Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2012, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 21.01.2012, Qupperneq 36
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR36 „Kallakaffisbollann fékk ég að gjöf frá starfsmanni á RÚV sem seinna sagðist leiður yfir að hafa ekki getað gefið mér Hringekju- og Kexvex- miðjubolla. Hann sá fyrir sér að þetta væri hægt að selja í áskrift í sjónvarpsmarkaði undir yfirskriftinni „It builds to this lovely collection“. Því fylgdi sögunni að ástæðan fyrir því að dagskrárstjórinn svarar ekki tölvupóstum frá mér sé sú að ég sé einfaldlega ekki í þessum sama gæðaflokki,“ segir Halldór Högurður, frístundahandritshöfundur og ráð- gjafi hjá Dugi, um kaffibolla sem merktur er gamanþáttaseríunni Kallakaffi sem vakti misjákvæða athygli fyrir nokkrum árum. Halldór segir meira söfnunargildi í öðrum kaffibolla sem hann á, sem nú er reyndar í útláni, en það er bolli merktur Icesave. Sá bolli varð ein af helstu táknmyndum efnahags- hrunsins þegar fjölmiðlar gripu til þess trekk í trekk að birta af honum myndir með nánast hverri einustu frétt sem sögð var af málinu lengi vel. „Ég á líka spilastokk merktan Hafskipum og þarna er nú vísir að viðskiptasögusafni. Icesavebollinn hefur mikið söfnunargildi, alveg þangað til það verður farinn annar hringur og Icesave-reikningar opnaðir erlendis aftur með allri þeirri bollaframleiðslu sem því fylgir. Annars er ég ekki mikill safnari, en ef einhver á kveikjara merktan Café Óperu, Laugarásvídeó, Kaffi Krók eða skemmtistaðnum Batteríinu þá má hann láta mig vita.“ Menningarverð- mæti framtíðar Hversdagslegir hlutir sem endurspegla að einhverju leyti tíðarandann á hverjum tíma fyrir sig eiga það til að enda á ruslahaugum, því erfitt er að sjá fyrir hverjir þeirra gætu reynst fróðlegir, fyndnir eða nytsamlegir þegar fram í sækir. Kjartan Guðmundsson þefaði uppi nokkra slíka hluti sem fólk ætti með réttu að verða sér úti um eða varðveita með hliðsjón af framtíðinni. Samhliða tónlistarsköpun hefur Gylfi Ægisson málað myndir í áratugi, oft á skipsstýri en einnig á hefðbundnari máta. Gylfi tekur meðal annars að sér að mála samkvæmt pöntunum og sem dæmi pantaði poppfræðingurinn Dr. Gunni í afmælisgjöf handa sjálfum sér málverk eftir Gylfa sem átti að vera af Bítlunum og Tinna í íslensku landslagi í draumkenndum stíl, en lista- maðurinn bætti sjálfu afmælisbarninu við á myndina ásamt nokkrum hús- dýrum, burstabæ og sól. Slík gersemi verður væntanlega ómetanleg þegar fram í sækir enda lifir listin manninn, rétt eins og með Stórval. ■ MÁLVERK EFTIR PÖNTUN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ■ MERKILEGIR KAFFIBOLLAR Gleðigjafi Íslands, sjálfur Hemmi Gunn, hefur komið víða við og vafa lítið fáir sem búa yfir jafn mikilli reynslu og hafa eins fróð- og skemmti- legar sögur að segja úr íþrótta heiminum, skemmtana bransanum og nánast öllu sem mannlegt getur talist. Óbilandi kátína og hress leiki er ekki metinn til fjár og því ætti að varð veita allan varning sem tengist þeirri þjóðar gersemi sem Hemmi er eins og sjá aldurs auga síns. Þar fer fremstur í flokki þessi merki- legi háskóla bolur sem fram leiddur var í tengslum við geysi vin sælan spjall þátt Hemma, Á tali, á ofan verðum níunda ára tug síðustu aldar, en slíkir bolir ku ganga kaupum og sölum í undir heimum borgarinnar og ættu einnig að fást á ein staka lager sölum. ■ HRESSANDI HÁSKÓLABOLUR FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég hef enga hugmynd um hvernig þessi brúsi endaði heima hjá mér,“ segir Hildur Lilliendahl, deildarfulltrúi í Ráðhúsinu, sem er stoltur eigandi vatnsbrúsa með mynd af rithöfundinum Thor Vilhjálmssyni heitnum, en brúsinn vakti nokkra athygli þegar hann var framleiddur fyrir nokkrum árum. „Ég hef eins lítinn áhuga á íþróttum og hreyfingu og hugsast getur en einhvern veginn sit ég samt uppi með þennan brúsa. Ég hefði alveg getað hent honum í einhverju tiltektaræði einhvern tímann