Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 104
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR72
sport@frettabladid.is
KRISTINN ÓSKARSSON dæmir sinn tólfta bikarúrslitaleik í dag þegar hann flautar bikarúrslitaleik kvenna með Georgi
Andersen (annar bikarúrslitaleikur). Kristinn hefur dæmt níu karlaleiki og tvo kvennaleiki. Sigmundur Már Herbertsson dæmir
karlaleikinn ásamt Rögnvaldi Hreiðarssyni og Einari Þór Skarphéðinssyni en þetta er níundi bikarúrslitaleikur Sigmundar (sex
karlaleikir) og sá áttundi hjá Rögnvaldi (fjórir karlaleikir). Einar er að dæma sinn fyrsta bikarúrslitaleik hjá körlunum.
KÖRFUBOLTI Karlalið Keflavíkur sker sig svo
sannarlega úr meðal þeirra fjögurra liða
sem spila til úrslita um Poweradebikarinn
í Laugardalshöllinni í dag. Keflvíkingar
hafa unnið bikarinn fimm sinnum en þá til-
finningu þekkja hin lið þrjú hins vegar ekki.
Þetta verður jafnframt fyrsti bikarúrslita-
dagurinn í 18 ár sem höfuðborgarsvæðið á
engan fulltrúa. Leikur Njarðvíkur og Snæ-
fells í kvennaflokki hefst klukkan 13.30 en
karlaleikur Keflavíkur og Tindastóls hefst
síðan klukkan 16.00.
Keflvíkingar eru mun ofar í töflunni
og sigur stranglegri í karlaleiknum í dag.
Stólarnir geta horft til Stjörnumanna sem
fóru í Höllina í fyrsta sinn fyrir þremur
árum og urðu þá bikarmeistarar eftir mjög
óvæntan sigur á afar vel mönnuðu KR-liði.
Sigurganga Sigurðar
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Kefla-
víkur, á nú frábæran möguleika á því að bæta
enn einum titlinum í verðlaunasafnið hjá sér
en Keflavík varð bikarmeistari undir hans
stjórn 1997 og 2003.
Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls,
er mættur með þriðja félagið í Höllina
en þangað fóru einnig á sínum tíma Snæ-
fellingar (2003) og Fjölnismenn (2008) undir
hans stjórn. Bárður á enn eftir að vinna
stóran titil (Íslands- eða bikarmeistaratitil)
sem þjálfari en tvö af fjórum silfrum hans
hafa komið eftir töp á móti liðum undir stjórn
Sigurðar Ingimundarsonar.
Endurtekning frá 1999?
Tindastóll hefur aldrei komist í bikarúrslita-
leikinn áður en Stólarnir unnu sinn eina titil
í nóvember 1999 þegar þeir unnu Keflavík í
úrslitaleik Eggjabikarsins. Svavar Birgisson
og Helgi Freyr Margeirsson eru einu leik-
menn Tindastóls í dag sem spiluðu þennan
leik í Smáranum fyrir rúmum tólf árum.
Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Kefla-
víkur, er reynslumesti leikmaðurinn í dag en
hann er að fara spila sinn fjórða bikarúrslita-
leik. Halldór Örn Halldórsson og Gunnar H.
Stefánsson voru einnig með þegar Keflavík
vann bikarinn síðast fyrir átta árum. Þröstur
Leó Jóhannsson, leikmaður Tindastóls,
var með Keflavík í síðasta bikarúrslitaleik
félagsins sem tapaðist árið 2006. Enginn
Tindastólsmaður hefur unnið bikarinn en
Friðrik Hreinsson tapaði bikarúrslitaleiknum
með Hamar/Selfoss árið 2007.
Nýtt nafn á bikarinn
Njarðvík og Snæfell keppa um það í dag að
verða áttunda félagið sem vinnur bikar-
meistara titilinn í kvennaflokki en Njarðvík
er sigurstranglegra enda mun ofar í töflunni
og þegar búið að slá út bæði Keflavík og
Hauka. Njarðvík hefur tapað fyrstu þremur
bikarúrslitaleikjum sínum en Snæfell er
komið í Höllina í fyrsta sinn. Aðeins 3 af 8
liðum hafa unnið bikarinn í fyrstu tilraun en
það gerðist síðast þegar Haukar unnu í bikar-
úrslitaleiknum 1984. Hinir gullnu nýliðarnir
eru ÍS (1978) og Þór (fyrsti leikurinn 1975).
