Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 32

Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 32
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR32 Þvottahúsið Þvottavélin og þurrkarinn eyða miklu rafmagni. Ef þú þarft að kaupa nýja þvottavél ættir þú að skoða hvort hún er umhverfis- og orkumerkt. Til er nóg af umhverfismerktu þvottaefni og svo er ágætt að hafa í huga að langflestir nota of mikið af þvottaefni. Yfirleitt má helminga það magn sem ráðlagt er á pakkanum. Það er líka betra að þvo bara fullar vélar, til að spara orku, og á eins lágum hita og hægt er. Því lægra hitastigið, því betra fyrir umhverfið. Tvisvar sinnum meira rafmagn er notað þegar þvegið er við 90°C heldur en við 60°C. Eldhúsið Það er einfalt að gera eldhúsið mun umhverfisvænna með smá breytingum á neysluvenjum. Þar er jafnan að finna mörg tæki sem nota rafmagn. Það má spara orku með því að slökkva á tækjum og helst taka þau úr sambandi (þó ekki ísskápinn, af augljósum ástæðum). Það er einnig mikilvægt að velja lífrænar og umhverfisvottaðar vörur. Tuskan er oftast á lofti í eldhúsinu og þess vegna er gott að vistvænar hreinlætisvörur séu til í miklu úrvali. Það er vert að hafa í huga að ofnotkun hreinsiefna er dýrkeypt fyrir umhverfið. Oft má nota örtrefjaklúta eða edik, eða hreinlega bara vatn, í staðinn fyrir sápu. LÍF Í SÁTT OG SAMLYNDI VIÐ UMHVERFIÐ Þ egar Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona og maður hennar, Örn Úlfar Höskulds- son þýðandi, festu kaup á gömlu húsi við Bergstaðastræti tóku þau strax ákvörðun um að gera það upp með eins sjálfbærum og umhverf- isvænum hætti og kostur væri. Húsið, sem er byggt á milli 1903 og 1905, var í algjörri niðurníðslu, en það hafði verið í eigu verktaka sem höfðu beðið þess lengi að fá að rífa það til að byggja nýtt hús á lóðinni. „Við höfum reynt að nýta allt sem er heilt í húsinu og það sem fellur til í kringum okkur. Okkur þykja margir of gjarnir á að skipta öllu út, henda öllu sem fyrir er og fá sér eitthvað nýtt í staðinn. En það er okkar afstaða að maður skiptir ekki um neitt í gömlu húsi, nema maður sé nauðbeygður til. Það er tímanna tákn að einfaldast þyki að skipta út hlutum í stað þess að laga þá. Við það glatast oft verðmæti.“ Gæðin eru líka oft og tíðum lak- ari í nýjum efnivið, segir Vigdís Hrefna. „Í húsinu okkar er hæg- vaxið 19. aldar timbur, sem er mun vandaðra en það hraðsprottna og ræktaða sem fæst í dag. Eldra timbur fúnar mun síður. Húsið okkar hafði til dæmis staðið tómt, ókynt og gluggalaust að hluta í sjö ár þegar við keyptum það. Það var samt sem áður nær enginn fúi í því. Við þökkum það gæðum timb- ursins.“ Þegar þau Vigdís og Örn keyptu húsið var búið var að rífa allt út úr því, þar með talið allar hurðir, hurðarkarma, gólflista og ofna. Þau þurftu því að hafa allar klær úti til að útvega sér nýja innviði. „Við höfum fengið mikla hjálp frá vinum og vandamönnum. Þegar maður er að gera upp hús er líka um að gera að vera vakandi, því efni falla til á ótrúlegustu stöð- um. Við erum til dæmis að smíða grindverk núna, sem er meðal ann- ars unnið úr timbri sem er notað til að flytja nýtt bárujárn. Við fengum gamla eldhúsinnréttingu úr húsinu á móti okkur, panil frá húsinu hér við hliðina á okkur og lista frá öðru húsi hér við götuna. Við fengum líka gamla pottofna gefins og höfum við verið að viða að okkur gömlum gluggafögum. Við fengum meira að segja gefins hurðir sem átti að farga en hefði kostað mörg hundruð þúsund að smíða.