Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 99
LAUGARDAGUR 18. febrúar 2012 67
Adele ætlar að hrækja í andlitið
á föður sínum hitti hún hann ein-
hvern tímann aftur.
Í viðtali við bandarísku útgáfuna
af Vogue segist hún ekkert vilja
með föður sinn Mark Evans hafa.
Hann samþykkti að fara í viðtal hjá
götublaðinu The Sun í fyrra gegn
hárri greiðslu þar sem hann ræddi
um áfengisfíkn sína og skilnaðinn
við móður söngkonunnar.
„Í raun og veru var ég á þess-
um tíma tilbúin til að hitta hann á
nýjan leik,“ sagði hún. „Hann klúðr-
aði því. Hann mun aldrei heyra
í mér aftur. Ekkert kemur mér í
meira uppnám en að pabba mínum
hafi verið mútað af blöðunum.
Hann birtist allt í einu eftir tíu ár
og segir: „Kannski eru karlavand-
ræði hennar tilkomin vegna mín“.
Hvernig dirfist hann að tjá sig um
líf mitt? Ef ég hitti hann aftur mun
ég hrækja í andlitið á honum.“
Brjáluð út í pabba
BRJÁLUÐ Söngkonan Adele er bálreið út
í föður sinn.
Tveir þekktir bandarískir blústón-
listarmenn koma fram á Blúshátíð
í Reykjavík, eða þeir John Primer
og Michael „Iron Man“ Burks.
Primer hefur leikið stórt hlut-
verk í hljómsveitum Muddy
Waters, Magic Slim og Willie
Dixon. Fáir núlifandi tónlistar-
menn túlka Chicago-blúsinn af
jafn mikilli næmni og ákefð og
Primer.
Michael Burks er frábær gítar-
leikari en einnig söngvari og laga-
höfundur með skemmtilega sviðs-
framkomu. Dagblaðið The Chicago
Sun-Times hélt því fram að Burks
væri við það að slá rækilega í
gegn.
Fjöldi íslenskra listamanna
kemur fram á Blúshátíð þar sem
Blúsmenn Andreu, Tregasveitin,
Marel Blues Project og Vintage
Caravan fara fremst í flokki.
Hátíðin hefst með blúsdegi
í miðbænum laugardaginn 31.
mars. Þrennir stórtónleikar verða
á Reykjavík Hilton Nordica og
klúbbur Blúshátíðar er starfrækt-
ur á hótelinu eftir tónleika. Miða-
sala er á Midi.is.
Þekktir blúsarar á Blúshátíð
MICHAEL BURKS
„Járnmaðurinn“ spilar á Blúshátíð
Reykjavíkur í ár.
Minningartónleikar um tónlist-
armanninn Johnny Cash verða
haldnir í Lindakirkju 26. febrúar,
sama dag og hann hefði orðið átt-
ræður.
Söngvarar verða Björgvin
Halldórsson, Regína Ósk, Svenni
Þór, Ingó Veðurguð og Arnar
Ingi Ólafsson. Auk þess syngur
kór Lindakirkju á tónleikunum
undir stjórn Óskars Einarssonar.
Hljómsveitina skipa Óskar Ein-
arsson á píanó, Jóhann Ásmunds-
son á bassa, Friðrik Karlsson á
gítar, Sigurgeir Sigmundsson á
gítar og Benedikt Brynleifsson á
trommur. Milli atriða verða sagð-
ar sögur af Johnny Cash og ævi
hans reifuð í stórum dráttum.
Miðar eru seldir í Lindakirkju og
í Kirkjuhúsinu á Laugavegi.
Tónleikar til
heiðurs Cash
JOHNNY CASH Cash hefði orðið átt-
ræður 26. febrúar næstkomandi.
Finnska vísindaskáldsögugrín-
myndin Iron Sky hefur vakið
mikla athygli á kvikmyndahátíð-
inni í Berlín. Hún fjallar um hóp
nasista sem flýr til tunglsins í lok
síðari heimsstyrjaldarinnar og
leggur þar á ráðin um að frek-
ari illvirki á jörðinni. Myndin
gerist árið 2018 þegar hermaður
nasista kemst í kynni við banda-
rískan geimfara. Sumir telja að
með sýningu myndarinnar sýni
Þjóðverjar að þeir séu meira til í
en áður að horfast í augu við for-
tíðina. Leikstjórinn Timo Vuor-
ensola hefur lýst myndinni sem
heimskulegu gríni en síðasta
mynd hans hét Star Wreck.
Nasistamynd
vekur athygli
2 fyrir 1
Lambakjöt og bernaise
í febrúar.
Nýbýlavegi 32 www.supersub.is
Friðrik Már Jónsson
Marjan Sirjani
HÁSKÓLA
DAGURINN
Skoðaðu dagskrá Háskóladagsins á www.hr.is
Saman látum við hjólin snúast
Háskóladagurinn 18. febrúar
Velkomin í HR