Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 72
KYNNING − AUGLÝSINGHandverksbakarí LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 20128
LOSTÆTI Í PARÍS
Sælkerar á leiðinni til Parísar
ættu hikstalaust að leggja leið
sína í bakaríið Le Grenier à Pain
í Montmartre-hverfinu. Bakaríið
hefur í gegnum tíðina unnið til
verðlauna fyrir brauð sín og er
jafnan talið til fremstu brauðbúða
þar í borg. Möndlu- og apríkósu-
brauðið þykir einstakt lostæti og
súkkulaðikökurnar hreinn unaður.
Gamaldags útlit verslunarinnar
skemmir heldur
ekki fyrir.
BOLLA BOLLA
BOLLA
Bolludagurinn er á mánu-
daginn. Hér er uppskrift að um
20 vatnsdeigsbollum.
4 dl vatn
160 g smjör eða smjörlíki
¼ tsk. salt
200 g hveiti
5 egg
Hitið vatn og smjörlíki í potti að
suðu. Bætið þá hveiti og salti
saman við og slökkvið á hellunni.
Hrærið með sleif þar til deigið
verður slétt og fellt. Blandan er
sett í hrærivélarskál og hrærð
með þeytara þar til hún kólnar
að mestu. Eggin eru sett út í, eitt
og eitt í einu og hrært vel í á milli.
Hrært þar til deigið verður jafnt.
Bollurnar mótaðar með matskeið
og settar á bökunarpappír. Bakað
við 200 gráður í 25 mínútur. Alls
ekki má opna ofninn meðan á
bakstri stendur. Sulta, þeyttur rjómi,
búðingur, ís eða hvaðeina sem fólk
kýs er síðan sett á milli sem fylling
en glassúr eða súkkulaði ofan á.
HVAÐ ER HNALLÞÓRA?
Stórar og mjög skreyttar tertur
eru stundum nefndar hnallþórur
eftir persónunni Hnallþóru í
bókinni Kristnihald undir Jökli
eftir Halldór Laxness. Annað orð
yfir kökur af þessu tagi er stríðs-
tertur. Orðið hnallur er haft um
barefli, kylfu eða lurk og einnig
um tréáhald til að merja hráefni í
matargerð. Hnallurinn er notaður
með mortéli sem er ílát til að
mylja í hörð efni.
Heimild: visindavefurinn.is
GÓMSÆT SYKURBRÁÐ
Glassúr eða sykurbráð er sæt
þekja sem er sett á kökur til
bragðbætis og skrauts en jafn-
framt til að koma í veg fyrir að
yfirborð kökunnar þorni.
Aðalefnið í glassúr er flórsykur,
blandaður vatni, ávaxtasafa eða
öðrum vökva og oft litarefnum
og bragðefnum eins og kakódufti
eða vanillu.
Glassúr er mun þynnri en smjör-
krem og annað kökukrem. Ef
glassúrinn á að vera harður, eins
og þegar hann er notaður til
að skreyta kransaköku er hann
hrærður með eggjahvítum í stað
vatns og oft blandaður örlitlu
ediki.
Glassúr er líka not-
aður til að skreyta
piparkökur og þá
gjarnan litaður
með matarlit í
nokkrum mis-
munandi litum.
Þar sem aðal-
efnið í glassúr
er sykur er
hann mjög
hitaeininga-
ríkur.
Heimild:
www.is.wiki-
pedia.org