Fréttablaðið - 16.02.2012, Síða 44

Fréttablaðið - 16.02.2012, Síða 44
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR28 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar Ég hlustaði nýlega á vitra konu tala með næmleik um vanda dreifbýlis og þétt- býlis og líka um hlutverk kirkjunnar. Hún sagði, að vandi fólks væri kannski hvað sárastur, þegar það nyti ekki athygli. Þetta var sláandi athugasemd, sem ég staldraði við. Getur verið, að það sé stórt mein og vandi í samskiptum fólks? Er kannski brestur á athygli útbreiddur meðal fólks, jafnvel þjóðarvandi, sem skýrir ýmsar samfélagslegar ófarir, einangrun fólks og vanlíðan? ÖLL þörfnumst við þess að vera séð, heyrð og metin. Það er dyggð að sjá fólk, í gleði og sorg, í vanda þess og vegsemd. Raunar verður engin manneskja til nema einhver líti til og líti eftir. Eftirlits- leysi veldur áföllum. Ef enginn sér fólk byrjar það að deyja, svo afdrifaríkur og skelfilegur er skortur tillits. Þegar fólk hylur sig gegn augliti Guðs færist myrkrið nær. HRIFIN augu vekja viðbrögð. Elskurík móður- og föðuraugu sjá mennsku í barni sínu. Þetta eru augnagotur ástarinnar, sem draga eða kalla fram andlega auðlegð þess og þroska. Hvernig líður þér þegar einhver dáist að þér og sér þig með augum umhyggju og hrifningar? Væntanlega vel og eflir þig og stælir. Guð sér okkur menn og þess vegna verður lífið gott og gjöfult. Athygli Guðs bjargar heiminum. ÆVIVERKEFNI okkar allra er að skerpa athygli gagnvart sjálfum okkur, öðru fólki og litbrigðum lífsins. Við megum gjarnan læra að sjá betur, heyra betur og finna meira til með öðrum. Í þeim efnum þurfum við að æfa okkur reglulega til að við náum færni. Við ættum líka að segja fólki þegar það gerir gott. Auðvitað eigum við ekki að leggja af gagnrýni heldur nýta skynsemi og leyfa dómgreind að styrkjast. Svo er ráð að nýta vel H-vítamínið – hrós. Við erum svo gerð að við getum numið afar margt í lífi annarra. Við höfum augu, eyru, tilfinningar, líkama og ýmsar náðargáfur til að nema líðan annarra. Og skimum í kringum okkur eftir augliti Guðs og himneskri athygli. LOFUM fólk en nöldrum ekki, upp hefjum í stað þess að draga niður, umbunum í stað þess að letja. Sjáum, metum og lofum fólk. Það er í anda erindisins um fögnuð að gleðjast yfir fólki. Hvernig væri að veita þeim athygli sem þú hittir í dag? Jákvæð orð skadda engan heldur efla. Takk fyrir athygli þína. Sjáum, metum og virðum1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. barningur, 6. í röð, 8. skordýr, 9. stefna, 11. stöðug hreyfing, 12. tildur, 14. yfirstéttar, 16. gjald- miðill, 17. rúm ábreiða, 18. þróttur, 20. aðgæta, 21. lipurð. LÓÐRÉTT 1. morð, 3. frá, 4. vegklæðning, 5. landspilda, 7. stífkrampi, 10. hesta- skítur, 13. samræða, 15. tafl, 16. kóf, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. basl, 6. rs, 8. fló, 9. átt, 11. ið, 12. pjatt, 14. aðals, 16. kr, 17. lak, 18. afl, 20. gá, 21. fimi. LÓÐRÉTT: 1. dráp, 3. af, 4. slitlag, 5. lóð, 7. stjarfi, 10. tað, 13. tal, 15. skák, 16. kaf, 19. lm. Búin að loka Ívar! Neih neih! Danshaðu við migh! Allt í lagi, ég stýri! Take me away! Ég sé að sumir eru búnir að vera í dans- tímum! Já, í hvítum náttfötum! Góða nótt! Hvort ertu hunda- eða katta- manneskja? Ég er meiri manneskju- manneskja... ...Sérstaklega ef manneskjan er ég. Náði því. Bíddu bíddu bíddu! ekki hreyfa þig! Minntu mig á að klára sög- una sem ég byrjaði að segja þér í morgun þegar börnin eru sofnuð, en áður en ég sofna og gleymi henni. Gluggi tækifæranna til að spjalla saman heldur áfram að minnka... TILBOÐSBÍLAR Frábærir 4x4 bílar á verði sem lætur engan ósnortinn Toyota Land Cruiser 4x4 árg. 2008, ekinn 82 þús. km. 2982cc, sjálfsk. dísil Subaru Forester 4x4 árg. 2009, ekinn 31 þús. km. 2000cc, beinsk. bensín Ford F150 4x4 árg. 2006, ekinn 70 þús. km. 5409cc, sjálfsk. bensín Toyota Land Cruiser 35” 4x4 árg. 2004, ekinn 141 þús. km. 2982cc, beinsk. dísil Nissan Patrol 4x4 árg. 2007, ekinn 79 þús. km. 2953cc, sjálfsk. dísil Ford Expedition 4x4 árg. 2007, ekinn 98 þús. km. 5400cc, sjálfsk. bensín ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi. Verð nú: 5.790.000 kr. Verð áður: 6.490.000 kr. Verð nú: 2.190.000 kr. Verð nú: 2.950.000 kr. Verð áður: 3.390.000 kr. Verð nú: 3.190.000 kr. Verð áður: 3.790.000 kr. Verð áður: 2.990.000 kr. Verð nú: 3.890.000 kr. Verð áður: 4.590.000 kr. Verð nú: 3.890.000 kr. Verð áður: 5.490.000 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.