Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 28
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR28 Þ að er bara engin ástæða til að vera með tvo bíla. Ég er enginn extremisti,“ segir Ólafur Árna- son, sviðsstjóri hjá verkfræðistofunni EFLU. Hann hjólar til og frá vinnu á hverjum degi, sumar, vetur, vor og haust, og notar fjölskyldubílinn bara þegar nauðsyn krefur. Hann býr ásamt konu sinni og þremur börnum í Laugar dalnum en vinnur á Höfða bakka. Því tekur ferðin til vinnu hálftíma á hjólinu, fimm mínútum skemur eða betur, eftir því hvernig viðrar. Ólafur segir fyrirkomulagið einfalda líf fjölskyldunnar, frá því þau voru saman um einn bíl. „Þetta hefur gert það að verkum að við höfum skorið verulega niður í kostnaði og þetta eykur svigrúmið hjá okkur báðum,“ segir hann. Borgin stendur sig vel Ólafi þykir Reykjavíkurborg standa sig vel í að halda stígakerf- inu opnu. „Mér finnst þau sýna metnað í að gera það. Höfðabakka- hverfið er ekki vel staðsett með tilliti til aðahjólreiðastíga, en þau ná samt að halda þessu í horfinu. Ég lendi í mesta lagi í vandræðum á leið upp Bíldshöfðann, ef færð- in er slæm. Þá lauma ég mér með umferðinni, þó mér sé illa við það, eða ber hjólið yfir verstu skaflana. Svo held ég bara áfram.“ Stuðningur skiptir máli Þónokkrir af vinnufélögum Ólafs hjóla líka til vinnu nær daglega. Ólafur telur að samgöngustefna EFLU spili þar inn í. „Við getum geymt hjólin okkar inni og erum með frábæra snyrtiaðstöðu, svo ég get tekið vel á því á leiðinni og komist svo í sturtu og mætt ferskur í vinnuna. Mér finnst það skipta mjög miklu máli.“ Þá eru reglulega haldin námskeið um hjólamál. Þar að auki eru þrjú reiðhjól á staðnum sem starfs- menn geta nýtt sér, auk vist- hæfra bíla til að komast á fundi á vinnutíma. Allt virkar þetta mjög hvetjandi á starfsmenn. Vitundarvakning að verða En hvað skyldi helst drífa Ólaf áfram í þessu líferni? „Það er þrennt: Góð og holl hreyfing, sparnaður og umhverfisvernd.“ Hann telur að það sé að verða vitundarvakning hjá almenningi þegar kemur að umhverfisvernd og vistvænum samgöngum. „Ef borgin heldur áfram að bera virðingu fyrir þessu samgöngu- kerfi er ég sannfærður um að hjól- reiðar muni skipta verulegu máli í að draga úr mengun frá umferð hér í borginni.“ Einfaldara líf með því að hjóla Umhverfisverkfræðingurinn Ólafur Árnason hjólar til og frá vinnu, sama hvernig viðrar. Hann sagði Hólmfríði Helgu Sigurðar- dóttur frá því hvað rekur hann áfram í því líferni: Að vera umhverfisvænn, stunda holla hreyfingu og spara. Hann notar bílinn bara þegar nauðsyn krefur og segir fyrirkomulagið hafa einfaldað líf fjölskyldunnar allrar. Hann segir Reykjavíkurborg standa sig vel í að halda stígakerfinu opnu og telur að hjólreiðar geti skipt verulegu máli í að draga úr mengun frá umferð í Reykjavík. LÍF Í SÁTT OG SAMLYNDI VIÐ UMHVERFIÐ 1. Þrjú ár í röð hefur Sigurrós Péturs- dóttir borið sigur úr býtum í árlegri sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu, sem flest bifreiðaumboð taka þátt í. Þátttakendur fá ákveðinn tíma- ramma til að keyra upp Mosfellsdal, niður Grafning, í gegnum Selfoss og Þrengslin til Reykjavíkur. Snýst keppnin um að eyða sem minnstu eldsneyti á leiðinni. Meðaleyðsla Sigurrósar, sem keyrði á Yaris sem gengur fyrir dísil-olíu, var 3,8 lítrar á hundraðið að meðaltali. Hvernig fór hún að því? „Þetta snýst um að fylgjast með umhverfinu og hugsa fyrir fram hvernig þú ætlar að láta bílinn vinna fyrir þig. Láta hann til dæmis vinna vel þegar hann er á leið upp brekkur og leyfa honum að renna á leiðinni niður. Svo er ég ekki með útvarpið í gangi og heldur ekki miðstöðina, því allt rafmagn sem bíllinn notar tekur eldsneyti,“ útskýrir Sigurrós. Sjálf leyfir hún sér lúxus á borð við að vera með kveikt á miðstöðinni dagsdaglega, og gleymir stundum sparakstrinum þegar hún er á hrað- ferð, en er samt oftast með hann á bak við eyrað. „Um leið og maður fer að spá í þessa hluti nær maður eyðslunni niður. Ég passa sérstaklega að bíllinn sé alltaf vel smurður og að loftþrýstingurinn í dekkjunum sé í lagi, sem er mjög mikilvægt.