Fréttablaðið - 27.01.2012, Page 60

Fréttablaðið - 27.01.2012, Page 60
27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR28 Líkt og undanfarin ár verða tónleikar til heiðurs Mozart haldnir á Kjarvalsstöðum á fæðingardegi hans 27. janúar. Tónleik- arnir hefjast klukkan sex og á efnisskrá eru Kvintett fyrir horn, fiðlu, tvær víólur og selló ásamt Divertimentói í D-Dúr KV 334 fyrir strengi og tvö horn. Flytjendur á tónleikunum eru Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Guðrún Þór- arinsdóttir víóluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og hornleikararn- ir Joseph Ognibene og Þorkell Jóelsson. Enn fremur verður Tryggvi Baldvins- son tónskáld á svæðinu en hann spjallar um tónlistina og tónskáldið. Leika til heiðurs Mozart ÓKEYPIS AFMÆLISTÓNLEIKAR Myndin er tekin á æfingu fyrir Mozarttónleika kvöldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 27. janúar 2012 ➜ Sýningar 18.00 Fyrsta listasýning ársins, sem í sjálfri sér er tvær sýningar, opnar í Artíma gallerí Smiðjustíg 10, Reykjavík. Alexander Jean Edvard Le Sage de Fontenay stýrir sýningu á tíu verkum tíu mismunandi listamanna og Oddný Björk Daníelsdóttir stýrir yfirlitssýningu með verkum eftir listakonuna Heiðu Rún Steinsdóttur. Allir eru velkomnir. ➜ Uppákomur 23.30 Skemmtistaðurinn SPOT í Kópavogi heldur ball fyrir einhleypa. DJ Mikkólfur spilar. Allir einhleypir velkomnir og aðgangur er ókeypis. ➜ Tónlist 09.30 Tónskáldastofa Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands fer fram í Eldborg í Hörpu, en hún er hluti af Myrkum músíkdögum. Danska tónskáldið Hans Abrahamsen valdi tónverkin og hljóm- sveitarstjóri er Ilan Volkov. Aðgangur er ókeypis. 12.15 Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari koma fram á Myrk- um músíkdögum í Hörpu. Tónleikarnir fara fram í salnum Kaldalón. 15.00 Í sal Kaldalóns í Hörpu leikur Duo Landon fiðludúettinn lög eftir íslensk tónskáld. Er þetta hluti af tón- listarhátíðinni Myrkir músíkdagar. 17.00 Myrkir Músíkdagar halda áfram í sal Hörpu, Kaldalóni. Nordic Affect stíga á stokk og spila nútímatónlist á barokk- hljóðfæri. 18.00 Tónleikar til heiðurs Mozart verða haldnir á Kjarvalsstöðum í tilefni fæðingardags hans í dag. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Í sal Norður- ljósa í Hörpu verða flutt verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, sem hluti af Myrkum músíkdögum. Guðni Franzson stjórnar. 21.00 Vetrar- tónleikaröðin heldur áfram á Bar 11, í samstarfi við Tuborg. Söng- konan Myrra Rós treður upp að þessu sinni og DJ mætir í búrið að tón- leikum loknum. Aðgangur er ókeypis. Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. Bækurnar um Emmu og Tuma hafa lengi verið vinsælar hjá yngstu kynslóðinni og eiga sinn sess á meðal sígildra barnabókmennta. Nú hefur Forlagið endur- prentað fjórar þeirra, sem hafa ekki verið fáanlegar í langan tíma. Bækurnar sem um ræðir eru: Emmu finnst gaman á leikskólanum, þar sem fylgst er með ævintýrum Emmu og vina hennar í leikskól- anum; Emma fer til tannlæknis, þar sem Emma heim- sækir tannlækn- inn þar sem það er brúnn blettur á einni tönninni; Tumi bakar, sem fjallar um afrek Tuma í eldhúsinu þegar hann bakar köku, og loks Tumi fer til læknis, þar sem Tumi fer í læknisskoðun, er vigtaður og mældur og fær svo sprautu. - hhs Hversdagsævintýrin um Emmu og Tuma

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.