Fréttablaðið - 18.02.2012, Side 96

Fréttablaðið - 18.02.2012, Side 96
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR64 folk@frettabladid.is Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Skálmaldar, er með sérstakt rokkher- bergi heima hjá sér. Þar fær árátta hans tengd hljóm- sveitinni Kiss að njóta sín. HEIMILI Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Skálmaldar, nýtur þeirra forréttinda að vera með rokkherbergi heima hjá sér. Í því eru geisladiskar, vínyl plötur og alls kyns munir tengdir uppá- haldshljómsveitum hans Kiss, Iron Maiden og Metallica en aðallega þó Kiss. „Við flytjum inn í þessa íbúð 2007. Ég var með svo mikið dót sem var búið að fylgja mér í gegnum tíðina að konan vissi alveg að hverju hún var að ganga þegar við byrjuðum að hittast nokkrum árum áður,“ segir Þráinn. „Þannig að það var allan tímann á hreinu að þetta yrði herbergi fyrir þetta drasl. Svo er konan líka mikill tónlistar- áhugamaður, þótt hún sé í allt öðrum geira. Hún kemur hérna inn og setur Sinéad O´Connor á fóninn, þannig að þetta er sam- vinnuverkefni.“ Þegar Þráinn er ekki að hlusta á tónlist í herberginu æfir hann sig á gítarinn. Spurður út í and- rúmsloftið í rokkrýminu segir hann það mjög gott. „Ég er búinn að spyrja nágranna mína hvort þetta trufli þá eitthvað og einn sagði að ég ætti nú bara að hækka heldur en hitt, þannig að þetta er alveg dásamlegt.“ Hann hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Kiss og hefur safnað ýmsum munum tengdum sveitinni í gegnum árin, þar á meðal árituðum plötum, Paul Stanley-hasarfígúrum og Lætur ekkert stoppa sig þegar Kiss er annars vegar Í ROKKHERBERGINU Þráinn Árni Baldvinsson heldur á þremur útgáfum af sömu Kiss-plötunni, nema hvað að ein er frá Argentínu, önnur frá Ástralíu og sú þriðja frá Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HASARFÍGÚRUR Uppi á hillu eru tvær hasarfígúrur af söngvaranum Paul Stanley. Ein er enn í kassanum en loftið fær að leika um hina. Einnig er þar árituð mynd af hljómsveitinni Iron Maiden. HEILSA Nýjasta æðið í lýtalækningum er að sprauta blóði úr handleggjum í andlitshrukkur. Aðgerðin kallast því kaldhæðna nafni, vampírumeðferðin og hefur verið vin- sæl meðal fræga fólksins í Holly- wood um hríð. Svo mikið að Fox News fjallaði um málið og blaðamaður frá norska blaðinu VG fann sig knúinn til að prufa meðferðina. Blóðið á að slétta úr hrukkum en meðferðin er ennþá það ný af nálinni að ekki er búið að sannreyna að hún virki. Aðdáendur meðferðarinnar telja hana hins vegar líf- rænni og umhverfis- vænni en hina algengu Botox hrukkumeðferð. Sprauta blóði í hrukkurnar MARGIR KOSTIR Vampírumeð- ferðin snýst um að endurnýta blóð úr handleggjum. árituðum myndum. Hann er meira að segja með Kiss-nestis- box uppi á hillu sem að sjálf- sögðu verður aldrei notað. „Ég var heilaþveginn af Kiss þegar ég var lítill og man ekki eftir mér öðruvísi. Frændi minn var mikill Kiss-aðdáandi og eftir lét mér allt sitt plakatasafn á sínum tíma,“ segir hinn 35 ára Þráinn, sem sá goðin sín fyrst á tónleikum þegar hann var tólf ára. „Söfnunaráráttan er fyrst og fremst vínyl-„geðveiki“ og þar læt ég ekkert stoppa mig þegar kemur að Kiss.“ Sem dæmi á hann plötuna Lick It Up í mörgum mismunandi útgáfum, þar á meðal inn siglaðri, mexíkóskri og japanskri. Síðustu Kiss-plötu, Sonic Boom, keypti hann í tveimur vínyl útgáfum, á geisladiski, á geisla- og mynd- diski og í japanskri útgáfu. Hann kaupir einnig allar sóló- plötur meðlima Kiss, þar á meðal trommuleikarans Peters Kriss. „Þær eru allar alveg hræðilegar, hundleiðinlegt djassað rugl en ég kaupi þær samt.“ Samanlagt eru Kiss-titlarnir í herberginu orðnir hátt í eitt þúsund talsins. Þrátt fyrir aðdáun hans á Kiss segist hann ekki viss um hvort hægt sé að falla fyrir hljóm- sveitinni á fullorðinsárum. „Þetta er svo mikill partur af því að alast upp. Allar plöturnar eru eins og tímavélar fyrir mann,“ segir hann og telur þetta ekki verra áhuga- mál til dæmis golf. Hann á ein- mitt erfitt með að skilja hvers vegna menn ákveða á ein hverjum tímapunkti að hætta að hlusta á uppáhaldstónlistina sína. „Mér finnst það léleg af sökun að ein- hver haldi að hann þurfi að full- orðnast. Það er bara rugl. Menn eiga að vera heilir í sínu og hafa gaman að þessu. En ég er fyrstur til að viðurkenna að þetta er bara klikkun.“ freyr@frettabladid.is Full búð af nýjum og flottum vörum! lifsstill@frettabladid.is 64 SINNUM, AÐ MEÐALTALI, á dag líta konur á sig í spegli. Þetta segir í nýjum rannsóknum Institute of Psychiatry í London en mikið speglagláp ku ekki hafa góð áhrif á sálarlífið samkvæmt sömu rannsókn. 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.