Njarðvík lék síðast til úrslita fyrir tíu árum
en tapaði þá fyrir KR í framlengdum leik.
Hildur Sigurðardóttir, núverandi leikmaður
Snæfells, varð þá bikarmeistari í fyrsta sinn
á ferlinum en hún lyfti einnig bikarnum sem
fyrirliði KR fyrir þremur árum.
Njarðvíkingarnir Ólöf Helga Pálsdóttir og
Petrúnella Skúladóttir urðu bikar meistarar
saman með Grindavík fyrir fjórum árum
og eru einu leikmenn Njarðvíkurliðsins sem
þekkja það að fara í Höllina. Hildur og Alda
Leif Jónsdóttir hafa eina reynslu af bikar-
úrslitaleikjum í Snæfellsliðinu en Alda Leif á
möguleika að verða bikarmeistari með þriðja
félaginu.
Ef litið er á innbyrðisleiki vetrarins er ekki
hægt að sjá fyrir annað en að karlalið Kefla-
víkur og kvennalið Njarðvíkur tryggi sér
bikarmeistaratitilinn í dag. Keflavík hefur
unnið báða leikina við Tindastól (með 9 og 19
stigum) og Njarðvíkurkonur hafa unnið alla
þrjá leiki sína við Snæfell þar af þann síðasta
með 24 stigum.
Tindastóll og Njarðvík
Fréttablaðið fékk fimm leikmenn úr
deildunum til að spá fyrir um úrslit leikj-
anna í dag. Atkvæðin skiptust meira í karla-
leiknum því aðeins einn af fimm spámönnum
kvennamegin er á því að Snæfellskonur vinni
í fyrstu tilraun. Tindastóll fékk þrjú atkvæði
gegn tveimur karlamegin. Það er hægt að sjá
spárnar hér til hliðar. ooj@frettabladid.is
FERSKIR VINDAR UM HÖLLINA
Þrjú af fjórum félögum í bikarúrslitaleikjunum í ár hafa ekki unnið bikarinn og karlalið Tindastóls og
kvennalið Snæfells spila bæði sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. Spámenn og konur úr Iceland
Express deildunum eru á því að Tindastóll og Njarðvík fagni sigri í úrslitaleikjum Poweradebikarsins.
NJARÐVÍK-SNÆFELL HJÁ KONUNUM Hildur Sigurðar-
dóttir hjá Snæfelli og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá Njarðvík
með bikarinn.
KEFLAVÍK-TINDASTÓLL HJÁ KÖRLUNUM Helgi Rafn
Viggósson hjá Tindastól og Magnús Þór Gunnarsson
hjá Keflavík með bikarinn. MYND/JÓN BJÖRN ÓLAFSSON
Hver vinnur hjá körlunum?
Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm
efstu liðunum í Iceland Express-deild
karla (fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að
spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik karla
í dag og að spá fyrir um hvaða leik-
maður verði kosinn maður leiksins.
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Keflavík með 10 stigum
Maður leiksins: Jaryd Cole, Keflavík
Hreggviður Magnússon, KR
Tindastóll með 2 stigum
ML: Curtis Allen, Tindastóli
Fannar Freyr Helgason,
Stjörnunni
Tindastóll með 5-10 stigum
ML: Curtis Allen, Tindastóli
Darri Hilmarsson, Þór Þorláks-
höfn
Keflavík með 3 stigum
ML: Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík
Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfelli
Tindastóll með 5 stigum
ML: Maurice Miller, Tindastóli
Hver vinnur hjá konunum?
Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm
efstu liðunum í Iceland Express-deild
kvenna(fyrir utan bikarúrslitaliðin) til
að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik
kvenna í dag og að spá fyrir um hvaða
leikmaður verði kosinn kona leiksins.
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Njarðvík með 3 stigum eftir framleng.
Kona leiksins: Baker-Brice, Njarðvík
Íris Sverrisdóttir,
Haukum
Njarðvík með 8 stigum
KL: Petrúnella Skúladóttir,
Njarðvík
Margrét Kara Sturlu-
dóttir, KR
Njarðvík með 7 stigum
KL: Shanae Baker-Brice,
Njarðvík
Signý Hermannsdóttir, Val
Njarðvík með 3-5 stigum
KL: Shanae Baker-Brice, Njarðvík
Fanney Lind Guðmundsdóttir, Hamar
Snæfell með 2-3 stigum
KL: Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli
HANDBOLTI Þrátt fyrir að Alexander
Petersson sé nú að glíma við þrálát og
erfið meiðsli í öxl eru forráðamenn
þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse
Berlin vongóðir um að hann muni spila
með liðinu á ný innan fjögurra vikna.