en eftir andlát Thors öðlaðist hann algjörlega nýja merkingu og ég er forsjóninni þakklát fyrir að hann skuli enn vera hjá mér,“ segir Hildur. Brúsinn góði er þó ekki eini hversdagslegi hluturinn í eigu Hildar sem hún sér fram á að öðlist aukið gildi í framtíðinni. Hún heldur einnig mikið upp á dúkku í líki söngkonunnar Birgittu Haukdal sem kom á markað um miðjan síðasta áratug og vakti jafnvel enn meiri athygli en brúsinn. Dúkkuna fékk hún að gjöf frá manneskju sem henni þykir óskaplega vænt um. „Það var táknræn gjöf og ætlað að sýna mikinn hlýhug, enda gefur maður svona gersemar ekki hverjum sem er. Ég brosi alltaf þegar ég horfi í andlitið á þessari dúkku. Þetta gæti verið klæðskiptingur, eða Ruth Reginalds, eða geimvera. Í raun gæti þetta verið næstum allt annað en Birgitta Haukdal. Utan á kassanum stendur að hann innihaldi meðal annars „viðeigandi skart“ enda væri vissulega óviðeigandi að láta Birgittu ganga með óviðeigandi skart eða skartlausa með öllu. Á kassanum segir líka „Í fyrsta sinn á Íslandi“ eins og Birgittu Haukdal dúkkur hafi verið í sölu í útlöndum í þó nokkurn tíma áður en þær náðu til Íslands.“ Hildur segir bæði brúsann og dúkkuna verða sér kærari með tímanum. Hún hlakki til að verja með þeim ævinni og draga fram á viðeigandi gleðistundum í fram- tíðinni. Aðspurð segir hún að listinn yfir aðra slíka hluti sem hana langar í sé endalaus, en á honum eru til að mynda apaskinnsgalli, neonlitaður krumpusundbolur, ljóðabók Silvíu Nætur, sígarettutyggjó og varningur merktur Sophiu Hansen. „Svo ef einhver á gamla og merkta minjagripi frá lútherskum hjónahelgum sem voru og eru haldnar á hótelum víðs vegar um landið má sá endilega koma þeim til mín.“ ■ EYÐI ÆVINNI MEÐ THOR OG BIRGITTU Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir, bindi 1 til 9 eftir Rannsóknarnefnd Alþingis, sem gengur undir nafninu Rannsóknarskýrslan í daglegu tali, seldist eins og heitar lummur þegar hún var gefin út á vordögum ársins 2010, nánar tiltekið í þúsundum eintaka. Þá var skýrslan einnig gerð aðgengileg á netinu fyrir almenning og því alls óljóst hversu margir komi til með að passa vel upp á prentuðu eintökin sín, enda skýrslan tæplega skemmtilesning og fráleitt í hópi fagurbókmennta, þótt lesi megi hana sér til gagns fram og til baka. Í öllu falli er um að ræða fyrirtaks minnisvarða um þennan skrýtna tíma í sögu þjóðarinnar og eigulegan grip fyrir safnara framtíðarinnar. Þá væri ekki úr vegi að tryggja sér prentað eintak af skýrslu nefndar um ímynd Íslands frá því rétt fyrir hrun árið 2008, þar sem lagt var til að kjarninn í ímynd landsins yrði kraftur, frelsi og friður. Nefndin, sem forsætisráðherra skipaði, komst einnig að þeirri niðurstöðu að náttúrulegur kraftur væri sérkenni Íslands. ■ PRENTUÐU EINTÖKIN AF SKÝRSLUNUM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Einkabílanúmerin sem meðlimir hljómsveitarinnar Skítamórals létu setja á Volkswagen Polo-bifreiðar sínar undir lok tíunda áratugarins, SKÍMÓ 1 til 5, eru fyrir löngu orðin dægurmenningargull, enda tók veitingastaðurinn Hard Rock þau í sína vörslu og líklegt að þau muni dvelja á rokk- og poppminja- söfnum um aldur og ævi. Ef bílnúmerin slysast á einhverjum tímapunkti í Kolaportið væri gráupplagt að tryggja sér þannig áþreifanlegan hluta af poppsögu landsins. Hægara um vik ætti að þó að vera að ná sér í eintak af bókinni sem gefin var út um sögu sveitarinnar árið 1998 og hefur farið lítið fyrir síðan. Sömu sögu má segja um bókina 100% Nylon, sem kom út um kvennasveitina vinsælu í nóvember árið 2004, örfáum mánuðum eftir að sveitin var stofnuð eftir áheyrnarprufur á Hótel Nordica. Þessar bækur koma væntanlega til með að verða viðlíka fágæti og Saga Hljóma eftir Ómar Valdimarsson, fyrsta bókin sem skrifuð var um íslenska dægurtónlist, er í dag. ■ BÆKURNAR UM SKÍMÓ OG NYLON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H A R I FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.