Fréttablaðið - 09.02.2012, Side 4
9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR4
Ranglega var farið með opnunartíma
Tehúss Unnar í blaðinu Vetrarhátíð
í gær. Réttur opnunartími er milli
klukkan 14 og 18 laugardag og
sunnudag.
LEIÐRÉTT
DÝRAHALD „Það er ekki hægt að
vera reiður við hundinn, þetta er
bara í eðlinu,“ segir Brynjar Þór
Jónasson, íbúi í Lambaseli í Breið-
holti, sem varð fyrir því að hundur
drap þrjár hænur í garði hans.
Fjölskyldan í Lambaseli 11 hefur
frá því í nóvember beðið eftir því
að borgaryfirvöld afgreiði umsókn
hennar um að fá að halda land-
námshænur sem hún fékk um
svipað leyti. Á föstudagskvöldið
síðasta tók málið óvænta stefnu
þegar laus Siberian Huskey hund-
ur braut sér leið inn í hænsnakof-
ann og drap hænurnar. Hann stökk
blóðugur á flótta þegar heimilis-
fólkið varð hans vart.
„Það er aðallega eigandi hunds-
ins sem er ekki að standa sig,“
segir Brynjar sem nú kveðst munu
bíða niðurstöðu borgarinnar áður
en frekara framhald verður á
hænsnahaldinu. Málið hafi komið
illa við börnin á heimilinu. „Þetta
er að verða sorgarsaga. Við erum
með þrjú börn og þetta voru nú
fyrst og fremst þeirra gæludýr.
Hvert barn átti eina hænu.“
Í augnablikinu er umsókn fjöl-
skyldunnar í Lambaseli hjá heil-
brigðisnefnd sem frestaði málinu
á fundi í síðustu viku. Þá lá fyrir
umsögn skipulagsstjóra sem leggst
gegn leyfisveitingunni með vísan
í heilbrigðisreglugerð og í ákvæði
samþykktar um takmörkun búfjár-
halds í Reykjavík.
„Hænsnfuglar eru samkvæmt
íslenskri hefð flokkaðir sem hús-
dýr og teljast til búfjár,“ segir
skipulagsstjóri sem segir afstöðu
sína enn fremur byggjast á mót-
mælum sem komið hafi fram.
„Við töluðum við alla nágranna
áður en til þessa kom og það
var enginn á móti þessu,“ segir
Brynjar hins vegar. Hann segir
enn fremur fráleitt að skilgreina
hænur sem búfé. „Það er bara
kjaftæði. Þær eru bara gæludýr.
Það heyrist ekkert í hænunum og
það er enginn óþrifnaður af þeim.“
Brynjar segist telja eðlilegt að
þeim sé gefið leyfi fyrir hænunum.
Fyrir aftan hús þeirra sé aðeins
mói. „Það var alltaf talað um að
í efstu byggðum Breiðholts væri
þetta leyfilegt. Í næstu götu er
fólk með hesta og það virðist ekk-
ert mál að fá að vera með kanínur,
bara ekki hænur.“
gar@frettabladid.is
Hundur drap hænur
á heimili í Breiðholti
Skipulagsstjóri vill ekki leyfa hænsnahald í Reykjavík því hænur séu húsdýr
en ekki gæludýr. Hundur drap þrjár landnámshænur í Seljahverfi um síðustu
helgi. Hesthús er í næstu götu og hænueigendurnir undrast biðina eftir leyfi.
TÓMUR HÆNSNAKOFI Systkinin Pétur Hrafn, tveggja ára og Ásdís Ósk, sex ára misstu
landnámshænurnar sínar um síðustu helgi og bíða nú eftir því að borgaryfirvöld
ákveði hvort fjölskyldan fái að halda hænur á lóð sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BANDARÍKIN, AP Mitt Romney, sem
tapaði fyrir Rick Santorum í for-
kosningum Repúblikanaflokksins
í þremur ríkj-
um Bandaríkj-
anna á þriðju-
dag, segist
þrátt fyrir það
nokkuð viss
um að verða
forseta efni
flokksins.
Santorum
sagði sigur sinn
sýna stuðning
almennings við kristilega íhalds-
stefnu. Hófsemi Romneys bjóði
ekki upp á neinn valkost við
stefnu Baracks Obama Banda-
ríkjaforseta.
Næstu forkosningar verða í
Maine á laugardaginn kemur,
síðan í Arizona og Michigan í lok
mánaðarins en 6. mars verður
svo „stóri þriðjudagurinn“, sem
búist er við að ráði úrslitum því
þá verða forkosningar í tíu ríkj-
um samtímis. - gb
Óvænt úrslit vestanhafs:
Romney tapaði
fyrir Santorum
í þremur ríkjum NÁTTÚRA Nokkuð kröftug jarð-skjálftahrina hófst undir Reykja-
neshrygg á sjötta tímanum í gær-
morgun. Samkvæmt sjálfvirkum
mælum Veðurstofu Íslands voru
hörðustu skjálftarnir nálægt fjór-
um að styrkleika.
„Þetta er undir Reykjanes-
hryggnum, það er eldvirkni á
svæðinu og trúlega tengist þessi
órói því,“ segir Benedikt Ófeigs-
son, jarðvísindamaður hjá Veður-
stofu Íslands. Ekki var ljóst í gær
á hvaða dýpi skjálftarnir urðu.
