Fréttablaðið - 18.02.2012, Side 47
■ Josie (Drew Barrymore) stendur á hafnaboltavelli og bíður eftir Sam
(Michael Vartan) svo hann geti kysst hana hennar fyrsta kossi. „Never
been kissed.“
■ Noah (Ryan Gosling) biður Allie (Rachel McAdams) um að koma á
stefnumót þar sem hann hangir utan í Parísarhjóli. „The Notebook.“
■ Flækingurinn Spori ýtir síðustu kjötbollunni að kærustu sinni, cocker
spaniel-tíkinni Freyju, með trýninu. „Lady and the
tramp/Hundalíf.“
■ Edward Lewis (Richard Gere) klífur brunastigann
upp að glugga Vivien (Julia Roberts)
með rós í munni. „Pretty
Woman.“
■ Patrick (Heath Ledger) yfir-
tekur hljóðkerfi skólans
og syngur ástarsönginn
„Can‘t take my eyes off
of you“ á fótboltavelli
fullum af skólakrökk-
um. „10 Things I hate
about you.“
Rómantísk augnablik í kvikmyndum
ÁSTIN SIGRAR ALLT AÐ LOKUM, Í ÞAÐ MINNSTA Í RÓMANTÍSKUM HOLLYWOOD-
MYNDUM. HÉR ERU TALIN UPP FIMM RÓMANTÍSK AUGNABLIK Í KVIKMYNDUM.
Flestar konur á aldrinum 30 til
49 ára telja hvíld og slökun eftir-
sóknarverðustu gjöfina sem maki
þeirra getur gefið þeim. Þetta
kemur fram í nýlegri könnun sem
greint er frá á fréttavefnum fox-
news.com.
Greinin er eftir Laurie Puhn
sem er lögfræðimenntuð frá
Harvard en sérhæfir sig í ráð-
gjöf hjóna og para. Könnunin var
gerð á vefnum af fyrirtæki Puhn
og var spurningunni varpað til
kvenna fyrir Valentínusardaginn
í vikunni. Þó má gera ráð fyrir að
yfirfæra megi svör kvennanna á
hinn íslenska konudag sem er nú
á sunnudaginn.
Niðurstöðurnar voru á þessa
leið:
72% kvenna vildu fá frí frá heim-
ilisverkunum og/eða barna-
uppeldi þennan dag.
14% kvenna vildu að makinn byði
þeim út að borða.
9 % kvenna vildu gjöf.
5 % kvenna vildu kynlíf.
Þá kom einnig í ljós að konur
eldri en 50 ára, konur yngri en
30 og karlar almennt voru á móti
gjöfum sem keyptar voru í búðum.
Flestir í þessum hópi töldu farsæl-
ast að skipuleggja eitthvað fallegt
í kvöldmatinn.
Laurie Puhn hefur gefið út met-
sölubókina „Fight Less, Love
More: 5-Minute Conversations to
Change Your Relationship With-
out Blowing Up or Giving In,“ og
gefur reglulega góð sambands-
ráð á ýmsum bandarískum sjón-
varpsstöðvum. Hennar helsta ráð
er: „Segðu það sem þú meinar og
meintu það sem þú segir.“ Á Val-
entínusardaginn og því konudag-
inn fyrir okkur Íslendinga segir
hún ekkert athugavert við að konur
láti maka sinn vita hvað þær lang-
ar í. Ef konan vill frí í einn dag á
hún að láta vita, ef hún vill fara út
að borða á hún að biðja manninn
sinn að panta borð.
- sg
Frí frá heimilisstörfum
og uppeldi besta gjöfin
Sá misskilningur er útbreiddur að konur krefjist dýrra gjafa, íburðarmikilla blómvanda og stórra konfekt-
kassa á konudaginn. Það er ekki svo. Flestar konur kjósa heldur frí frá uppeldi og heimilisstörfum.
Á konudaginn ættu karlmennirnir að
taka til hendinni á heimilinu. Góð slökun er hverri konu nauðsynleg endrum og sinnum. NORDICPHOTOS/GETTY
Litir blóma hafa mismunandi þýðingu að mati sumra.
Þannig þýða rauðar rósir ást, fegurð, virðingu og hug-
rekki. Bleikar rósir þýða hamingju, þokka og blíðu.
Dökkbleikar rósir endurspegla þakklæti en ljósbleikar
rósir aðdáun og samúð.
Sölufulltrúar:
Jóna María
jmh@365.is 512 5473
Brynja Dan
brynjadan@365.is 512 5465
Snorri
snorris@365.is 512 5457
ÞÚ FÆRÐ
KONUDAGSKÖKUNA
HJÁ OKKUR
Okkar bakarí | Iðnbúð 2 | 210 Garðabær | Sími: 565 8070
Erum einnig
á Strandgötu
í Hafnarfirði
Kynntu þér úrvalið á
www.okkarbakari.is og á
facebook.com/okkarbakarí
MIKIÐ ÚRVAL AF RJÓMABOLLUM
bailine vaxtarmótun
bailine · Hlíðarsmári 11, 201 Kópavogur · Sími 568 0510 · www.bailine.is
Tímapantanir í síma 568 0510
www.bailine.is
Konudagstilboð
Við kaup á 10 tímum frjáls mæting
1 sinni á dag í 5 vikur frá kaupdegi
tilboðs.
Hægt er að velja á milli nudd, húð-
fitubrennslu, og vöðameðferða
Takmarkað magn af kortum er í boði. -
Tilboð þetta gildir til 24 febrúar 2012
Fyrir konur 18 ára og eldri