“ Sigurrós starfar sem vörustjóri hjá Toyota og fylgist því náið með því nýjasta í bílamálum. Hún segir marga velta fyrir sér umhverfisvænum kostum í dag. „Það sést greinilega á sölunni hjá okkur að nú er fólk að hugsa um hvað snertir budduna. Margir sem hafa átt eyðslufreka bíla eru farnir að velja sér minni bíla. Þeir eru ekki endilega að hugsa um hvað þeir menga mikið, en þetta helst í hendur við sparnaðinn.“ Sigurrós segir að langflestir framleiðendur séu að bregðast við þessum kröfum neytenda. Hún telur að bílar sem ganga fyrir bensíni og umhverfisvænni orkugjöfum í bland, svo sem metani eða rafmagni, verði vinsælir á komandi árum. „Þetta er efst á lista hjá öllum bílaframleiðendum núna. Á nýjustu módelunum, sem ganga fyrir rafmagni og bensíni í bland, er hægt að keyra allt að 80 kílómetra bara á rafmagninu. Fyrstu bílarnir af þessu tagi eru í dýrari kantinum, en tækninni fleygir hratt fram og sam- hliða því fer verðið að lækka,“ segir hún að lokum. ÞRISVAR SINNUM MEISTARI Í SPARAKSTRI KANN AÐ KEYRA Sigurrós Pétursdóttir er með það á hreinu hvernig maður lætur bílinn spara fyrir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISVÆNIR LÍFSHÆTTIR: Bíllinn Þessi tíu ráð voru fengin að láni úr bæklingnum Gerum bílana græna sem FÍB, FiA, Olís og Bridgestone gefu út. Skipuleggðu þig Skipulagðar ferðir hjálpa þér að komast á skjótari hátt á áfangastað og koma því í veg fyrir óþarfa losun efna frá eldsneytisbruna. Svo er í lagi að hafa í huga að þú mengar voða lítið í strætó og ekki neitt ef þú gengur eða hjólar. 2. 5. 10. 6. 3. 4. Aðgættu loftþrýstinginn Réttur loftþrýstingur í hjólbörðum dregur úr núningsmótstöðu og eykur þannig sparneytni. Akstur á hjól- börðum með loftþrýstingi sem er 50 kPA (0,5 kg/cm2) lægri en hann á að vera eykur eldsneytiseyðslu um 2 prósent í þéttbýli og 4 prósent í dreifbýli. Ekki nota loftkælingu Ýmis aukabúnaður í bíla, svo sem öflug hljóðkerfi, auka eldsneytiseyðslu. Loftkælingu (AC) þarf ekki oft að nota á Íslandi, sem er gott því hún er mjög orkufrek. Þegar útihitastig er 25°C eykur loftkælingin eldsneytiseyðsluna um 12 prósent. Spáðu í gerð bílsins Nýir bílar eyða meira en gamlir og stórir bílar eyða meira en smáir. Sparneytnir bílar eru umhverfis- vænni og því til mikils að vinna að keyra ekki bíl sem er stærri en þú þarft á að halda. Skoðaðu bíla sem ganga fyrir metani eða rafmagni, næst þegar þú þarft að endurnýja bílinn. Mýktu aksturslagið Það krefst minna eldsneytis og er öruggara. Aktu mjúklega af stað og forðastu að vera sífellt að stansa og rífa bílinn af stað þegar þú ekur. Aktu í sem hæstum gír eftir því sem mögulegt er miðað við aðstæður. 9. 7. 8. Kolefnisjafnaðu þigEf þú á annað borð keyrir losar þú óhjákvæmilega koldíóxíð (CO2) sem er mikilvirkasta gróðurhúsaloft- tegundin. Það má bregðast við því með því að kolefnis- jafna eigin útblástur, en það næst þegar bundið er jafn mikið kolefni í gróðri og losað er út í andrúmsloftið. Láttu vélina hemla Með því að nýta sér hemlunarafl vélarinnar sparast eldsneyti. Með því að sleppa eldsneytisgjöfinni þegar fyrirsjáanlegt er að hægja þurfi ferðina hættir vélin að draga eldsneyti. Með þessu má spara allt að 2 prósent eldsneyti. Engan lausagang Vél sem er í lausagangi en ekki í notkun eyðir eldsneyti og lausagangur í eina mínútu er eldsneytisfrekari en gangsetning vélar. Tíu mínútna lausagangur vélar brennir 130 rúmsentimetrum af eldsneyti til einskis. Engan aukafarangur Öll viðbótarþyngd eykur eldsneytis eyðslu og sama má segja um alla loftmótstöðu. Því ættir þú að forðast að geyma hluti, sem þú gætir geymt annars staðar, í skottinu á bílnum þínum. Farangursgrind á toppi bíls eykur loftmótstöðu og getur aukið eldsneytiseyðslu um 20 prósent. Aktu strax af stað Í nútímabílum þarf ekki lengur að láta vélar hitna áður en ekið er af stað, nema þar sem fimbulkuldar ríkja. Best er að aka strax af stað en gott að láta vélina snúast rólega fyrst eftir að hún er komin í gang. Slíkt ökulag dregur líka úr eldsneytiseyðslu. ENGINN EXTREMISTI Ólafur Árnason, sviðsstjóri hjá verkfræðistofunni EFLU, hjólar til og frá vinnu á hverjum degi. Hann notar samt fjölskyldubílinn þegar þörf krefur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.