Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 56
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR8
Helstu verkefni og ábyrgð
» Þjálfun í almennum lyflækningum með starfi við móttöku og umönnun
legusjúklinga
» Þátttaka í kennslu-, fræðslustarfi og vísindarannsóknum
» Þátttaka í dag- og göngudeildarstarfi
Hæfnikröfur
» Almennt lækningaleyfi
» Vilji til þátttöku í áframhaldandi uppbyggingu sérnáms í almennum
lyflækningum
» Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2012.
» Upplýsingar veita umsjónardeildarlæknarnir Geir Hirlekar og Ólöf J.
Kjartansdóttir, umsjonarlaeknar@gmail.com ásamt Má Kristjánssyni,
yfirlækni, framhaldsmenntunarstjóra lyflækningasviðs, netfang
markrist@landspitali.is, sími 543 1000.
» Með umsókn skal leggja fram ferilskrá ásamt gögnum um rannsóknir og
ritsmíðar og afrit af prófskírteinum og lækningaleyfi.
» Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í
starfið á þeim og innsendum gögnum.
» Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Má
Kristjánssyni, yfirlækni, LSH C9 Fossvogi.
Deildarlæknar í starfsnámi
í lyflækningum
Störf deildarlækna í starfsnámi í almennum lyflækningum á
lyflækningasviði Landspítala eru laus til umsóknar. Starfshlutfall er 100%
og veitast störfin á tímabilinu 1. júní til 1. september 2012 eða eftir
samkomulagi, í eitt ár í senn.
Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að byggja upp sérnám í
almennum lyflækningum í samvinnu við sérfræðilækna og námslækna.
Með ráðningu skrifstofustjóra almennra lyflækninga og ráðningu
sérfræðilæknis í almennum lyflækningum hefur sérnámið ennfremur
verið eflt. Í náminu felst starfsþjálfun sem fer fram á legu-, dag- og
göngudeildum lyflækningasviðs. Sérnámslæknir getur lokið mest 3 árum
í þjálfun til almennra lyflækninga á Landspítala.
Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um
starf rafrænt á heimasíðu Landspítala, www.landspitali.is, undir „laus störf“. Tekið er mið af
jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Landspítali er reyklaus vinnustaður
Tölvunarfræðingur – forritari
Námsgagnastofnun óskar eftir að ráða tölvunar-
fræðing, eða einstakling með sambærilega mennt-
un, í hálft starf nú þegar. Viðkomandi þarf að hafa
haldgóða kunnáttu í vefsmíði og forritun. Reynsla af
forritun flókinna verkefna er nauðsynleg. Reynsla af
kennslu í grunnskólum, námsefnisgerð eða skóla-
starfi almennt er æskileg.
Um er að ræða starf við gerð og útgáfu stafræns
námsefnis á vef Námsgagnastofnunar í samstarfi og
samráði við ritstjóra stofnunarinnar.
Námsgagnastofnun er leiðandi á sviði námsefnis-
útgáfu á Íslandi og leggur metnað sinn í að gefa
út fjölbreytt og vandað námsefni fyrir grunnskóla.
Útgáfa námsefnis á stafrænu formi er vaxandi þáttur
í starfsemi stofnunarinnar.
Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu á reyklausum
vinnustað. Laun eru samkvæmt kjarasamningum
BHM og stofnanasamningi.
Allar nánari upplýsingar um starfið veita Ingibjörg
Ásgeirsdóttir forstjóri og Tryggvi Jakobsson útgáfu-
stjóri í síma 535 0400 eða í tölvupósti
ingibjorg@nams.is og tryggvi@nams.is
Umsóknum ásamt öllum nauðsynlegum upplýsing-
um skal koma til Námsgagnastofnunar, Víkurhvarfi 3,
203 Kópavogi, í síðasta lagi 27. febrúar. Með allar
upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál og öllum
umsóknum verður svarað.
Iðjuþjálfun
Laus er til umsóknar staða sviðsstjóra í iðjuþjálfun á hjarta-
sviði. Sviðsstjóri ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd
iðjuþjálfunar á sviðinu í samráði við forstöðuiðjuþjálfa.
Hæfnikröfur: Próf í iðjuþjálfun frá skóla viðurkenndum af
Heimssamtökum iðjuþjálfa (WFOT) og með íslenskt starfsleyfi
og löggildingu. Æskilegt er að sviðstjóri hafi að lágmarki 3 ára
starfsreynslu, góða skipulagshæfileika og færni í samskiptum.
Launakjör samkvæmt kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Íslands og
fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Iðjuþjálfafélags Íslands
og Reykjalundar.