Hann segir slíka skjálfta
alvanalega á þessu svæði, en
hrinan sé vissulega fremur öflug.
Margir skjálftanna voru í kring-
um þrjá að styrkleika. - bj
Skjálftar á Reykjaneshrygg:
Ekkert bendir
til eldgoss
STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoð-
un bendir á í nýrri úttekt að árið
2011 áætlaði mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið að greiða
4,6 milljarða króna samkvæmt
35 útrunnum og tveimur ógildum
samningum við aðila utan ríkisins
vegna ýmissa verkefna.
Að mati Ríkisendurskoðunar
þarf að endurnýja útrunna samn-
inga hið fyrsta og tryggja að
greiðslur byggi ávallt á gildum
samningum. Þá þarf ráðuneytið að
skjalfesta verklagsreglur um gerð
og umsýslu skuldbindandi samn-
inga og bæta yfirsýn um þá, að
mati Ríkisendurskoðunar. Ráðu-
neytið vinnur að endurbótum á
samningamálum sínum segir í til-
kynningu, og er því fagnað.
Á undanförnum árum hafa ein-
stök ráðuneyti gert samninga við
samtök, einkaaðila og sveitarfélög
um að þessir aðilar taki að sér verk-
efni gegn greiðslum úr ríkissjóði.
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar er fjallað um 71 slíkan samning
mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins. Áætlað er að kostnaður
við þessa samninga hafi numið um
10,6 milljörðum króna á síðasta ári.
Í skýrslunni kemur fram að eftir-
lit ráðuneytisins með framkvæmd
samninganna „sé ekki að öllu leyti“
í samræmi við ákvæði þeirra, en
formlegar úttektir hafa til dæmis
ekki verið gerðar.
Ríkisendurskoðun hvetur ráðu-
neytið jafnframt til að tengja
greiðslur samninga við árangur,
frammistöðu eða framvindu verk-
efna. - shá
Mennta- og menningarmálaráðuneytið áætlaði að greiða 4,6 milljarða í fyrra án gildandi samninga:
Helft samninga ógild eða útrunnin
Hæstu ógildu samningarnir fyrir árið 2011
Áætlaður
Nafn kostnaður 2011 (m.kr.) Gildistími
Háskólinn í Reykjavík 1.911 2006-2010
Verzlunarskólinn 856 1999-2005
Listaháskóli Íslands 614 2005-2009
Íslenska óperan 134 2006-2009
Það heyrist ekkert í
hænunum og það er
enginn óþrifnaður af þeim.
BRYNJAR ÞÓR JÓNASSON
HÚSASMÍÐAMEISTARI Í LAMBASELI
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
11°
-2°
-2°
0°
0°
-1°
0°
0°
18°
2°
11°
5°
22°
-7°
1°
17°
-4°Á MORGUN
8-13 NV- og V-til,
annars hægari.
LAUGADAGUR
5-10 m/s.
1
0
0
0
1
2
-2
3
3
4
6 10
7
5
5
7
4
4
3
5
5
8
3
2
2
0
-2
1
1
0
1
3
LÆGÐ DAGSINS
Lægð fer yfi r
landið seinna í
dag og þýðir það
stífa sunnanátt í
kvöld með tals-
verðri úrkomu um
sunnanvert landið.
Fremur rólegt
veður í kortunum
fyrir næstu daga,
en þá snýr hann
sér í vestlægar áttir
með éljum vestra
en annars björtu
veðri.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
RICK SANTORUM
Fann 300 grömm af dópi
Lögregla fann 300 grömm af
amfetamíni í íbúð í Hafnarfirði á
föstudag og lagði jafnframt hald á um
eina og hálfa milljón króna í reiðufé
sem taldar eru afrakstur fíkniefnasölu.
Tveir karlar á fertugsaldri höfðu verið
handteknir vegna málsins skömmu
áður á nálægri bensínstöð.
LÖGREGLUFRÉTTIR
DÓMSMÁL Reykjavíkurborg hefur
verið dæmd til að greiða Frjáls-
lynda flokknum 6,8 milljóna króna
fjárframlög sem flokkurinn átti
rétt á eftir að
hafa fengið
mann kjörinn
í borgarstjórn
árið 2006.
Framlög árs-
ins 2008 og 2009
voru hins vegar
ekki lögð inn á
reikning flokks-
ins, heldur
reikning Borg-
armálafélags F-lista, sem Ólafur
F. Magnússon, þáverandi oddviti
listans, hafði stofnað. Þetta var
gert að beiðni Ólafs sjálfs.
Héraðsdómur Reykjavíkur
kemst að þeirri niðurstöðu að ein-
stakir frambjóðendur stjórnmála-
samtaka eigi ekki tilkall til fjár-
framlaganna. - sh
Milljónir ranglega til Ólafs:
Borgin skuldar
Frjálslyndum
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
GENGIÐ 08.02.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
222,0151
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
121,80 122,38
193,69 194,63
161,51 162,41
21,725 21,853
21,141 21,265
18,270 18,378
1,5802 1,5894
189,25 190,37
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is