Fréttablaðið - 18.02.2012, Side 99

Fréttablaðið - 18.02.2012, Side 99
LAUGARDAGUR 18. febrúar 2012 67 Adele ætlar að hrækja í andlitið á föður sínum hitti hún hann ein- hvern tímann aftur. Í viðtali við bandarísku útgáfuna af Vogue segist hún ekkert vilja með föður sinn Mark Evans hafa. Hann samþykkti að fara í viðtal hjá götublaðinu The Sun í fyrra gegn hárri greiðslu þar sem hann ræddi um áfengisfíkn sína og skilnaðinn við móður söngkonunnar. „Í raun og veru var ég á þess- um tíma tilbúin til að hitta hann á nýjan leik,“ sagði hún. „Hann klúðr- aði því. Hann mun aldrei heyra í mér aftur. Ekkert kemur mér í meira uppnám en að pabba mínum hafi verið mútað af blöðunum. Hann birtist allt í einu eftir tíu ár og segir: „Kannski eru karlavand- ræði hennar tilkomin vegna mín“. Hvernig dirfist hann að tjá sig um líf mitt? Ef ég hitti hann aftur mun ég hrækja í andlitið á honum.“ Brjáluð út í pabba BRJÁLUÐ Söngkonan Adele er bálreið út í föður sinn. Tveir þekktir bandarískir blústón- listarmenn koma fram á Blúshátíð í Reykjavík, eða þeir John Primer og Michael „Iron Man“ Burks. Primer hefur leikið stórt hlut- verk í hljómsveitum Muddy Waters, Magic Slim og Willie Dixon. Fáir núlifandi tónlistar- menn túlka Chicago-blúsinn af jafn mikilli næmni og ákefð og Primer. Michael Burks er frábær gítar- leikari en einnig söngvari og laga- höfundur með skemmtilega sviðs- framkomu. Dagblaðið The Chicago Sun-Times hélt því fram að Burks væri við það að slá rækilega í gegn. Fjöldi íslenskra listamanna kemur fram á Blúshátíð þar sem Blúsmenn Andreu, Tregasveitin, Marel Blues Project og Vintage Caravan fara fremst í flokki. Hátíðin hefst með blúsdegi í miðbænum laugardaginn 31. mars. Þrennir stórtónleikar verða á Reykjavík Hilton Nordica og klúbbur Blúshátíðar er starfrækt- ur á hótelinu eftir tónleika. Miða- sala er á Midi.is. Þekktir blúsarar á Blúshátíð MICHAEL BURKS „Járnmaðurinn“ spilar á Blúshátíð Reykjavíkur í ár. Minningartónleikar um tónlist- armanninn Johnny Cash verða haldnir í Lindakirkju 26. febrúar, sama dag og hann hefði orðið átt- ræður. Söngvarar verða Björgvin Halldórsson, Regína Ósk, Svenni Þór, Ingó Veðurguð og Arnar Ingi Ólafsson. Auk þess syngur kór Lindakirkju á tónleikunum undir stjórn Óskars Einarssonar. Hljómsveitina skipa Óskar Ein- arsson á píanó, Jóhann Ásmunds- son á bassa, Friðrik Karlsson á gítar, Sigurgeir Sigmundsson á gítar og Benedikt Brynleifsson á trommur. Milli atriða verða sagð- ar sögur af Johnny Cash og ævi hans reifuð í stórum dráttum. Miðar eru seldir í Lindakirkju og í Kirkjuhúsinu á Laugavegi. Tónleikar til heiðurs Cash JOHNNY CASH Cash hefði orðið átt- ræður 26. febrúar næstkomandi. Finnska vísindaskáldsögugrín- myndin Iron Sky hefur vakið mikla athygli á kvikmyndahátíð- inni í Berlín. Hún fjallar um hóp nasista sem flýr til tunglsins í lok síðari heimsstyrjaldarinnar og leggur þar á ráðin um að frek- ari illvirki á jörðinni. Myndin gerist árið 2018 þegar hermaður nasista kemst í kynni við banda- rískan geimfara. Sumir telja að með sýningu myndarinnar sýni Þjóðverjar að þeir séu meira til í en áður að horfast í augu við for- tíðina. Leikstjórinn Timo Vuor- ensola hefur lýst myndinni sem heimskulegu gríni en síðasta mynd hans hét Star Wreck. Nasistamynd vekur athygli 2 fyrir 1 Lambakjöt og bernaise í febrúar. Nýbýlavegi 32 www.supersub.is Friðrik Már Jónsson Marjan Sirjani HÁSKÓLA DAGURINN Skoðaðu dagskrá Háskóladagsins á www.hr.is Saman látum við hjólin snúast Háskóladagurinn 18. febrúar Velkomin í HR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.