Fréttablaðið - 16.02.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 16.02.2012, Síða 12
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR12 12 hagur heimilanna Neytendastofa hefur sektað þrjár raftækjaverslanir fyrir að brjóta gegn lögum sem gilda um sölu þar sem selt er á lækkuðu verði. Verslanirnar eru Sjónvarpsmiðstöðin, Heimilistæki og Rafha, sem allar höfðu kynnt vörur á tilboðsverði. Sjónvarpsmiðstöðin og Heimilistæki fengu stjórnvalds- sekt sem nemur 150.000 krónum og Rafha 100.000 krónum. Fram kemur á vef samtakanna að fyrirtækin gátu ekki sýnt fram á að ákveðnar vörur hafi verið seldar á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð. Tilboðsverð megi einungis auglýsa þegar um raunverulegt tilboð er að ræða og þarf að koma fram hvert sé fyrra verð vörunnar. Varan þarf að hafa verið á því verði sem tilgreint er sem fyrra verð og þarf það að vera verðið sem varan var seld á áður en varan er kynnt á tilboðsverði. ■ Sektir Brutu lög um útsölu Grunur leikur á að bændur noti merki um vottaða vist- væna framleiðslu án þess að nokkurt eftirlit sé með því. Neytendasamtökin vilja að bændur hætti að nota merkið. Að mati sérfræðinga er vottunin „Vistvæn landbúnaðarafurð“ orðin marklaus og barn síns tíma. Eftir- lit með framleiðslu vara undir merkinu er í flestum tilvikum í molum og leikur grunur á að bændur séu að nota merkið án þess að uppfylla þau skilyrði sem fylgir því. Nýjustu breytingarnar á reglu- gerðinni um vistvæna ræktun voru gerðar árið 1998, nokkru áður en lífræn ræktun ruddi sér til rúms hér á landi. Ólafur Dýrmundsson, lands- ráðunautur Bændasamtakanna í lífrænum búskap, segir eftirlit með vistvænni landbúnaðarfram- leiðslu í molum. Um sé að ræða umhverfistengda gæðastýringu sem þekkist víða í nágrannalönd- unum, en á síðustu árum hafi eftir- lit með henni flust á milli aðila og verið sinnt illa eða ekkert. Sam- kvæmt reglugerðinni er eftirlitið í höndum sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytisins og búnað- arsamtaka. „Það er mikið að og það verð- ur að fara ofan í þau mál,“ segir Ólafur. „Það verður að vera óháður aðili sem sér um eftirlitið.“ Ólafur segir það ljóst að hópur bænda sé að nota merkið, þá sér í lagi eggja-, kartöflu-, agúrku- og tómatbændur, þrátt fyrir að eftir- litið sé ekki nægilega öruggt. Gæðastýring sem neytendur geta treyst þurfi að skila sér til neytenda, líkt og með lífræna vottun þar sem strangar reglur gilda og eftirlit er virkt. „Það gengur ekki upp. En það segir þó ekki að forsendur fyrir vottuninni séu ekki fyrir hendi,“ segir hann. „En við erum samt hrædd við að það sé verið að misnota miðana í ein- hverjum tilvik- um.“ Brynhildur Pétursdóttir, fulltrúi Neyt- endasamtak- anna, segir að bændur og framleiðendur ættu að hætta að nota merkið. „Það veit enginn lengur hvaða kröfur það eru sem þarf að upp- fylla,“ segir hún. „Það er svo mikið til af merkjum sem tákna ýmislegt og í þeim felast mikilvæg skilaboð til neytenda. Við viljum ekki hafa nein merki sem gera ekkert annað en að rugla fólk.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofu- stjóri hjá sjávarútvegs- og land- búnaðar ráðu neytinu, tekur undir að eftir liti með notkun merkisins sé að mörgu leyti ábóta vant. Það sé þó mis munandi eftir Gæðastimpill á vöru án eftirlits Lífrænn búskapur byggist á lífrænni ræktun og tekur til allra búgreina. Farið er eftir alþjóðlegum reglum. Búskaparhættirnir eru gæðavottaðir og afurðirnar merktar sérstökum vörumerkjum. Vistvænn búskapur er í raun hefðbundinn, gæðastýrður landbúnaður. Þar eru notuð hefðbundin eiturefni, lyf og tilbúinn áburður, upp að leyfilegum mörkum. Þó er hafður hemill á notkun eiturefna, takmörkun á notkun tilbúins áburðar og meðferð á búfé er betri. Mikill munur á lífrænu og vistvænu VISTVÆN RÆKTUN? Fulltrúar frá landbúnaðarráðuneyti, Bændasamtökunum og Neytendasamtökunum telja að merkið fyrir vistvæna landbúnaðarafurð sé úrelt. NORDICPHOTOS/GETTY búnaðar samtökum, og nefnir að Búnaðarsamband Eyjafjarðar hafi ætíð sinnt eftirliti sínu vel. „Það er þó örugglega brotalöm í eftirlitinu í mörgum tilvikum,“ segir hann. „Það má alveg velta upp þeirri spurningu hvort þetta sé ekki bara úrelt. Það þyrfti að fara fram umræða og skoðana- skipti um það hvort menn eigi að viðhalda þessari reglugerð og þessu merki.“ sunna@frettabladid.is KRÓNUR voru meðalútgjöld hverrar íslenskrar fjölskyldu í tómstundir og menningarstörf árið 2010 samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Árið 2006 voru meðalútgjöldin 46.508 krónur, og hafa því hækkað um 13,6 prósent á fimm árum. 52.824 sumaráætlun 2012 Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | Fax 481 2991 | www.herjolfur.is Fí to n / SÍ A ég veit þú kemur... Kl. Kl. Kl. Kl. Kl. Frá Vestmannaeyjum 08:30 Frá Landeyjahöfn 11:30 14:30 20:3017:30 10:00 13:00 19:00 22:0016:00 Fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag verða fimm ferðir: Kl. Kl. Kl. Kl. Frá Vestmannaeyjum 08:30 Frá Landeyjahöfn 11:30 17:30 20:30 10:00 13:00 19:00 22:00 Mánudag, þriðjudag og miðvikudag verða fjórar ferðir: Sumaráætlun Herjólfs gildir frá 15. maí til 14. september. * Upplýsingar um bókanir í ferðir Herjólfs er að finna á heimasíðu skipsins, herjolfur.is Sala ferða með Herjólfi í sumar hefst þriðjudaginn 21. febrúar nk. kl. 9. * Sala ferða Þjóðhátíðarvikuna 1.–8. ágúst 2012 er undanskilin og verður sett í sölu í mars.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.