“ Þegar komið var að því að mála húsið varð línolíumálning fyrir valinu, en hún er unnin úr hörfræj- um og töluvert umhverfisvænni en olíumálningin sem flestir nota í dag. „Við keyptum upp gamlan lager af línolíumálningu, enda eru það bara svona sérvitringar eins og við sem notum svona málningu í dag. Hún þykir of dýr, lyktsterk og lengi að þorna. En það er mjög gaman að mála með henni. Hún er eins og hunang og hún binst viðn- um, í stað þess að liggja utan á honum eins og hjúpur,“ segir Vig- dís Hrefna að endingu. Með nýtnina að leiðarljósi Þegar Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Örn Úlfar Höskuldsson keyptu gamalt hús í niðurníðslu ákváðu þau að gera það upp með eins umhverfisvænum hætti og mögulegt er. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir spjallaði við húsfreyjuna á Bergstaðastræti 20. HEIMA Um þessar mundir eru þau Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Örn Úlfar Höskuldsson að smíða grindverk, sem meðal annars er unnið úr timbri sem notað er til að flytja nýtt bárujárn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Það er mikilvægt fyrir okkur sem neytendur að átta okkur á því að okkar ákvarðanir skipta öllu máli,“ segir Guðrún Tryggvadóttir, konan að baki hinni umhverfisvænu vef- síðu Náttúran.is. „Þegar við kaupum hluti ættum við leggja okkur eftir því að spyrja hvaðan hlutirnir koma og hvernig þeir eru búnir til. Þannig fá verslanir og framleiðendur skýr skilaboð frá okkur.“ Guðrún telur að það myndi koma mörgum á óvart hversu mikið af skaðlegum efnum er að finna inni á hinu venjulega heimili og hversu mikil sóun á náttúrugæðum eigi sér stað í hugsunarleysi hversdagsins. Íslendingar séu til dæmis vanir að láta vatnið renna í stríðum straumi, hækki í ofnunum eins og þá lystir og láti ljós sín skína í hverju her- bergi ef þeim sýnist svo. „Ef allir myndu til dæmis hugsa betur um það hvernig þeir eyða rafmagninu sínu gætum við sparað okkur heila virkjun. Það myndi skapa þjóðfélag- inu mikla peninga,“ segir hún. Það var árið 2007 sem Guðrún og samstarfsfólk hennar opnaði vefsíðuna natturan.is. Eftir áralanga dvöl erlendis kom það Guðrúnu á óvart hversu skammt á veg Ísland var komið í umhverfisvernd og því ákvað hún að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að breyta því. Hún merkir mikla hugarfarsbreytingu hér. „Á þessum tíma var fólk bara hissa og sagði „hver hefur áhuga á því“ þegar ég sagði frá áformum um að opna umhverfisvef. Í dag fæ ég allt að 2.000 heimsóknir á dag.“ Á Náttúran.is er að finna ógrynni af upplýsingum sem geta nýst þeim vel sem vilja gera heimilið umhverf- isvænna. Þar er meðal annars að finna vistvæn innkaupaviðmið, sem einfalda val á vörum og þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu og heilsunni. Þar er líka að finna græna kortið, sem auðveldar fólki að finna græn fyrirtæki, vörur og þjónustu um allt land, og margt fleira. Að mati Guðrúnar ætti það ekki að vera val að vera umhverfisvænn í neysluvenjum. „Við viljum að börnin okkar og barnabörn lifi í þessum heimi. Þetta er einfaldlega spurning um hvort við ætlum að halda áfram að búa á þessari jörð eða ekki.“ ÁKVARÐANIR NEYTENDA SKIPTA ÖLLU MÁLI GRÆN Í HUGSUN Guðrún Tryggvadótt- ir, sem rekur Náttúru.is, telur að það myndi koma mörgum á óvart hversu mikið af skaðlegum efnum er að finna inn á hinu venjulega heimili. