Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 47
■ Josie (Drew Barrymore) stendur á hafnaboltavelli og bíður eftir Sam (Michael Vartan) svo hann geti kysst hana hennar fyrsta kossi. „Never been kissed.“ ■ Noah (Ryan Gosling) biður Allie (Rachel McAdams) um að koma á stefnumót þar sem hann hangir utan í Parísarhjóli. „The Notebook.“ ■ Flækingurinn Spori ýtir síðustu kjötbollunni að kærustu sinni, cocker spaniel-tíkinni Freyju, með trýninu. „Lady and the tramp/Hundalíf.“ ■ Edward Lewis (Richard Gere) klífur brunastigann upp að glugga Vivien (Julia Roberts) með rós í munni. „Pretty Woman.“ ■ Patrick (Heath Ledger) yfir- tekur hljóðkerfi skólans og syngur ástarsönginn „Can‘t take my eyes off of you“ á fótboltavelli fullum af skólakrökk- um. „10 Things I hate about you.“ Rómantísk augnablik í kvikmyndum ÁSTIN SIGRAR ALLT AÐ LOKUM, Í ÞAÐ MINNSTA Í RÓMANTÍSKUM HOLLYWOOD- MYNDUM. HÉR ERU TALIN UPP FIMM RÓMANTÍSK AUGNABLIK Í KVIKMYNDUM. Flestar konur á aldrinum 30 til 49 ára telja hvíld og slökun eftir- sóknarverðustu gjöfina sem maki þeirra getur gefið þeim. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem greint er frá á fréttavefnum fox- news.com. Greinin er eftir Laurie Puhn sem er lögfræðimenntuð frá Harvard en sérhæfir sig í ráð- gjöf hjóna og para. Könnunin var gerð á vefnum af fyrirtæki Puhn og var spurningunni varpað til kvenna fyrir Valentínusardaginn í vikunni. Þó má gera ráð fyrir að yfirfæra megi svör kvennanna á hinn íslenska konudag sem er nú á sunnudaginn. Niðurstöðurnar voru á þessa leið: 72% kvenna vildu fá frí frá heim- ilisverkunum og/eða barna- uppeldi þennan dag. 14% kvenna vildu að makinn byði þeim út að borða. 9 % kvenna vildu gjöf. 5 % kvenna vildu kynlíf. Þá kom einnig í ljós að konur eldri en 50 ára, konur yngri en 30 og karlar almennt voru á móti gjöfum sem keyptar voru í búðum. Flestir í þessum hópi töldu farsæl- ast að skipuleggja eitthvað fallegt í kvöldmatinn. Laurie Puhn hefur gefið út met- sölubókina „Fight Less, Love More: 5-Minute Conversations to Change Your Relationship With- out Blowing Up or Giving In,“ og gefur reglulega góð sambands- ráð á ýmsum bandarískum sjón- varpsstöðvum. Hennar helsta ráð er: „Segðu það sem þú meinar og meintu það sem þú segir.“ Á Val- entínusardaginn og því konudag- inn fyrir okkur Íslendinga segir hún ekkert athugavert við að konur láti maka sinn vita hvað þær lang- ar í. Ef konan vill frí í einn dag á hún að láta vita, ef hún vill fara út að borða á hún að biðja manninn sinn að panta borð. - sg Frí frá heimilisstörfum og uppeldi besta gjöfin Sá misskilningur er útbreiddur að konur krefjist dýrra gjafa, íburðarmikilla blómvanda og stórra konfekt- kassa á konudaginn. Það er ekki svo. Flestar konur kjósa heldur frí frá uppeldi og heimilisstörfum. Á konudaginn ættu karlmennirnir að taka til hendinni á heimilinu. Góð slökun er hverri konu nauðsynleg endrum og sinnum. NORDICPHOTOS/GETTY Litir blóma hafa mismunandi þýðingu að mati sumra. Þannig þýða rauðar rósir ást, fegurð, virðingu og hug- rekki. Bleikar rósir þýða hamingju, þokka og blíðu. Dökkbleikar rósir endurspegla þakklæti en ljósbleikar rósir aðdáun og samúð. Sölufulltrúar: Jóna María jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan brynjadan@365.is 512 5465 Snorri snorris@365.is 512 5457 ÞÚ FÆRÐ KONUDAGSKÖKUNA HJÁ OKKUR Okkar bakarí | Iðnbúð 2 | 210 Garðabær | Sími: 565 8070 Erum einnig á Strandgötu í Hafnarfirði Kynntu þér úrvalið á www.okkarbakari.is og á facebook.com/okkarbakarí MIKIÐ ÚRVAL AF RJÓMABOLLUM bailine vaxtarmótun bailine · Hlíðarsmári 11, 201 Kópavogur · Sími 568 0510 · www.bailine.is Tímapantanir í síma 568 0510 www.bailine.is Konudagstilboð Við kaup á 10 tímum frjáls mæting 1 sinni á dag í 5 vikur frá kaupdegi tilboðs. Hægt er að velja á milli nudd, húð- fitubrennslu, og vöðameðferða Takmarkað magn af kortum er í boði. - Tilboð þetta gildir til 24 febrúar 2012 Fyrir konur 18 ára og eldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.