Fréttablaðið - 21.01.2012, Page 91

Fréttablaðið - 21.01.2012, Page 91
LAUGARDAGUR 21. janúar 2012 59 Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags- morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur Tónlist ★★★★ ★ Spilaðu lag fyrir mig Valgeir Guðjónsson Á Spilaðu lag fyrir mig eru sjötíu lög sem Valgeir Guðjónsson samdi, einn eða í félagi við aðra, á þeim ríflega fjörutíu árum sem eru liðin síðan hann byrjaði í popp- bransanum. Platan er gefin út í tilefni af sextíu ára afmæli Valgeirs sem hann fagnar einnig með tón- leikum í Hörpu. Mörg þeirra laga og texta sem hér er að finna voru samin með félögum Valgeirs í Spil- verki þjóðanna og Stuð mönnum, en eins og Valgeir tekur fram á plötuumslaginu, þá eiga þau það sammerkt að þar hefur hans hlutur verið stærri en hinna höfundanna. Auk laga sem samin voru fyrir fyrrnefndar sveitir eru á Spilaðu lag fyrir mig meðal annars lög af plötum Hrekkjusvína og Jollí og Kóla og lög af sólóplötum Valgeirs. Um það bil helmingur laganna í þessum þrefalda pakka eru með Stuðmönnum og Spilverkinu. Valgeir er mjög góður laga- og textasmiður eins og heyrist vel hér. Mörg laganna hafa náð miklum vinsældum og flest þeirra hafa líka elst vel. Þarna eru meðal annarra Popplag í G-dúr, Blind- fullur, Íslenskir karlmenn, Slá í gegn, Bíólagið, Gestir út um allt og Gerum okkar besta. Flest laganna eru með upprunalegum flytjendum, en í nokkrum tilfellum eru aðrir flytjendur, t.d. Todmobile (Haustið 75), Matti Matt (Ekki bíl), Hjálmar (Ólína og ég) og Helgi Björns (Kramið hjarta). Þá eru einhver lög flutt af Valgeiri sem áður voru með hljómsveitunum hans, t.d. Hrekkjusvínalagið Gestir út um allt og Stuðmannalagið ÚFÓ. Engin þessara síðari tíma útgáfa er betri en frumútgáfan, en sú ákvörðun að hafa þær með kemur samt vel út og eykur fjölbreytnina. Það virðist engri sérstakri reglu fylgt varðandi niðuröðun laganna, enda hefði það kannski verið snúið. Tímaröð, sem oft virkar vel, hefði til dæmis ekki komið vel út í þessu tilfelli. Á heildina litið er Spilaðu lag fyrir mig næsta pottþéttur sjötíu laga popppakki. Það eru líkur á því að margir Spilverks- og Stuð- mannaaðdáendur eigi flest þessara laga fyrir einhvers staðar í fórum sínum, en það er gott að fá úrval lagasmíða Valgeirs Guðjónssonar á einn stað. Þessi pakki er ekki jafn bráðnauðsynlegur og heildarútgáfa Spilverksins sem kom út fyrir rúmu ári, en fínn engu að síður. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Öll þekktustu lög Valgeirs Guðjónssonar í þreföldum afmælispakka. Sjötíu laga ofurpakki Valgeirs SPILAÐU LAG FYRIR MIG Sjötíu lög eru á nýrri safnplötu Valgeirs Guðjóns- sonar. STOFNAÐ 1971 RAFEINDAVIRKI Raftækjaverkstæðið annast þjónustu á mörgum heimþekktum vörumerkjum á borð við Philips, Panasonic, Toshiba, Grundig og Kenwood. Umsækjendur þurfa að: SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA RAFEINDAVIRKJA Leikkonan Jennifer Aniston ætt- leiddi lítinn hund á nýju ári. Hundurinn er blanda af velskum corgi og terrier og fann leik- konan hann í dýraathvarfi í Utah. „Jennifer var miður sín eftir dauða Normans, gamla hundsins hennar. Hún var lengi að jafna sig en ákvað loks að nú væri rétti tíminn til að gefa nýjum hundi gott heimili,“ var haft eftir heimildar manni. Norman var fimmtán ára gamall þegar hann drapst og fékk leikkonan sér húð- flúr til minningar um þennan gamla vin sinn. Fékk sér nýjan hund ÆTTLEIÐIR Jennifer Aniston fékk sér nýjan hund. NORDICPHOTOS/GETTY Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf. Melabraut 21-27, 220 Hafnarfi rði Hrauni 5, 730 Reyðarfi rði Sími: 575 9700 www.vhe.is VHE hefur í rúm 40 ár rekið Vélaverkstæði þar sem boðið er uppá alla almenna þjónustu sem við kemur viðhaldi, smíði og hönnun véla og tækjabúnaðar fyrir stóriðju og önnur fyrirtæki, bæði innanlands og utan. Hjá VHE á Austurlandi vinnur 150 manna kraftmikill hópur iðnaðar- og tæknimanna, verka- og skrifstofufólks af báðum kynjum. VHE á Austurlandi rekur meðal annnars: • Vélsmiðju • Renniverkstæði • Járnsmíðaverkstæði • Viðhaldsþjónustu, fyrir vél- og rafbúnað • Byggingadeild, nýbyggingar og viðhald • Steypueiningarverksmiðju • Kersmiðju, endurfóðrun og viðhald rafgreinikerja • Verslun, sala á vökvabúnaði og f.l • Vökvaþjónustu, sérfræðiþjónusta í vökvakerfum, nýsmíði og viðhald tjakka, háþrýstislöngur Velkomin(n) um borð. Einungis er tekið á móti umsóknum á heimasíðu VHE.is. Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Baldursson í síma 575-9783 eða í tölvupóst sigurjon@vhe.is. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Járniðnaðarmenn, rafvirkjar og verkafólk Við leitum að: • Vélvirkjum • Vélstjórum • Járniðnaðarmönnum • Málmsuðumönnnum • Rafvirkjum • Verkafólki til framleiðslustarfa og ýmissa starfa í Kersmiðju. Öll ofangreind störf eru framtíðarstörf Góð laun eru í boði fyrir góða starfsmenn Fríar ferðir til og frá vinnu innan áætlanakerfi s ASFB VHE getur útvegað húsnæði ef með þarf Vegna aukinna verkefna leitar VHE Vélaverkstæði að dugmiklu og ábyrgu starfsfólki til að vinna á starfsstöð félagsins við Reyðarfjörð. Ráðningar fara fram á tímabilinu frá janúar til júní 2012. Um framtíðarstörf er að ræða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.