Fréttablaðið - 21.01.2012, Síða 96

Fréttablaðið - 21.01.2012, Síða 96
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR64 sport@frettabladid.is C-riðill Spánn - Rússland 30-27 (17-11) Roberto García 6/4, Cristian Ugalde 5, Joan Cañellas 5, Raúl Entrerríos 4 - Konstantin Igropulo 8/1, Alexander Chernoivanov 5. Frakkland - Ungverjaland 23-26 (14-12) Xavier Barachet 5, Nikola Karabatic 3, Daniel Narcisse 3 - Szabolcs Zubai 6, Gergely Harsányi 5/2, Tamás Mocsai 3, Milorad Krivokapic 3 LOKASTAÐAN Spánn 3 2 1 0 83-77 5 Ungverjaland 3 1 2 0 81-78 4 Frakkland 3 1 0 2 77-79 2 Rússland 3 0 1 2 82-89 1 D-riðill Ísland - Slóvenía 32-34 (13-17) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 9/4 (12/5), Arnór Atlason 5 (8), Alexander Petersson 4 (6), Sverre Jakobsson 3 (3), Kári Kristján Kristjánsson 3 (4), Aron Pálmarsson 3 (5), Þórir Ólafsson 3 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Róbert Gunnarsson 1 (2), Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8 (38/3, 21%), Hreiðar Levy Guðmundsson 1 (5/1, 20%), Hraðaupphlaup: 6 (Sverre 3, Þórir 2, Vignir 1) Fiskuð víti: 5 (Róbert 2, Arnór, Aron, Þórir) Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Slóveníu (skot): Sebastian Skube 8/1 (9/1), Dragan Gajic 7/2 (8/3), Jure Dolenec 5/1 (7/1), Miha Zvizej 3 (4), Uros Zorman 3 (4), Jure Dobelsek 2 (2), Borut Mackovsek 1 (1), David Miklavcic 1 (1), Peter Pucelj 1 (1), Luka Zvizej 1 (1), Matjaz Brumen 1 (1), David Spiler 1 (3), Varin skot: Gorazd Skof 16/1 (45/4, 36%), Prost Primoz 1 (4/1, 25%), Hraðaupphlaup: 5 (Gajic 2, Dolenec, Miha Zvizej, Luka Zvizej) Fiskuð víti: 5 (Skube 2, Zorman 2, Spiler) Utan vallar: 10 mínútur. Króatía - Noregur 26-20 (13-8) Ivan Cupic 6/6, Denis Buntic 4, Blazenko Lackovi 3, Zlatko Horvat 3 - Erlend Mamelund 6/2, Håvard Tvedten 5. LOKASTAÐAN Króatía 3 3 0 0 88-78 6 Slóvenía 3 1 0 2 90-91 2 Ísland 3 1 0 2 95-97 2 Noregur 3 1 0 2 80-87 2 Milliriðill 1 Þýskaland 2 2 0 0 53-47 4 Serbía 2 2 0 0 46-40 4 Pólland 2 1 0 1 45-48 2 Makedónía 2 0 1 1 49-50 1 Svíþjóð 2 0 1 1 50-55 1 Danmörk 2 0 0 2 48-51 0 NÆSTU LEIKIR Pólland - Svíþjóð Í dag klukkan 15.15 Danmörk-Makedónía Í dag kl. 17.15 Serbía-Þýskaland Í dag kl. 19.15 Milliriðill 2 Króatía 2 2 0 0 62-58 4 Spánn 2 1 1 0 53-50 3 Ungverjaland 2 1 1 0 50-47 3 Slóvenía 2 1 0 1 63-63 2 Ísland 2 0 0 2 61-65 0 Frakkland 2 0 0 2 49-55 0 NÆSTU LEIKIR Frakkland-Slóvenía Á morgun Ungverjaland-Ísland Á morgun Spánn-Króatía Á morgun Nánari tímasetningar má finna inn á Vísir.is EM Í SERBÍU GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON varð markahæsti leikmaður riðlakeppninnar á EM í handbolta í Serbíu en Guðjón Valur skoraði 25 mörk í leikjum þremur eða 8,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur skoraði 3 mörkum meira en Norðmaðurinn Erlend Mamelund sem kom honum næstur með 22 mörk. Makedóninn Kiril Lazarov varð síðan í þriðja sætinu með 21 mark. Mamelund skorar ekki fleiri mörk á þessu móti því Noregur er úr leik. EM í handbolta 2012 Henry Birgir Gunnarsson & Vilhelm Gunnarsson fjalla um EM karla í handbolta í Serbíu henry@frettabladid.is - vilhelm@frettabladid.is EM 2012 Það er ljóst að strákarnir okkar gera ekki neinar rósir á EM í Serbíu. Þar sem liðið heldur stiga- laust í gríðarlega erfiðan milliriðil er ekki við miklu að búast. Miðað við spilamennsku liðsins í gær hefur íslenska liðið ekkert að gera í Frakka og Spánverja. Fyrri hálfleikur var sorgar saga varnar og mark vörslu. Jafnræði var með liðunum framan af en eftir 13 mínútur náðu Slóvenar þriggja marka for skoti, 6 -9, sem þeir héldu nánast til enda. Sóknarleikur ís lenska liðsins var mjög góður nánast allan hálfleikinn en vörnin var slök og mark varslan ekkert minna en hörmu leg. Mark verðir ís lenska liðsins vörðu ekki bolta í rúmar 20 mínútur og á meðan mark varslan var engin skoruðu Slóvenar að vild. Munurinn í hálf leik var fjögur mörk, 13-17, og strákarnir gríðarlega pirraðir þegar þeir fóru