Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2012, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 18.02.2012, Qupperneq 41
HANDVERKSBAKARÍ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Kynningarblað Brauð, kökur, tertur, súkkulaðiskúlptúrar og uppskriftir fyrir börn Bæjarbakarí að Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði er rótgróið hand-verksbakarí sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upp- hafi. „Ég og konan mín, Maríanna Haraldsdóttir, opnuðum í mars árið 1990 og höfum staðið vaktina síðan. Logi sonur okkar er rekstrarstjóri en auk þess hefur annar sonur okkar og dóttir unnið í bakaríinu,“ segir eig- andinn Júlíus Matthíasson. Júlíus hefur starfað sem bak- ari í að verða fimmtíu ár og þar af verið 34 ár í rekstri. „Þegar ég opn- aði hér töluðu menn um að ég væri vitlausu megin við Reykjanesbraut- ina en annað kom á daginn enda um að ræða stórt iðnaðar- og verslunar- hverfi og er mikið um að fólk sem vinnur í nágrenninu líti við. Íbúar hinum megin við Reykjanesbraut- ina koma vitanlega líka og við erum jafnvel með fastakúnna frá Keflavík, enda alveg í leiðinni.“ Öll framleiðsla fer að sögn Júl- íusar fram á staðnum. Þá erum við með kaffisölu og sæti fyrir tuttugu til þrjátíu manns og er jafnan þétt setið. Viðskiptavinir okkar tala um að kaffið sé einstaklega gott. Ég segi að það sé vegna þess að það er stöð- ugt rennsli enda alltaf verið að hella upp á.“ En hver er ykkar sérstaða? „Fyrir utan það að vera rótgróið fjölskyldufyrirtæki með allt það vöruúrval sem góð bakarí hafa að bjóða þá gerum við ævintýraleg- ar kökur og kökuskreytingar sem tekið er eftir. Logi sonur minn flytur inn fjöldann allan af vinsæl- um fígúrum til að skapa skemmti- legar þemakökur og má þar nefna persónur úr Pirates of the Carib- bean, Dóru landkönnuð, Batman og Bangsímon. Þá er hægt að panta fótboltakökur, golfkökur og ýmis- legt fleira auk þess sem við bjóð- um að sjálfsögðu brúkaups-, skírn- ar- og fermingartertur í úrvali. Þá tökum við á móti hvers kyns ljós- myndum og prentum á kökur og finnst til dæmis mjög gaman þegar fólk sendir teikningar eftir börnin.“ Júlíus nefnir einnig nýtilkomið samstarf við Póstinn. „Við sendum kökur hvert á land sem er með að- stoð Póstsins og auk þess er talsvert um að fólk úr nærliggjandi bæjar- félögum nýti sér þjónustuna. Júlíus bendir áhugasömum á heimasíður bakarísins www.bak- ari.is og www.kaka.is en þar má meðal annars skoða fjölskrúðugt kökuúrvalið. Fimmtíu ár í faginu Júlíus Matthíasson opnaði Bæjarbakarí í Hafnarfirði fyrir 23 árum. Hann hefur staðið vaktina ásamt fjölskyldunni síðan. Þar er allt bakað á staðnum en auk hefðbundins vöruúrvals státar bakaríið af ævintýralegum þemakökum. Konudagurinn og bolludagurinn eru á næsta leiti og er undirbúningurinn kominn á fullt hjá starfsfólki Bæjarbakarís. MYND/GVA Júlíus hefur starfað við fagið í tæp fimmtíu ár, þar af í 34 ár við rekstur. ÆVINTÝRALEGAR KÖKUR Bæjarbakarí flytur inn fjöldann allan af vinsælum fígúrum til að skreyta kökur fyrir alla aldurs- hópa. Börnin geta valið upp- áhaldsfígúruna sína auk þess sem hægt er að velja um alls kyns þemakökur sem tengjast til að mynda golfi eða fótbolta. Þá er hægt að láta prenta ljósmynd- ir og persónulegar teikningar á kökur sem nýtur ekki síður vinsælda. HEIM AÐ DYRUM Bæjarbakarí sendir kökur og kræsingar hvert á land sem er. Bakaríið er í samstarfi við Póstinn og auk þess er töluvert um að íbúar í nærliggjandi bæjar- félögum panti köku og fái hana senda heim að dyrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.