Fréttablaðið - 21.01.2012, Page 90
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR58
folk@frettabladid.is
51
Bættu LGG + við daglegan morgunverð
fjölskyldunnar og styrktu ónæmiskerfið.
Nú fylgja 2 frítt með
Þú getur lesið meira um LGG+ á
ms.is/lgg
+ stuðlar að vellíðan
+ styrkir varnir líkamans
+ bætir meltinguna og
kemur jafnvægi á hana
+ eykur mótstöðuafl
+ hentar fólki á öllum aldri
+ er bragðgóð næring
Fyrir fulla virkni
Ein á dag
Eiginleikar LGG+
Herratískan í Mílanó var
sýnd í síðustu viku en
þar kenndi ýmissa grasa
í herratískunni fyrir
komandi haust og vetur.
Loðfóðraðir gallajakkar
og úlpur voru áberandi,
síðir ullarfrakkar með
loðkraga og munstraðar
prjónapeysur voru
áberandi. Einnig var
mikið um æpandi
litadýrð þar sem litir á
borð við appelsínugulan,
grænan og bláan voru
vinsælir. Mikið var um
að hönnuðir blönduðu
saman litum þar sem
skyrta, peysa, buxur
og jakki voru öll í
mismunandi lit. Hér má
sjá brot af því besta frá
nýafstaðinni tískuviku í
Mílanó.
LITADÝRÐ OG
LOÐKRAGAR
FYRIR HERRANA
VIVIANNE WESTWOOD MISSONI
Á sýningum tískuhúsanna fyrir haustið
2012 fór ekki milli mála að buxurnar
eiga að vera í ökklasídd hjá herrunum,
hvort sem um jakkaföt eða gallabuxur
er að ræða. Ef götutískan í kringum
tískuvikuna í Mílanó er skoðuð má sjá
að margir tískusinnaðir herramenn
hafa tileinkað sér þessa tískubólu og
rúllað buxunum upp í ökklasídd og
verið í litríkum sokkum við. Kemur vel
út við fína spariskó, kuldaskó eða ein-
faldlega strigaskó með hækkandi sól.
Einnig mátti sjá að stórir treflar
og háir kragar verða áberandi næstu
mánuði í herratískunni. Það er því
um að gera að grafa fram rúllukraga-
peysurnar enda nokkur ár síðan þær
voru í tísku síðast.
STUTTAR BUXUR OG HÁIR KRAGAR
SALVATORE
FERREGAMO
VERSACE
FRANKIE MORELLO
DSQUAREDDSQUAREDETRO
MOSCHINO
TÍSKUSÝNING voru haldnar á herratísku-
vikunni í Mílanó en hún stóð frá 13-18. janúar.
Rapparinn Kanye West var meðal frægra gesta á
fremstu röð í ár.