Kynntu þér málið, hafðu samband:
Nánari upplýsingar veitir Lilja Ingvarsson forstöðuiðjuþjálfi í
síma 585-2153 liljaing@reykjalundur.is
Umsóknarfrestur er til 5.3.2012
Umsóknarform og upplýsingar um Reykjalund má finna á
heimasíðunni www.reykjalundur.is
Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegri teymisvinnu þar sem
áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna
sýn. Krafist er góðrar hæfni í mannlegum samskiptum, frum-
kvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð SÍBS. Sími 585 2000
www.reykjalundur.is
Útgáfustjóri
Námsgagnastofnun óskar eftir að ráða útgáfustjóra
frá 1. maí nk. Leitað er að áhugasömum og drífandi
einstaklingi með frábæra skipulags-, stjórnunar- og
samskiptahæfileika.
Starfssvið
Útgáfustjóri stýrir starfsemi námsefnissviðs. Hann
tekur þátt í yfirstjórn Námsgagnastofnunar og annast
áætlanagerð, mat á aðsendu efni og tilboðs- og
verksamningagerð í samstarfi við aðra. Hann hefur
eftirlit með framvindu verkefna og yfirumsjón með
ritstjórn, hönnun og framleiðslu efnis. Útgáfustjóri
annast einnig ritstjórn.
Hæfniskröfur
Gerð er krafa um háskólamenntun á meistarastigi
sem nýtist í starfinu, kennaramenntun og kennslu-
reynslu. Víðtæk þekking á íslenskum grunnskólum
og reynsla af ritstjórn og útgáfustörfum æskileg.
Góð tölvukunnátta er nauðsynleg svo og góð tungu-
málakunnátta (enska og Norðurlandamálin).
Áskilin er mjög góð færni í mannlegum samskiptum
og hæfileikar til tjáningar bæði í ræðu og riti.
Námsgagnastofnun er leiðandi á sviði námsefnis-
útgáfu á Íslandi og leggur metnað sinn í að gefa
út fjölbreytt og vandað námsefni fyrir grunnskóla.
Útgáfa námsefnis á stafrænu formi er vaxandi þáttur
í starfsemi stofnunarinnar.
Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu á reyklausum
vinnustað. Laun eru samkvæmt kjarasamningum
BHM og stofnanasamningi.
Allar nánari upplýsingar um starfið veita Eiríkur
Grímsson starfsmannastjóri og Ingibjörg Ásgeirs-
dóttir forstjóri í síma 535 0400 eða í tölvupósti
eirikur@nams.is eða ingibjorg@nams.is
Umsóknum ásamt öllum nauðsynlegum upplýsing-
um skal koma til Námsgagnastofnunar, Víkurhvarfi 3,
203 Kópavogi fyrir 6. mars nk. Með allar upplýsingar
verður farið sem trúnaðarmál og öllum umsóknum
verður svarað.
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ - ÞEKKING - ÁBYRGÐ.
Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu munu taka
mið af þessum gildum.
Nánari upplýsingar veita:
Elísabet Sverrisdóttir,
elisabet@hagvangur.is
Kristín Guðmundsdóttir,
kristin@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til
og með 4. mars nk.
Umsóknir óskast fylltar
út á www.vinbudin.is
Starfssvið
• Sala og þjónusta við viðskiptavini
• Birgðahald og umhirða búðar
• Fylgja eftir þjónustu- og gæðastefnu fyrirtækisins
• Verkstjórn í fjarveru verslunarstjóra
Hæfniskröfur
• Reynsla af verslunarstörfum nauðsynleg
• Reynsla af verkstjórn æskileg
• Frumkvæði og metnaður í starfi
• Góð framkoma og rík þjónustulund
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg og er
kunnátta í Navision æskileg
Stefna ÁTVR er að vera framúrskarandi þjónustufyrirtæki og þekkt fyrir samfélagslega
ábyrgð. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé lifandi og skemmtilegur þar sem þjónusta og
samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.
vinbudin.is
Aðstoðarverslunarstjóri
Vínbúðin Akureyri
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
We receive applications until
February the 27th.
Please fill out an application
at www.hagvangur.is.
For further information
please contact:
Brynhildur Halldórsdóttir,
brynhildur@hagvangur.is
Elísabet Sverrisdóttir,
elisabet@hagvangur.is
Comoyo is looking for both junior and senior Software Engineers
to design, implement and run world-class internet services.
Skills and requirements
Candidates should have a Master’s degree in Computer Science
or equivalent. The ideal candidate has product developement
experience building dependable, large scale distributed software
systems. In addition to outstanding problem-solving and algorithm
skills, the candidate should be proficient in all areas of software
developement.
Technologies
Knowledge and experience in the following technologies is
considered a plus: UN*X. Java, Networked services (HTTP / REST,
Thrift, Avro), NoSQL (Cassandra, Hadoop) search (Lucene, Solr),
distributed, and cloud computing.
Software Engineers
Comoyo AS is a Telenor subsidiary located in the Oslo area that builds and delivers internet based
services to the consumer market. Our major distribution is through Telenor’s large operators globally and
typically we provide communication services, streaming TV / film services, music streaming and storage.
We strive for an agile and innovative work environment, where customer experience and scalability is key.