Fréttablaðið - 21.01.2012, Page 78

Fréttablaðið - 21.01.2012, Page 78
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR46 krakkar@frettabladid.is 46 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Hvað sagði hringurinn við þrí- hyrninginn? Ái, þú stingur. Mamma: María! Af hverju situr þú þarna fyrir framan spegilinn með lokuð augun? María: Mig langar að sjá hvernig ég lít út þegar ég sef. Tónlistakennarinn: Brjánn! Hvers vegna stendur þú uppi á stólnum? Brjánn: Til þess að ná hæstu tónunum kennari. Ásthildur Emma, 6 ára. Svo var það Skotinn sem var svo nískur að hann hló ein- göngu á kostnað annarra. Góðan daginn, ég er kominn til að stilla píanóið þitt. Jæja, ég hef ekki pantað neina píanó stillingu. Ég veit það vel, það var nágranni þinn sem pantaði stillinguna. Ég hef ekki sofið í marga daga. Af hverju ekki? Ég sef á næturnar. YOUTUBE.COM þekkja líklega flestir. Þar er hægt að leita að tónlist, horfa á teiknimyndir og fá leiðbeiningar um allt milli himins og jarðar. Ungfrú Svínka er ein af aðalpersónum Prúðuleikaranna. Hún er mikil prímadonna og staðráðin í því að verða stjarna. Hún er róleg á yfirborðinu en getur á augabragði orðið bálreið og þá sérstaklega ef hún móðg- ast eða ef einhver stendur í vegi fyrir henni. Froskurinn Kermit er án efa frægasti prúðu- leikarinn og birtist fyrst á skjánum árið 1955. Eitt sinn krafðist Svínka þess að Ker- mit giftist henni. Hún segir þau mjög hamingju söm en Ker- mit er ósammála. „Samband okkar er einungis starfstengt,“ hefur hann látið hafa eftir sér. Fossi björn er brandara karl. Ekki eru þó allir sammála um að brandararnir hans séu góðir. Hann er besti vinur Kermits þótt þeir hafi stund- um ólíkar skoðanir. Geimveran Gonsó er ofurhugi sem dembir sér í hvert áhættu- atriðið á fætur öðru. Hann elskar að koma fram og lítur á það sem hann gerir sem list. Hver með sínu sniði Prúðuleikararnir eru nú sýndir í bíó. Kynnumst nokkrum þeirra betur: Hvers konar leikrit er Fanný og Alexander? „Þetta er fjölskyldu- saga þar sem ýmislegt gengur á, það er svolítið erfitt að útskýra. Þið verðið bara að koma og sjá.“ Hvernig persóna er Fanný? „Hún er frekar róleg, kurteis og kemur vel fram við fólk.“ Er erfitt að leika hana? „Nei, alls ekki erfitt, það er fyrst og fremst mjög skemmtilegt.“ Eruð þið líkar, og þá hvernig? „Já, ég held við eigum báðar það sameiginlegt að við erum báðar rólegar og kurteisar, það segir mamma mín alla vega.“ Hvernig fékkstu hlutverkið? „Það var bent á mig í prufur fyrir þetta hlutverk.“ Hefurðu leikið eitthvað áður, og þá hvað? „Já, ég lék í Þjóð- leikhúsinu kött í Karde mommu- bænum. Ég lék líka nokkur hlutverk í söngleiknum Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu og hef leikið í bíómyndum og talsett teiknimyndir.“ Ertu aldrei stressuð fyrir sýn- ingar? „Jú, ég var smá stress- uð fyrir frumsýninguna því ég þekkti svo marga sem komu að sjá mig.“ Hefur eitthvað óvenjulegt gerst á sýningu? „Nei, ekki ennþá. Ég var svo kvefuð um daginn og þurfti oft að passa að hnerra ekki. Það var frekar fyndið.“ Í hvaða skóla ertu? „Ég er í Hofsstaðaskóla í Garðabæ.“ Hver er uppáhalds náms- greinin? „Mér finnst enska skemmtilegust.“ En sú leiðinlegasta? „Æ, stærð- fræði er nú ekki í uppáhaldi hjá mér.“ Hvað gerirðu í frítímanum? „Þegar ég er ekki í fimleik- um og dansi þá er ég með vin- konum mínum og svo geri ég margt skemmtilegt með fjöl- skyldunni.“ Hver eru helstu áhugamálin? „Fimleikar, dans, leiklist, tón- list, ferðalög og dýr.“ Áttu þér uppáhaldsbíómynd? „Margar, til dæmis You Again, Clueless og mér finnst alltaf gaman að horfa á Home Alone með fjölskyldunni minni um jólin.“ En leikara eða leikkonu? „Selena Gomez, Jim Carrey og Lea Michele og auðvitað Himmi sem leikur Alexander. Svo Selma Björnsdóttir.“ Hver er uppáhaldssöngvarinn? „Það eru Beyoncé og Adele.“ Heldurðu með einhverjum sérstökum í Eurovision? „Ekki ennþá, á eftir að hlusta á öll lögin og velja svo.“ Áttu gæludýr? „Já, ég á hund sem heitir Castro.“ Uppáhaldsmatur? „Það er jóla- maturinn og allt meðlætið með honum.“ Hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin stór? „Það er svo margt skemmtilegt, get ekki ákveðið mig strax. Þegar ég var í leikskóla langaði mig að vera flugfreyja en það verður bara að koma í ljós.“ GAMAN AÐ LEIKA Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, 11 ára, hefur leikið í kvikmyndum, á sviði og talsett teiknimyndir. Nú fer hún með hlutverk Fannýjar í leikritinu Fanný og Alexander. EFNILEG Ísabella Rós Þorsteinsdóttir er önnur tveggja stúlkna sem fara með hlutverk Fannýjar í Fanný og Alexander. Hin er Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á Vísi er hægt að horfa á myndskreyttan upp- lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl- enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.