Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 60
12
Helstu verkefni og ábyrgð
» Almenn störf deildarlæknis á myndgreiningardeild Landspítala
» Þátttaka í kennslu og þjálfun læknanema
» Þátttaka í rannsóknarvinnu
Hæfnikröfur
» Íslenskt lækningaleyfi
» Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2012. Sótt er um rafrænt á vefsíðu
www.landspitali.is, þar sem fram koma nánari upplýsingar.
» Upplýsingar veitir Pétur Hörður Hannesson, yfirlæknir, netfang
peturh@landspitali.is, sími 543 1000.
» Umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilskrá. Ráðning í starfið byggist á
innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.
Deildarlæknir í starfsnámi
á myndgreiningardeild
Laust er til umsóknar 100% starf deildarlæknis í starfsnámi á mynd-
greiningardeild Landspítala. Starfið veitist frá 1. apríl 2012 eða eftir
nánara samkomulagi.
Boðið er uppá 6 eða 12 mánaða ráðningu. Fyrir þá sem hafa hug á
sérfræðinámi í myndgreiningu er boðið upp á allt að tveggja ára starf
sem nýtist til sérnáms.
Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um
starf rafrænt á heimasíðu Landspítala, www.landspitali.is, undir „laus störf“. Tekið er mið af
jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Landspítali er reyklaus vinnustaður
Sumarstarf
Óskum eftir að ráða í starf umsjónarmanns Delta Airlines
á Keflavíkurflugvelli sumarið 2012.
Starfið felur í sér daglega umsjón með flugi og samskipti við
þjónustuaðila og birgja í samráði við stöðvarstjóra.
Um er að ræða spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling.
Hæfniskröfur: Góð ensku- og tölvukunnátta, stúdentspróf eða
sambærileg menntun. Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar.
Lágmarksaldur 25 ár. Reynsla á flugtengdri starfsemi skilyrði.
Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2012.
Sótt er um starfið á www.airportassociates.com
Norðlenska er eitt stærsta og öflugasta matvælaframleiðslufyrirtæki
landsins, með stórgripasláturhús og kjötvinnslu á Akureyri, sauðfjár-
sláturhús og kjötvinnslu á Húsavík, sauðfjársláturhús á Höfn og
söluskrifstofu í Reykjavík. Starfsmenn eru um 180 talsins og um 320
meðan á sauðfjársláturtíð stendur. Meðal þekktustu vörumerkja
Norðlenska eru Goði, KEA, Húsavíkur hangikjöt og Bautabúrið.
Sölumaður á Akureyri
Við óskum eftir að ráða sölumann á Akureyri.
Sölumaðurinn mun bera ábyrgð á sölu og þjónustu
við einstakar verslanir og heyrir undir sölustjóra sem
hefur aðsetur í Reykjavík.
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af sambærilegum störfum
• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
• Góð samskiptahæfni, þjónustulund og fagleg
framkoma
• Góð tölvu- og íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingvar Már Gíslason
Markaðstjóri í síma 840 8856 eða netfang
ingvar@nordlenska.is . Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 2012.
Umsækjendur eru beðnir um að senda ferilskrá til
Jónu starfsmannastjóra á netfangið jona@nordlenska.is.
Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu liggur fyrir.
VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR
SUMARSTÖRF 2012
Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf.
Um er að ræða landvörslu, upplýsingagjöf og afgreiðslu,
afgreiðslustörf í veitingasölu, ræstingar og almenn verkamannastörf.
Skaftafell:
Lónsöræfi:
Höfn í Hornafirði:
Jökulsárgljúfur:
Herðubreiðarlindir, Drekagil og Askja:
Snæfellsstofa á Skriðuklaustri
Snæfell:
Kverkfjöll:
Hvannalindir:
Hólaskjól, Nýidalur og Lakagígar:
Ofangreind störf
maí –
september júlí – ágúst
Ítarlegri upplýsingar
www.vjp.is
Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs.
Umsóknarfrestur er til og með 5. mars n.k. og skulu umsóknir sendar á netfangið: umsokn@vjp.is eða í pósti
merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.
Hagsýni - Liðsheild - Heilindi
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur
áhuga á margþættum verkefnum. Um framtíðarstarf er
að ræða.
Verksvið og ábyrgð
Umsjón með sýnatökum og þátttaka í sértækum
efnagreiningum
Eftirlit með gæðum og undirbúningi sýna
Þátttaka í úrvinnslu gagna og skýrslugerð varðandi
umhverfismál
Þátttaka í eftirliti með losun efna af starfssvæði,
grænt bókhald
Ritun verklagsreglna og vinnuleiðbeininga
og regluleg endurskoðun þeirra
Staðgengill deildarstjóra rannsóknarstofu
Hæfniskröfur
BSc próf í efnafræði, eðlisfræði eða líffræði
Nákvæmni, metnaður og öguð vinnubrögð
Sjálfstæði í starfi
Lipurð í mannlegum samskiptum
Gott vald á töluðu og rituðu máli bæði á íslensku
og ensku
Sterk öryggisvitund
Umsóknarfrestur er til og með 4. mars n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar F. Björnsson
framkvæmdastjóri umhverfis- og verkfræðisviðs í síma
430 1000.
Leggja skal inn umsókn á www.nordural.is.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað.
Sérfræðingur á rannsóknarstofu
Norðurál á Grundartanga óskar að ráða sérfræðing í efnagreiningum
Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Starfsmenn eru á sjötta hundrað, verkefnin margvísleg og störfin fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sérfræðinga með fjölbreytta
menntun og bakgrunn. Áhersla er lögð á jafna möguleika karla og kvenna til starfa hjá Norðuráli. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.nordural.is