Fréttablaðið - 21.01.2012, Page 48
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR4
Hugbúnaðarprófanir
Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingum með reynslu af hugbúnaðarprófunum.
Háskólamenntaðir einstaklingar sem hafa starfað við þróun hugbúnaðar koma einnig vel til greina.
Reynsla af vinnu samkvæmt Agile/Scrum aðferðafræðinni, eða sambærilegum vinnuferlum, er kostur.
ráðgjöf ráðningar rannsóknir
Nánari upplýsingar um störfin veita Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar nk. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar umsóknir og
fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá.
Intellecta, Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225
Við leitum að hugbúnaðarprófurum í nokkur störf hjá öflugum og traustum fyrirtækjum
HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN
ÍSAFIRÐI
TÆKNIMAÐUR
Hafrannsóknastofnunin auglýsir lausa til umsóknar
stöðu tæknimanns á útibúinu á Ísafirði. Starfið felst
m.a. í umsjón og viðhaldi rafeindabúnaðar og neðan-
sjávarmyndavéla. Góð tölvukunnátta nauðsynleg.
Æskilegt er að umsækjendur hafi próf í rafeindavirkj-
un. Reynsla eða sambærileg menntun kemur einnig
til greina.
Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og
viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir sendist Hafrannsóknastofnuninni fyrir 15.
febrúar nk. Nánari upplýsingar veita Hjalti Karlsson,
útibúinu á Ísafirði, í síma 575-2300 og Vignir Thor-
oddsen í síma 575-2000.
Hafrannsóknastofnunin er stærsta rannsóknastofnun
landsins á sviði haf- og fiskirannsókna og gegnir auk
þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og
verndun auðlinda hafsins. Mikill hluti starfseminnar tengist
alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og
háskóla. Stofnunin rekur fimm útibú, tilraunaeldisstöð í eldi
sjávarlífvera, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði 150
starfsmenn í þjónustu sinni.
Hafrannsóknastofnunin
Skúlagötu 4, 101 Reykjavík
s: 575 2000
arionbanki.is — 444 7000
Fjárstýring
Laust starf hjá Arion banka
Arion banki leitar að reynslumiklum sérfræðingi
í verðbréfamiðlun til starfa innan fjármálasviðs
bankans. Við leitum að hæfileikaríkum
einstaklingi sem hefur metnað til að takast
á við krefjandi verkefni.
Helstu verkefni
Viðskipti með skráð verðbréf fyrir hönd bankans
Umsjón með viðskiptavakt hlutabréfa og skuldabréfa
Þátttaka í frumútboðum verðbréfa
Greining á nýjum fjárfestingakostum
Hæfniskröfur
Háskólanám í viðskiptafræði, hagfræði
eða sambærileg menntun
Löggilding í verðbréfamiðlun
Reynsla af verðbréfaviðskiptum nauðsynleg
Frumkvæði, drifkraftur og metnaður í starfi
Nánari upplýsingar um starfið veita Eiríkur Dór
Jónsson, forstöðumaður fjárstýringar, sími 444 7171,
netfang eirikur. jonsson@arionbanki.is og Íris Guðrún
Ragnarsdóttir starfsmannaþjónustu í síma 444 6064,
netfang iris.ragnarsdottir@arionbanki.is.
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2012.
Umsækjendur sæki um starfið á vefsíðu bankans,
www.arionbanki.is