inn í klefa. Nákvæmlega ekki neitt breyttist í síðari hálf leiknum. Varnar- leikurinn sem fyrr hreinasta hörmung og Björgvin Páll var ekki nálægt því að verja skot. Slóvenar hreinlega völtuðu yfir strákana okkar og náðu mest sjö marka forskoti. Þeir hefðu hæglega getað sent íslenska liðið heim en vildu frekar fara í milliriðil með tvö stig eins og eðlilegt er. Þeir „leyfðu“ því íslenska liðinu augljóslega að skora tvö ódýr mörk í lokin. Fyrir vikið fara þeir í milliriðilinn með tvö stig, Ísland ekkert og Norðmenn halda heim á leið. Hefðu Slóvenar unnið Ísland með meira en þremur mörkum hefðu Slóvenar farið áfram með núll stig, Norðmenn tvö og Ísland farið heim. Norðmenn voru því eðlilega súrir en þetta snýst um árangur. Íslenska liðið þekkir þessa stöðu sjálft eftir að hafa „leyft“ Frökkum að skora nokkur mörk á HM árið 2007. Fyrir vikið fór Ísland í milliriðil með tvö stig þar. Það er alveg ljóst að ef íslenska liðið ætlar að gera eitthvað af viti í næstu leikjum þarf margt að breytast. Allt sjálfstraust og öryggi er farið úr varnarmönnum liðsins. Sverre virkar hægur og Alexander er ekki nema skugginn af sjálfum sér. Hann hefur ekkert getað á þessu móti því miður. Sömu sögu er að segja af Björgvini Páli Gústavssyni. Hann var síðasta púslið í okkar frábæra liði og með hann í formi unnum við til verðlauna. Björgvin virðist rúinn öllu sjálfstrausti og markverðirnir hafa ekkert getað. Þeir hafa þess utan varið eitt skot úr horni allt mótið. Svo vantar miklu meiri stemningu og geðveiki í strákana. Þetta er ekkert fjandans kaffiboð og ef þeir rífa ekki upp geðveikina hjá sér verða þeir flengdir í Novi Sad. Það á engum eftir að finnast gott. Nestislausir á leið til Novi Sad Hörmulegur varnarleikur í bland við grátlega lélega markvörslu varð strákunum okkar að falli í leiknum gegn Slóveníu í gær. Íslenska liðið heldur nú í erfiðan milliriðil með ekkert stig í farteskinu. ÞUNG SPOR Í LEIKSLOK Íslensku strákarnir gáfu þakkað Slóvenum fyrir að komast áfram í milliriðla á EM í Serbíu og leyndu ekki vonbrigðum sínum í leikslok. Hér þakka þeir Slóvenum fyrir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EM 2012 „Ég ætla að reyna að vanda orðavalið núna því ég vandaði það ekki í sjónvarpinu áðan,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Slóveníu í gær. Það sauð á fyrirliðanum og skal engan undra miðað við frammistöðu liðsins. „Mér er andskotans drullusama hvað við klúðrum af færum en ef við skorum 32 mörk þá skal það gjöra svo vel og duga til sigurs. Þetta fer að verða komið nóg. Það er orðið erfitt að kyngja því hvernig við missum menn í vörninni og fáum litla markvörslu,“ segir Guðjón en fá teikn voru á lofti fyrir mót um að varnarleikurinn yrði í ólagi. „Mánuðurinn byrjaði vel í Danmörku á æfingamóti og þar var vörnin góð. Það er eitthvað óöryggi. Ég myndi aldrei saka nokkurn mann í þessu liði um að vilja ekki leggja sig fram. Það er einhver vírus kominn í menn sem gerir það að verkum að þeir eru óöruggir. Það vantar síðasta skrefið hjá okkur.“ Íslenska liðið fer án stiga í milliriðilinn og það er öllu liðinu mikil vonbrigði. „Svona er veruleikinn og lífið er stundum tík. Þetta er staða sem við komum okkur sjálfir í. Nú verðum við bara að taka þessari niðurstöðu af karlmennsku og gera það besta úr þeirri stöðu sem upp er komin. Það eru stórir hlutir fram undan á þessu ári og nú verðum við að byrja að undirbúa okkur fyrir það. Það er samt ekkert búið og við ætlum að selja okkur dýrt í milliriðlinum. Vonandi náum við smá stíganda í okkar leik.“ - hbg Það sauð á landsliðsfyrirliðanum eftir tapleikinn gegn Slóveníu í gær: Komum okkur í þessa stöðu sjálfir GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON Var ekki sáttur í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍS LE N SK A S IA .I S M SA 5 80 87 0 1/ 12 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN MS.IS PRÓTEINDRYKKURINN SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.