta hluta af sparnaði sínum í öðrum verðbréfum en ríkisskuldabréfum. Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á armalaradgjof@landsbankinn.is. Nýr kostur í sparnaði Skuldabréf, víxlar og aðrar kröfur með ríkisábyrgð 83% Hlutabréf9% Reiðufé7% Innlán hjá ármálafyrirtækjum 1%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.