Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 10
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR Fjársýsluskattur Fjársýsluskattur er nýr skattur á fjármála fyrirtæki, aðila sem stunda vátryggingastarfsemi sem og aðra er starfa á þeim vettvangi, sbr. lög nr. 165/2011. Stofn til fjársýsluskatts er allar tegundir launa og þóknana fyrir starf, sem og reiknað endurgjald. Skatthlutfall er 5,45% af skattstofni. Gjalddagi fjársýsluskatts er fyrsti dagur hvers mánaðar vegna launa næstliðins mánaðar og eindagi 14 dögum síðar. Fyrsti gjalddagi á árinu 2012 er 1. apríl vegna launa í janúar, febrúar og mars. Skattskyldum aðilum ber að skrá sig hjá ríkisskattstjóra. Skráningareyðublað RSK 5.07 og nánari upplýsingar er að finna á rsk.is. Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Félagsfundur VR verður haldinn á Hilton Nordica Hótel miðvikudaginn 22. febrúar nk. kl. 19:30. Dagskrá: 1. Kynning frambjóðenda til trúnaðarstarfa fyrir félagið. 2. Fyrirspurnir til frambjóðenda. Félagsmenn hvattir til að mæta. SJÁVARÚTVEGUR ESB og Noregur höfðu ekkert nýtt fram að færa í samningaviðræðum um makríl- kvóta sem lauk í Reykjavík á fimmtudag. Heimildir blaðsins herma að Ís- lendingum hafi ver ið bo ð i n sama hlutdeild og á síðasta fundi í Bergen sem Íslending- ar svöruðu þá með gagntilboði. Þetta gengur þvert á full- yrðingar æðstu ráðamanna ESB og Noregs um að engan samn- ingsvilja sé að finna á Íslandi og í Færeyjum. E i n s o g komið hefur fram í fréttum sendu María Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og Lisbeth Berg-Hansen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, frá sér yfir- lýsingu á fimmtudag eftir að ljóst var að fundurinn í makríldeilunni var árangurslaus. Var þar lýst von- brigðum yfir lyktum málsins og fullyrt að Íslendingar hefðu ekki tekið þátt í samn inga við ræðunum. Þær fullyrða jafnframt að Noregur og ESB hafi boðið Íslendingum og Færeyingum umtalsverða aukna hlutdeild í kvótanum í undan- gengnum viðræðum. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að á síðasta samninga- fundi í Bergen á dögunum hafi ESB og Noregur lagt fram sameiginlega tillögu um 7% hlutdeild Íslands í makrílveiðunum með nokkrum aðgangi að lögsögum þeirra og að Ísland hafi lagt fram gagntillögu um 15% hlutdeild með aðgangi að lögsögum. Það sama var uppi á borðum í Reykjavík. Tómas H. Heiðar, aðalsamninga- maður Íslands, segir að Ísland hafi tekið virkan þátt í samningavið- ræðum um makrílveiðar og lagt sig fram við að leita lausna til að tryggja sjálfbærar veiðar og koma í veg fyrir ofveiði úr stofninum. „Fullyrðingar um hið gagnstæða eru fráleitar.“ Spurður hvort hann geti stað- fest að á síðasta samningafundi í Bergen á dögunum hafi ESB og Noregur lagt fram fyrrnefnda til- lögu um 7% hlutdeild Íslands sem svarað var með gagntillögu um 15%, segist Tómas ekki getað tjáð sig um innihald einstakra tillagna. „Hins vegar get ég staðfest að á fundinum í Bergen lögðu ESB og Noregur fram sameiginlega tillögu sem Ísland svaraði með gagntillögu. Í ljósi þess væntum við útspils frá ESB og Noregi á fundinum hér í Reykjavík en það leit því miður aldrei dagsins ljós,“ segir Tómas. Tómas segir að þegar ljóst varð að ekki tækist að brúa bilið og ná samkomulagi hér í Reykjavík um skiptingu aflaheimilda hafi Ísland lagt til að allir aðilar drægju hlut- fallslega jafnt úr veiðum sínum í ár. Þannig yrðu veiðarnar í sam- ræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrann- sóknaráðsins (ICES). „Því miður voru hinir aðilarnir ekki reiðu- búnir til að fallast á tillöguna.“ Makrílveiðarnar á síðasta ári voru um 930.000 tonn en ráðgjöf ICES fyrir árið 2012 er 639.000 tonn. Því gerði tillaga Íslands ráð fyrir að hver aðili um sig myndi minnka makrílveiðar sínar á þessu ári um 30%. svavar@frettabladid.is Buðu sama 7% kvótann í makríl aftur Noregur og ESB komu ekki fram með neitt nýtt í viðræðum um skiptingu kvóta á makrílfundinum í Reykjavík. Því er blásið á yfirlýsingar ESB og Noregs um skort á samningsvilja Íslands og Færeyinga. MARÍA DAMANKI MAKRÍLVEIÐAR Þorsteinn ÞH kemur til Vestmannaeyja með fullfermi sumarið 2010. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON TÓMAS H. HEIÐAR UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra segir að Íslendingar hafi sett fram skyn- samleg rök í nýafstöðnum við- ræðum við Noreg og ESB um makrílveiðar. Hann segir það miður að slitnað hafi upp úr samninga- viðræðunum án þess að árangur hafi náðst en „það skiptir ekki síst máli að Íslendingar settu fram þá hugmynd að fyrst ekki náðust samningar að allir aðilar myndu skera niður sinn kvóta um 30% svo hann verði ekki of- veiddur.“ Þeirri hugmynd var hafnað af samninga nefndum ESB og Noregs. Össur segir að eftir standi sú staðreynd að inn í íslenska fisk- veiðilögsögu komi yfir milljón tonn af makríl sem fitar sig um 60% áður en hann fer aftur. „Af hverju eru okkar kröfur, eða óskir, um veiðar ósanngjarnar í þessu ljósi? Það má ekki gleyma því að makríllinn kemur ekki ókeypis hingað. Hann étur mikið frá öðrum stofnum og dregur úr framleiðslu- getu þeirra. Þetta hefur áhrif á aðrar tegundir.“ - þj, shá Utanríkisráðherra tjáir sig um makríldeiluna: Rök Íslands skynsamleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.