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1. Þessi 7 ráð og myndirnar sem þeim fylgja eru birt með leyfi natturan.is, upplýsingaveitu um allt mögulegt sem tengist nátt- úru og umhverfisvænum venjum. Þar er að finna mun ítarlegri upplýsingar um hvernig gera má heimilið umhverfisvænna. 7. 6. 5. 4. 3. 2. UMHVERFISVÆNIR LÍFSHÆTTIR: Heimilið Fáðu þér göngutúr um heimilið með grænu gleraugun á nefinu... Stofan Sjónvarpið eyðir yfirleitt mestri orku í stofunni. Raforkunotkun tækja má takmarka með því a slökkva á þeim, en um 10 prósent orkunotk- unar heimilistækja leka út í gegnum tæki í biðstöðu. Leitast ætti við að velja sparperur í stað venjulegra ljósapera. Þó þær séu töluvert dýrari nota þær einungis um 15 til 20 prósent af orku venjulegrar peru, auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Þegar húsgögn eru keypt ætti að ganga úr skugga um að þau séu ekki úr regnskógarviði og innihaldi ekki efni sem eru skaðleg heilsunni eða umhverfinu. Svefnherbergið Í svefnherberginu skiptir máli að hús- gögnin andi ekki frá sér eiturefnum á meðan sofið er. Með því að kaupa umhverfisvæn húsgögn, til dæmis FSC-vottuð eða Svansmerkt, má koma í veg fyrir það. Margar vefnaðarvörur, á borð við sængurföt og fatnað, eru meðhöndlaðar með sýruböðum og eiturefnum. Mikil eiturefni eru notuð við ræktun á bómull. Því er tvímælalaust besti kosturinn að velja vefnaðarvöru úr lífrænt ræktaðri bómull, silki, hampi eða hör. Barnaherbergið Herbergi fullt af plastleik- föngum og gerviefnum hefur slæm áhrif á börn. Nýlegar rannsóknir sýna að þalöt, sem eru mýkingarefni í leikföngum, séu mjög algeng þrátt fyrir að geta haft hormónatruflandi áhrif. Til að koma efnum úr umferð þurfa neytendur að taka þátt í því að sniðganga vörur og vörumerki sem stefna heilsu barna í hættu. Framleiðendur hafa jafnframt verið gagnrýndir fyrir að nota eldhemjandi efni og blýmagn í óhóflegu magni. Leik- föng sem markaðssetja á hér á landi eiga að vera CE-merkt. Í notkunarleiðbeiningum skal varað við þeirri hættu sem fylgir tilteknum leikföngum, ásamt upplýsingum um hvernig skuli brugðist við henni. Baðherbergið Of mikið hreinlæti, með tilheyrandi notkun hreinsiefna, getur verið dýrkeypt fyrir náttúruna. Því er mikilvægt að nota umhverfisvænar hreinlætisvörur og hreinsivörur á baðherberginu. Hreinsivörur úr kemískum efnum geta haft heilsuspillandi áhrif á menn, auk þess sem þau enda að lokum í hafinu og valda þar miklum skaða. Vistvæn húsráð duga betur en mörg hreinsiefni. Gamalt kók hreinsar klósettskálina mjög vel og dagblaðapappír pússar spegla best. Edik og salt gera baðkarið aftur skjannahvítt. Svona einfalda hluti má innleiða í daglegt líf og haft með því jákvæð áhrif á umhverfið í stað neikvæð. Skrifstofan Á flestum heim- ilum er að minnsta kosti ein tölva. Tölvuframleiðsla hefur neikvæð umhverfisáhrif, bæði vegna þeirra náttúrauðlinda sem framleiðsla hráefnis í tölvurnar hefur í för með sér, flutnings efnis heimsálfa á milli og framleiðsluferlisins við gerð tölvunnar sjálfrar. Nokkrir tölvuframleiðendur hafa umhverfismerkið Svaninn á framleiðslu sinni, en tölvur með Svansmerkinu uppfylla strangar kröfur um magn þungmálma, samsetningu plastefna, framleiðsluferli, orkunotkun, möguleika á endurvinnslu og fleira. Orkumerki, eins og Energy Star eða GEEA label, segja til um hvort tölva, prentari eða ljósritunarvél er orkusuga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.