Alexander hefur ekki kastað handbolta
síðan í leik Íslands og Slóveníu á EM í
handbolta í síðasta mánuði.
„Það er alveg ljóst að Alexander mun
spila með Füchse Berlin áður en tíma-
bilinu lýkur,“ sagði framkvæmdastjór-
inn Bob Hanning í samtali við Frétta-
blaðið eftir leik liðsins gegn Magdeburg
í Berlín í vikunni. „Við gerum ráð fyrir
því að hann komi aftur inn í liðið á næstu
fjórum vikum.“
Alexander er með sýkingu í sinum
í öxlinni sem og óeðlilegan beinvöxt.
Læknum hefur ekki borið saman um
hvort laga þurfi það með aðgerð en þeir
sem Füchse Berlin hefur rætt við full-
yrða að hann þurfi ekki aðgerð.
„Það er álit okkar læknis sem og virts
sérfræðings frá Bonn sem við leituðum
til. Öxlin er orðin betri hjá honum og
hann mun geta spilað á ný án þess að fara
í aðgerð,“ sagði Hanning.
Alexander sjálfur sagði við
Fréttablaðið í viðtali sem birtist
síðastliðinn fimmtudag að þar að auki
væri verið að ráðfæra sig við lækna
Flensburg, hans gamla félags, sem og
lækna Rhein-Neckar Löwen sem hann
gengur til liðs við í sumar. En Hanning
stendur fast á því að hann þurfi ekki
aðgerð.
„Það er niðurstaða okkar og við erum
auðvitað ánægðir með það. Við erum þess
mjög vongóðir að hann geti spilað fljót-
lega með okkur á ný.“ - esá
Framkvæmdarstjóri Füchse Berlín um bata Alexanders:
Engin aðgerð og spilar
innan fjögurra vikna
ALEXANDER PETERSSON Ætti að geta verið með
í næstu verkefnum landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ertu
flugklár
í tölum?
Vegna aukinna umsvifa leitar Iceland Express
eftir starfskrafti í tekjustýringu og áætlanagerð.
Um er að ræða krefjandi starf hjá framsæknu
fyrirtæki með skemmtilegan starfsanda. Starfið
felur í sér náin samskipti við sölufólk, verðstýr-
ingu, vinnu við flugáætlun og flest það sem
viðkemur rekstri flugfélags.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Hæfnis- og menntunarkröfur
Háskólamenntun á sviði verkfræði,
viðskipta eða sambærilegt nám
Skipulögð og öguð vinnubrögð
Vandvirkni, nákvæmni, góð yfirsýn og
sjálfstæði í vinnubrögðum
Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg
Góð tölvukunnátta og reynsla af Excel
Umsóknir sendist á job@icelandexpress.is
fyrir 25. febrúar, merkt „Tekjustýring“.
SJÓNVARP Fjölmargar beinar
útsendingar verða að venju í sjón-
varpinu um helgina en þetta er
bikarhelgi bæði í enska boltanum
og í körfunni. -óój
Í beinni í dag
Enski bikarinn
Chelsea – Birmingham S2 Sport 12.20
Everton - Blackburn S2 Sport 14.45
Sunderland – Arsenal S2 Sport 17.00
Spænski fótboltinn
Real Madrid-Racing Santander S2 Sport 18.50
Bikarúrslit körfuboltans
Konur: Njarðvík-Snæfell Sjónvarpið 13.10
Karlar: Keflavík-Tindastóll Sjónvarpið 15.40
Í beinni á morgun:
Enski bikarinn
Crawley-Stoke S2 Sport 11.50
Stevenage - Tottenham S2 Sport 13.50
Liverpool-Brighton S2 Sport 16.20
Spænski fótboltinn
Barcelona - Valencia S2 Sport 20.20
Sjónvarpið um helgina:
Bikarhelgi í
enska boltanum
ENGINN HENRY Sunderland og Arsenal
mætast aðra helgina í röð en nú er
Arsenal án Thierry Henry. FRÉTTABLAÐIÐ/AP