Fréttablaðið - 09.02.2012, Side 44

Fréttablaðið - 09.02.2012, Side 44
9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR32 32 menning@frettabladid.is Myndlist ★★★★★ Santiago Sierra, NO, Global Tour og yfirlitssýning Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Til 15. apríl. Opið alla daga frá kl. 10-17 og til kl. 20 á fim. Spænski listamaðurinn Santiago Sierra (1966) er afar pólitískur listamaður og list hans er vægð- arlaus ádeila á samtímann. Einna helst deilir hann á kerfi kapítal- isma og gróðahyggju þar sem alþjóðleg stórfyrirtæki, ríki og þjóðir byggja grundvöll sinn á striti láglaunaðs verkafólks, hann bendir á ójöfnuð og bág kjör. Sierra lærði meðal annars myndlist í Hamborg en bjó síðan í Mexíkó í fjórtán ár. Ætla má að ekki síst þar hafi hann orðið vitni að erfiðri lífsbaráttu verka- manna og ofríki stórþjóðar gagn- vart minni máttar. Nútíma þræla- hald, á borði þó ekki sé í orði, er staðreynd sem við þekkjum um víða veröld og birtist í mörgum myndum. Sýning Sierra í Hafnarhúsi er yfirlitssýning á verkum hans í formi kvikmynda, um fimmtíu talsins, en hver um sig er heim- ild um gjörning sem listamaður- inn hefur unnið með hjálp launaðs aðstoðarfólks. Gjörningarnir eru undantekningarlaust hárbeittir og sjónrænir þættir leika stórt hlutverk í útfærslunni, gjarn- an með áherslum naumhyggju. Dágóðan tíma tæki að horfa á allar myndir á sýningunni, en þó ekki séu skoðuð nema nokkur verk gefur það einnig góða inn- sýn. Verk Sierra sem hefur vakið mesta athygli hér á landi nú er NO, Global Tour, ásamt innsetn- ingu hans á Austurvelli, Minnis- merki um borgaralega óhlýðni, þar sem Sierra minnist búsá- haldabyltingarinnar. Listaverkið NO er stór skúlp- túr sem ferðast hefur um heiminn síðan 2009. Nei-ið er sameining- artákn alþýðu á tímum mikillar óánægju með ríkjandi auðvalds- stefnu og kreppu sem ekki sér fyrir endann á. Hver tími á sína listamenn og sínar aðferðir í list- inni og list Sierra er list samtím- ans. Ádeila hans felst í að end- urskapa og umbreyta þekktum aðstæðum. Hann borgar meðal annars vændiskonum með her- óíni fyrir að láta tattúvera línu á bakið, greiðir verkamönnum lág- markslaun fyrir að sitja lokaðir inni í kassa, grafa tilgangslaus- ar holur eða færa til þunga hluti. Borgar klámmyndaleikurum fyrir að hafa kynmök fyrir fram- an myndavél, innflytjendum fyrir að skilja eftir mót líkama síns í frauðplasti eða fela sig á götu í Madríd og fyrrverandi hermönn- um fyrir að standa úti í horni og skammast sín. Fær hóp fólks til að raða sér upp í langa röð eftir húðlit, frá ljósu yfir í dökkt. Svo eitthvað sé nefnt. Ríkjandi þættir í samtímanum skapa aðstæður sem eru hrotta- legar, miskunnarlausar, órétt- látar og grimmar og er að finna alls staðar í heiminum. Spurn- ingin er: Hvað getum við gert? Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Hárbeitt og ögrandi samtímalist spænska listamannsins Santiago Sierra grípur áhorfandann heljartökum. Ádeiluefni listamannsins er ekki síður að finna hér á landi en á alþjóðavettvangi. Sýningin í heild er frábært dæmi um pólitískan slagkraft listarinnar. Hún er meira við hæfi unglinga og fullorðinna en ungra barna. HVAÐ GETUM VIÐ GERT? NO Gjörningur Sierra í aðdraganda sýningar hans í Hafnarhúsi vakti athygli. „Gjörningar hans eru undantekningarlaust hárbeittir,” segir gagnrýnandi Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Vesalingarnir, einn vinsælasti söngleikur allra tíma, verður frumsýndur 3. mars í Þjóðleik- húsinu. Mögnuð stórsýning í fl utningi framúrskarandi lista- manna. Tryggðu þér miða í miðasölu Þjóðleikhússins. » Sími 551 1200 » midasala@leikhusid.is Tilboðið gildir til 15. febrúar. Leikhústilboð til Vörðufélaga Vörðufélagar fá 1.000 kr. afslátt af miðaverði á söngleikinn Vesalingana í Þjóðleikhúsinu. „Ég kalla þetta Fróðleik,“ segir Alma Dís Kristindóttir, verkefna- stjóri fræðslu í Listasafni Reykja- víkur, og sýnir hlut sem líkja má við verkfærabelti og er ætlaður börnum á aldrinum átta til ellefu ára. Þetta er nýjung í safnastarfi og stendur gestum til boða í öllum húsum safnsins, þeim að kostnað- arlausu. Alma Dís er höfundurinn. Kjarninn í verkfærabeltinu er safnastokkur með spjöldum sem á eru tillögur og hugmyndir um leiki. Þeir eru að sjálfsögðu innan þess ramma sem safnið leyfir. Í safnabeltinu er líka stækkunar- gler, vasaljós, tommustokkur, minnisblokk, ritfang og reiknivél. „Þetta eru verkfæri sem fjölskyld- ur eiga að nota í nokkurs konar leiðangri um söfnin. Tilgangur- inn er sá að nálgast listaverkin á forsendum barnanna,“ segir Alma Dís. „Ef verið er að horfa á verk eftir Kjarval frá 1910 er til dæmis hægt að reikna út hvað hann hafi verið gamall þá.“ Alma Dís kynnir Safnabelt- ið í Ásmundarsafni við Sigtún á Safnanótt á föstudag frá 19-19.30, á Kjarvalsstöðum frá 20 til 20.30 og í Hafnarhúsi milli 21 og 21.30. Hún segir beltin komin til að vera, fimm í hverju safni. - gun Leikur og leiðsögn SPENNANDI SAFNABELTI Það kostar ekkert að fá lánað belti í einhverju af söfnunum þremur, Ásmundarsafni, Kjarvalsstöðum og Hafnarhúsi. HAFDÍS HULD verður með tónleika á Gljúfrasteini annað kvöld. Með henni verður gítarleikarinn Alistair Wright og ætla þau að flytja efni af væntanlegum plötum sínum. Tónleikarnir hefjast klukkan níu. Franska kvikmyndahátíðin sem sett hefur svip sinn á kvikmynda- hús Reykjavíkur undanfarið flyst norður til Akureyrar dagana 18. til 20. febrúar. Fjórar gæðakvik- myndir verða sýndar í Borgarbíói á Akureyri. Þar á meðal er franska kvikmyndin The Artist sem notið hefur mikilla vinsælda og vann nýlega þrenn Golden Globe-verð- laun og er sigurstrangleg í barátt- unni um Óskarinn. Aðrar myndir sem sýndar verða á Akureyri eru La guerre est déclarée, Un homme qui crie frá Tsjad og L‘Âge des ténèbres frá Kanada. Það er Sendiráð Frakklands á Íslandi sem skipuleggur hátíðina á Akureyri, í samvinnu við Sendi- ráð Kanada, Græna ljósið, Institut français og Alliance française í Reykjavík. Frönsk kvikmynda- hátíð til Akureyrar THE ARTIST Sýnd á franskri kvik- myndahátíð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.